Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Blaðsíða 13
6. júlí 2018 FRÉTTIR 11 fundi og tók Heimdallarsíðuna úr blaðinu. Jónas þoldi illa þessa þing- flokksfundi hjá Bjarna Benedikts- syni og lýsir því í starfssögu sinni: „Mér kom Bjarni fyrir sem harðstjóri. Þingmenn hoppuðu í kringum hann eins og hræddir þrælar kringum húsbónda. Hann stjórnaði með harðri hendi, lét vita, ef þeir brugðust væntingum. Suma lagði hann í einelti.“ Sjálfur skrifaði Jónas greinar í Vísi sem féllu ekki öllum Sjálf- stæðismönnum í geð, sér í lagi í tengslum við erlendar fréttir. Jónas gagnrýndi stríðið í Víetnam og herforingjastjórnirnar í Chile og Grikklandi. Stjórnarmenn í Vísi fóru að verða æ ósáttari við leiðara Jónasar, sérstaklega eftir að hann fór að merkja þá sérstaklega en fram að því tíðkaðist það ekki. Það hitnaði sífellt undir Jónasi, jafnvel þó að hann og Sveinn hefðu náð að snúa bágum fjárhagi blaðsins við og væru í stöðugri sókn. Farið var að ræða um stofn- un nýs blaðs fyrir stjórnarfundinn 22. júlí 1975 þar sem ákvörðunin um að reka Jónas var tekin. Fjölmiðill þjóðarinnar Eftir fundinn klofnaði Vísir í tvennt. Sveinn og Björn Þórhallsson úr gömlu stjórninni fóru með Jónasi, sem og fjöldi blaðamanna og annarra starfsmanna af Vísi. Skrif- stofa var sett upp á heimili Jónasar á Seltjarnarnesi og sex vikum síð- ar, þann 8. september 1975 kom fyrsta tölublað Dagblaðsins út sem markaði stór þáttaskil í íslenskri fjölmiðlasögu. En eftir sat Vísir í vandræðum með nýjan ritstjóra, Þorstein Pálsson, sem þurfti að biðla til Sjálfstæðisflokksins um að fá lánaða blaðamenn af Morgun- blaðinu til að halda sjó. Styrm- ir Gunnarsson ritstjóri Morgun- blaðsins sendi þá Geir H. Haarde til að vinna fyrir hádegi á Vísi. Stofnun Dagblaðsins hristi upp í þjóðfélaginu og Sjálfstæðis- flokknum. Geir Hallgrímsson, for- maður og forsætisráðherra, boð- aði Svein Eyjólfsson á sinn fund og skipaði honum að hætta við en Sveinn lét ekki segjast. Dagblaðið fór af stað með hvelli og slegist var um fyrstu eintökin. En þrátt fyrir það var fjárhagurinn erfiður til að byrja með og einnig voru erfiðleikar í tengslum við prentunina. Dagblaðið var nýtt, ferskt, persónulegt og höfðaði að miklu leyti til ungs fólks. Lesenda- bréf spiluðu stóra rullu og blaða- mennirnir voru persónulega skrif- aðir fyrir greinum sínum. Ljóst var að stríð yrði háð milli Dagblaðsins og Vísis á síðdegismarkaðinum og Dagblaðið varð ofan á. Árið 1981 var Dagblaðið með 48 prósent lestur en Vísir 39 prósent. Jónas lýsir þessu svo: „Þjóðin tók þessu nýja blaði fagnandi. Lesendabréf, kjallara- greinar og smáauglýsingar voru hornsteinninn. Þjóðin taldi sig með þeim efnisþáttum hafa fengið aðgang að eigin fjölmiðli.“ DV verður til Dagblaðið gekk vel en skilaði ekki nema litlum hagnaði á hverju ári sem það var gefið út. Stríð- ið við Vísi kostaði sitt og blöð- in gáfu til dæmis bíla í áskriftar- verðlaun. Eftir sex ár var farið að tala um sameiningu Dagblaðsins og Vísis, sem voru þá nágrann- ar í Síðumúla 12 og 14. Í prent- araverkfalli í nóvember árið 1981 hittust framkvæmdastjórar blað- anna tveggja og hófu að undirbúa sameininguna sem varð síðan að veruleika nokkrum dögum síð- ar með Jónas og Ellert B. Schram sem ritstjóra, en Ellert hafði þá stýrt Vísi. Við sameininguna flutti blaðið í hið fræga DV-hús í Þver- holti sem Jónas og félagar höfðu keypt árið 1976. Jónas var ekki að