Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Side 70

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2018, Side 70
70 FERÐALÖG 16. nóvember 2018 Átta vinsælir en ofmetnir ferðamannastaðir Fjölmargir sem heimsækja New York-borg telja það heilaga skyldu sína að fara upp í þennan heimsþekkta skýjakljúf. Ráðlagt er að taka mynd af byggingunni og láta það duga. Raðirnar eru mjög langar, aðgöngumiðinn dýr og öryggisleitin svo lýjandi að það hálfa væri miklu meira en nóg. Síðan er útsýnið af toppnum ekkert sérstakt. Steinhringurinn dularfulli er eitt þekktasta forsögulega fyrirbæri heims og þangað flykkjast milljónir ferðamanna ár hvert. Flestir verða þeir fyrir vonbrigðum. Steinarnir eru ekki stórir né sérstaklega tilkomumiklir og lítið fer fyrir leyndardómunum þegar ferðamenn sjást á vappi hvert sem horft er. Litla hafmeyjan er mjög lítil stytta. Miðað við heiti styttunnar þá ætti það ekki að koma neinum á óvart en samt verða milljónir ferða- manna fyrir vonbrigðum á hverju ári eftir að hafa haft fyrir því að koma sér út á Löngulínu til þess að berja hana augum. Feneyjar, og sérstaklega Markúsartorg, virka mjög heillandi á myndum en í raunveruleikanum eru þetta hægsökkvandi dúfnaklósett þar sem allt er selt á okurprís. Síðan er varla hægt að hreyfa sig fyrir öðrum ferðamönnum. Sérstaklega ber að forðast að láta plata sig í gondólasiglingu. Fínt fyrir nokkrar Instagram-myndir og síðan er best að forða sér annað. Það er með öllu óskiljanlegt að „Augað“ sé sá staður, sem innheimtir gjald, sem flestir ferða- menn heimsækja í London. Nánast allir gera það bara einu sinni og það segir ýmislegt. Turninn sjálfur er tilkomumikill enda helsta kennileiti Parísarborgar. Að fara upp í turninn er þó gjörsamlega ofmetið. Það er tímafrekt og dýrt. Betra er að skoða fallega drónamynd af netinu og eyða tímanum í París með öðrum hætti. Eitt frægasta kennileiti Brussel er agnarsmá stytta af litlum mígandi dreng. Heimsfrægð styttunnar er með öllu óskiljanleg en hornið sem hún stendur mígandi við er yfirleitt krökkt af ferða- mönnum með myndavélar á lofti. Við þekkjum öll þá tilfinningu að koma til einhverrar borgar í fyrsta sinn og leggja síðan lykkju á leið okkar til þess að skoða eitthvað heimsfrægt kennileiti. Þótt flestir reyni að telja sér trú um annað þá er upp- lifunin fullkomin vonbrigði. Síðan er smellt af mynd af skyldurækni og síðan fer maður að reyna að finna eitthvað skemmtilegra að gera í borginni. DV tók saman átta ofmetna en heimsfræga ferðamanna- staði sem eru vinsælir áfangastaðir Íslendinga. Það er grátlegt að eyða tíma í Pisa þegar mun merkilegri og skemmti- legri borgir eru skammt undan. Það sem lokkar flesta ferðamenn að er frægasta verkfræðiklúður sögunnar sem á einhvern ótrúlegan hátt er orðið ein helsta ferðamannagildra Evrópu. Turninn er frekar lítill og ómerkilegur en það sem er nærri óbærilegt er ótrúlegur fjöldi fólks sem reynir að framkvæmda sömu sjónhverfingamyndina. Empire State-byggingin, New York, Bandaríkjunum Litla hafmeyjan, Kaupmannahöfn, Danmörk Markúsartorg, Feneyjar, Ítalía The London Eye, London, Bretland Skakki turninn, Pisa, Ítalía Pissustrákurinn, Brussel, Belgía Eiffel-turninn, París, Frakkland Stonehenge, Salisbury, Bretland Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.