Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Blaðsíða 35
Góðar stundir 16. nóvember 2018 KYNNINGARBLAÐ Pílukastfélag Reykjavíkur (PFR) var stofnað árið 1994, félagið heldur utan um pílukast á Stór-Reykja- víkursvæðinu og eru félagsmenn í dag yfir 100 talsins af báðum kynjum. „Pílukast á Íslandi hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og er landslið okkar, sem er alltaf skipað okkar bestu spilur- um, farið að skila árangri á alþjóðamót- um,“ segir Björgvin Sigurðsson, formað- ur PFR. „Á hverju ári heldur Íslenska pílukastsambandið (ÍPS) alþjóðamót, Iceland Open, en þá gefst erlendum spilurum kostur á að keppa hér heima og fá stig á heimslistann.“ Samhliða auknum áhuga á pílukasti hafa komið nýjungar á kynningu sportsins en það eru beinar útsendingar á netinu, Live dart Iceland. Liðakeppni á mánudögum Alla mánudaga frá byrjun september til maíloka heldur PFR liðakeppni, en í henni eru 16 lið í tveimur deildum, í hverju liði eru frá 5–8 manns. „Allflesta fimmtu- daga eru einnig haldin mót á vegum fé- lagsins. Stórmót eins og Meistaramótin okkar og mót á vegum ÍPS eru svo haldin um helgar,“ segir Björgvin. „Þegar þú gerist félagi í PFR ertu sjálfkrafa með- limur í ÍPS og getur sótt stigamót, sem eru haldin fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði, og safnað stigum til landsliðs.“ Frábær aðstaða – Allir velkomnir n Ertu með spjald í skúrnum ? n Er píluspjald í vinnunni ? n Eru þið hópur félaga sem hittast og kasta pílu ? PFR er í dag í 300 fermetra húsnæði að Tangarhöfða 2. Í salnum eru 16 pílu- spjöld og eitt svið þar sem spilaðir eru úrslitaleikir. „Það eru allir velkomnir að kíkja til okkar, spila við aðra og kynn- ast því sem er í gangi í sportinu,“ segir Björgvin. „Við í PFR viljum endilega bjóða fleirum að ganga í klúbbinn og taka þátt í þeirri miklu starfsemi sem er í gangi hjá okkur. Pílukast er fyrir alla aldurshópa og því eru allir velkomnir að ganga í félagið okkar.“ Öflugt unglingastarf Fyrir tveimur árum setti ÍPS á stofn unglingalandslið, auk þess að styðja við félagsliðin sem halda úti unglinga- starfi. „Markmiðið var að efla og auka áhuga ungmenna á pílukasti. Pílukast er skemmtileg íþrótt sem hentar vel með þeim íþróttum sem eru stundaðar hér á Íslandi í dag,“ segir Pétur Rúrik Guð- mundsson unglingalandsliðsþjálfari. Unglingalandslið Íslands tók þátt í Evrópukeppni unglinga 2017 og 2018. Félagslið halda úti æfingum á Akureyri, í Reykjavík, Grindavík og Reykjanesbæ. „Auk þess hafa verið haldnar æfingar fyrir áhugasama unglinga þar sem ósk- að hefur verið eftir því.“ Einnig hefur Live Darts Iceland sýnt frá Íslandsmóti unglinga 2017 og hafa unglingalandsliðsmenn verið að taka þátt í mótum erlendis með góðum árangri. Alex Máni Pétursson, Íslands- meistari unglinga síðustu þrjú ár, vann Finnska opna pílumótið á þessu ári. „Það hafa margir lagt hönd á plóginn og þessi uppgangur sem á sér stað í pílukast- heiminum hefur klárlega snert okkur hér á Íslandi, bæði hjá unglingum sem og fullorðnum.“ Nýlega fékk PFR boð um að keppa á einu af stærstu unglingamótum í píluk- asti, sem er haldið í Bristol á vegum JDC (Junior Darts Corboration) í Bretlandi, og eru fjórir drengir að fara að keppa undir merkjum Íslands. „Þetta gefur okkur byr undir báða vængi í að halda áfram að efla unglingastarfið og virkja bæði foreldra og unglinga til að stunda þessa skemmtilegu íþrótt.“ Leynist pílukastari í þér Allir unglingar eru velkomnir að mæta og prófa pílukast. Æfingatímar: Mánudagar kl: 17–18 – Tangarhöfði 2 – Pílukastfélag Reykjavíkur Þriðjudagar kl: 17–18 – Keilisbraut 755 – Pílufélag Reykjanesbæjar og Pílufélag Grindavíkur Allar upplýsingar um Pílukastfélag Reykjavíkur má finna á heimasíðunni: www.pila.is, Facebook-síðu: Pílukastfé- lag Reykjavíkur og í netfanginu: pilapfr@ gmail.com. c PÍLA ER FYRIR ALLA: Frábær íþrótt í góðum félagsskap
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.