fullu sáttur við sameininguna og viðraði þær skoðanir sínar við Svein. Hann taldi að Dagblaðið væri einstakt og að óvíst væri hvert almennings- álitið yrði á sameinuðu blaði. En þó taldi hann að samstarfið væri vel hægt út frá faglegu sjónarmiði sem reyndist raunin. Hófst nú það skeið sem margir hafa kallað stórveldistíma DV, sem sást best á lestrarmælingum. Árið 1983 var lesturinn mældur í 64 prósentum, svipað og Morgun- blaðið hafði. Áferð blaðsins hafði vissulega breyst, það var ekki byltingarkennt eins og Dagblaðið hafði verið heldur var það nú orðið settlegt. Jónas sagði: „Í rauninni varð DV betra blað en Dagblaðið hafði verið, en það naut aldrei sömu hylli almenn- ings. Í augum fólks var DV ekki blað „litla mannsins“, heldur fjöl- miðlarisi, sem laut lögmálum viðskiptalífsins. Við hefðum bet- ur puðað í fátæktinni, á endan- um hefðum við sigrað. En þægindi einokunarinnar voru freistandi og trufluðu dómgreind okkar allra.“ Tækni og fagmennska Fagmennska var það sem ein- kenndi störf Jónasar og fagmennsk- an gerði DV að vel smurðri vél á níunda áratugnum. Blaðamanna- próf voru tekin upp og ungir blaða- menn voru aldir upp með aga án þess að draga úr þeim tennurnar. Sérstaklega mikið var gert úr mál- fari og íslenskufræðingar fengnir til þess að halda fyrirlestra fyrir rit- stjórnina. Tölvutæknin hóf innreið sína og vel var fylgst með því sem gerðist í nágrannalöndunum og það besta þaðan nýtt. Elías Snæland Jónsson, var að- stoðarritstjóri DV á árunum 1984 til 1997, á hápunkti velgengninnar. Hann segir: „Þegar ég varð aðstoðarritstjóri DV hafði ég verið í blaðamennsku í meira en tuttugu ár, þannig að ég var nokkuð fullnuma í faginu. En Jónas vakti athygli mína og áhuga á margvíslegum möguleikum þeirrar tölvutækni sem þá var að ryðja sér til rúms. Hann var fyrstur íslenskra ritstjóra til að nýta sér þessa nýju tölvutækni til að bæta stjórn og skipulag á ritstjórninni, og það var til mikils hagræðis fyrir okkur sem þar störfuðum.“ Áttuð þið alltaf skap saman? „Við Jónas virtum hvorn ann- an enda báðir verið blaðamenn frá því við vorum á táningsaldri, og báðir tileinkað okkur fagleg og vönduð vinnubrögð. Ég man ekki til þess að Jónas hafi nokkru sinni skipt skapi við mig, og ég ekki við hann. Það var okkar sameigin- lega markmið að tryggja að DV sinnti skyldum sínum við lesend- ur og segði fljótt, satt og rétt frá því sem var að gerast í þjóðfélaginu og skipti almenning máli.“ Jónas fylgdist vel með því sem gerðist erlendis þar sem mörg dagblöð voru í hugleiðingum um að koma ljósvakamiðlum á fót. Útvarpsstöð DV var skammlíf eft- ir innrás lögreglunnar í Þverholtið og ekkert varð af sjónvarpsfélaginu Ísfilm sem DV og Morgunblað- ið ætluðu að reka saman. Þetta voru ævintýri sem ekki var ætl- að að ganga en í blaðaútgáfunni skaraði DV fram úr og aðrir fylgdu fordæminu, bæði gömlu flokks- blöðin sem og ný blöð á borð við Helgarpóstinn og Pressuna. Elías segir: „Ég tel að Jónas Kristjánsson hafi haft meiri áhrif á íslenska blaðamennsku á sinni tíð en flest- ir aðrir þótt blöðin sem hann rit- stýrði séu ekki lengur til nema á vefnum sem gleymir fáu. Stund- um virtist óneitanlega sem sífelld barátta hans gegn kerfi sem vernd- aði hagsmuni hinna fáu bæri lít- inn árangur, en ég held þó að þar hafi droparnir holað steininn og skrif hans haft áhrif í átt til frjáls- ræðis. Hann gerði miklar kröfur um fagmennsku og setti leiðbein- ingar sínar á vefinn bæði í máli og myndum þannig að þeir ungu blaðamenn sem vilja tileinka sér fagleg vinnubrögð eiga auðvelt með að læra af honum. Hann er því enn kennari í faginu ef ungir blaðamenn vilja notfæra sér þekk- ingu hans og reynslu.