Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Blaðsíða 34
Góðar stundir 16. nóvember 2018KYNNINGARBLAÐ ATV Reykjavík er lítið fjölskyldu-fyrirtæki, staðsett í nágrenni Reykjavíkur, í aðeins 15 mínútna aksturfjarlægð frá miðbæ Reykjavíkur. Fyrirtækið býður upp á stórskemmti- legar og fjölbreyttar fjórhjólaferðir sem henta bæði byrjendum sem lengra komnum. „Við fjölskyldan rekum fyrir- tækið saman, ég, konan mín, hún Hulda Rós Hilmarsdóttir, og börnin okkar, þau Jón Hilmar og Lilja Dís,“ segir Kristján Jónsson. Útsýnisferð (The View) Vinsælasta ferðin hjá ATV Reykjavík er klukkustundar löng ferð þar sem ekið er að Hafravatni og upp á Hafrafell. Toppurinn er 290 metra yfir sjávarmáli og er stórkostlegt útsýni til allra átta. Þaðan er gullfallegt útsýni yfir borgina og Esjuna. Einnig má sjá Hengilssvæðið og allan Reykjanesskaga. Í sérlega góðu skyggni glittir í hinn ævintýralega fagra Snæfellsjökul. Farið er í ferðina allan ársins hring ef til þess viðrar. Útsýnisferð lengri (Super View) Við bjóðum einnig upp á lengri ferð sem er örlítið meira krefjandi en Útsýnis- ferðin. Þá er farið upp á bæði Hafrafell og Úlfarsfell. Útsýnið er að sama skapi stórkostlegt eins og í Útsýnisferðinni og frá Úlfarsfelli má enn fremur sjá yfir allan Faxaflóa. Ferðin tekur 2–2,5 klukkustund og er farin allan ársins hring ef til þess viðrar. Norðurljósaferðir Norðurljósaferðirnar eru ekki bara fyrir ferðamennina en á veturna (september–maí) bjóðum við upp á stórskemmtilegar norðurljósaferðir á fjórhjólum. Þá er farin sama leið og í Útsýnisferðinni nema við förum af stað kl. 21.00. Ferðin tekur um það bil 1,5–2 tíma og munum við njóta saman út- sýnisins, stjarnanna og norðurljósanna ef þau láta sjá sig, með heitt kakó, kaffi eða te í hönd. Miðnætursólin Á sumrin (maí–september) bjóðum við upp á 3–4 klukkustunda miðnæt- urferðir þar sem gefst kostur á að upplifa Ísland í sínu allra fegursta skarti, miðnætursólinni. Ferðirnar eru farnar klukkan 21.00. Fjórhjólaferðir í jólapakkann Kristján mælir heilshugar með því að gefnar séu fjórhjólaferðir í jólagjafir. „Svona upplifunargjafir eru virkilega skemmtilegar í jólapakkann, sérstak- lega fyrir þá sem eiga allt. Þær taka til dæmis ekkert pláss í bílskúrnum. En svona í alvöru talað, þá eru þetta stórskemmtilegar ferðir sem skilja alveg ótrúlega mikið eftir. Það skemmir svo ekki fyrir að við erum í mjög stuttri akstursfjarlægð frá Reykjavík þannig að það þarf ekki að leggja á sig langa ferð til þess að skella sér á fjórhjól,“ segir Kristján. Fjórhjól fyrir alla Kristján sér um leiðsögn í ferðunum enda mikill áhugamaður um land og sögu auk þess sem hann er gríðarleg- ur sjarmör. Að hans sögn eru fjór- hjólaferðir fyrir alla. „Flestir sem fara í þessar ferðir eru byrjendur og hafa aldrei prófað fjórhjól áður. Fyrir þá sem treysta sér ekki til þess að aka sjálfir, eða eru ekki með bílpróf, þá er alltaf hægt að sitja aftan á því hjólin eru tveggja manna. Börn allt niður í átta ára mega sitja aftan á. Allar okkar ferðir byrja á bænum okkar að Úlfarsfelli 3 þar sem við hvetjum gesti, sérstak- lega ef börn eru með í för, til þess að koma og heilsa upp á húsdýrin okkar. Við erum með hesta, kindur og hunda,“ segir Kristján. Nánari upplýsingar má nálgast á atvreykjavik.is og Facebooksíðunni ATV Reykjavik Úlfarsfellsvegur 35, 113 Reykjavík Sími: 861-0006 Netfang: info@atvreykjavik.is n ATV REYKJAVÍK: Skemmtilegar fjórhjólaferðir fyrir fjölskylduna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.