Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Side 20
20 FÓLK - VIÐTAL 16. nóvember 2018 G akktu í bæinn.“ Það er Gylfi Sigurðsson, okkar fremsti knattspyrnumaður og leik­ maður Everton í Englandi, sem ávarpar blaðamann. Gylfi stendur í dyrunum í glæsilegu heimili í úthverfi Manchester. Gylfi er fyrir mynd sem hefur átt feril sem alla unga knattspyrnumenn dreymir um. Við höfum öll séð Gylfa á skján­ um, smella boltanum upp í skeytin, eiga ótrúlegar sendingar, vinna leiki upp á eigin spýtur, og við höfum séð hann í hverju viðtalinu á fætur öðru. Hingað til hefur Gylfi haldið sín­ um persónulegu högum að mestu fyrir sig en í samtali við Hörð Snæv­ ar Jónsson, ritstjóra 433.is, ákvað okkar fremsti knattspyrnumaður að hleypa lesendum nær sér en áður. „Langt síðan ég ætlaði að giftast henni“ Gylfi settist niður með blaðamanni í herbergi sem allt knattspyrnu­ áhugafólk hefði unun af að skoða. Herbergið er eins og safn. Þar má sjá treyjur frá mörgum af bestu knattspyrnumönnum í heimi sem rammaðar eru inn og hanga á veggj­ um. Fram undan er leikur í London, gegn stórliði Chelsea. Leikur sem á eftir að enda með markalausu jafn­ tefli og þau sem sitja við skjáinn heim eiga eftir að öskra á sjónvarp­ ið þegar brotið er illilega á okkar manni. Það er þess vegna sem hann verður ekki með í næstu leikjum landsliðsins. Það veit blaðamaður ekki á þessari stundu, þar sem hann situr á móti Gylfa. Úr eldhúsinu berst lokkandi ilmur en þar er Alexandra Helga Ívarsdóttir, unnusta Gylfa, við matseld. Gylfi og Alexandra trúlof­ uðu sig í sumar í paradísinni á Ba­ hamaeyjum. ,,Það er langt síðan ég ætlaði að giftast henni. Ég var bara ekki bú­ inn að ákveða hvernig eða hvar ég myndi bera þetta upp,“ segir Gylfi þegar hann er spurður út í bónorðið, en stóri dagurinn verður á næsta ári. „Það eru sjö ár síðan við kynntumst. Hún er frænka Kolbeins.“ Gylfi á vit­ anlega við einn okkar besta sóknar­ mann og samherja sem nýlega steig upp úr erfiðum meiðslum. „ Systir Kolbeins og Alexandra eru mjög góðar vinkonur. Það var í gegnum þau sem við kynntumst,“ segir Gylfi og bætir við að eftir heimsmeistara­ keppnina í Rússlandi hafi þau ákveðið að fara í frí til Bahamaeyja. Þar leiddi eitt af öðru. „Það var frábær staður til að fara á skeljarnar,“ segir Gylfi. „Við áttum geggjaðan dag, tvö saman. Ég lét vaða í kvöldmatnum. Ég hef aldrei verið jafn stressaður á ævinni. Við vorum úti allan daginn og komum til baka í kvöldmat sem ég hafði planað. Ég var búinn að fela Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is Gylfi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.