“ Hætti að drekka og steig á bak Flestir þekktu ritstjórann af hans beittu og kjarnyrtu leiðurum sem snerust fyrst og fremst um sam- félagsmál, innlend og erlend. En Jónas hafði vítt áhugasvið og skrif- aði mikið um þau, bæði greinar og bækur. Jónas og Kristín, sem lést 2016, eignuðust fjögur börn, sú yngsta er Halldóra Jónasdótt- ir flugmaður. Hún segir um pabba sinn: „Áhugamál hans lágu víða og mörg þeirra tók hann alla leið, ég dröslaði honum með mér á hest- bak þegar ég var nýorðin táning- ur og úr varð mikið áhugamál, mamma dróst inn í það með hon- um og þau eignuðust fullt af hest- um sem þeim þótti ákaflega vænt um og ferðuðust á þeim víða um landið ásamt því að faðir minn skrifaði fjölda bóka um hross og ferðaleiðir.“ Og enn fremur „Við pabbi virtumst lengi vel mjög ólík og höfðum satt að segja lítið að tala um, mér fannst hann held- ur hvass, honum fannst ég held- ur mjúk og áhugamálin sköruðust lítið en ég virti hann mikið og hann var ávallt til staðar ef ég þurfti.“ Skíðamennska var annað áhugamál sem og matur. Jónas var mikill áhugamaður um ferða- lög og mat og skrifaði gagnrýni á veitingahús. Jónas naut þess að borða á góðum stöðum og drekka fín vín en um tíma varð það að vandamáli. Hann sagði: „Síðla árs 1986 áttaði ég mig á, að ég stýrði ekki áfengisneyzlunni. Hvorki hvort ég drykki né hversu mikið. Ég sá fram á vandræði af þessum sökum og hætti notkun áfengis 1. apríl 1987. Tíu mánuð- um síðar hætti ég að reykja. Hvort tveggja hafði góð áhrif á heilsuna, en þurrkurinn dró úr félagslyndi mínu. Ég hætti að skrifa vínrýni, sem áður var þáttur í starfi mínu við veitingarýni. Um leið fékk ég aukinn tíma, sem ég notaði til að steypa mér út í hestamennsku.“ Hrun og brottrekstur Árið 1994 var settur virðis- aukaskattur á sölu dagblaða og sölulaun blaðasölubarna skatt- lögð einnig. Þetta var í fyrsta sinn frá upphafsárum Dagblaðsins sem erfiðleikar komu upp í rekstrinum. Næstu ár voru erfið margra hluta vegna. Breytingar urðu í eigenda- og framkvæmdastjórn félagsins árin 1995 og 1996 og áherslurnar breyttust. Jónas taldi að áhrif aug- lýsenda á ritstjórn væru of mikil og að inn væru ráðnir almanna- tenglar, markaðsfræðingar og fleiri „spunakarlar“ á háum launum í stað fólks sem framleiddi efni. Auk þess voru mannaskipti tíð. Allt þetta var að gerast á sama tíma og sú þróun var hafin að yngri kyn- slóðir keyptu síður dagblöð. Ellert B. Schram hætti sem rit- stjóri við hlið Jónasar og inn komu Össur Skarphéðinsson og síðar Óli Björn Kárason. Skuldir fyrirtækis- ins hækkuðu sífellt og fór svo að Sveinn seldi sinn hlut. Þann 1. jan- úar árið 2002 var Jónasi loks sagt upp störfum. Hann var þá orðinn 61 árs gamall en langt frá því að hverfa burt úr blaðamennsku. Þetta ár var hann ritstjóri Fréttablaðsins og síðar varð hann útgáfustjóri hestablaðsins Eiðfaxa og skrifaði auk þess greinar í DV á nýjan leik. Lærifaðir en ungur í anda Mikael Torfason og Illugi Jökuls- son voru ritstjórar DV árið 2005 en þá ákvað Illugi að taka við stöðu útvarpsstjóra Talstöðvarinnar. Jónas, sem var þá leiðarahöfund- ur blaðsins, kom aftur inn sem rit- stjóri við hlið Mikaels. Næstu tvö árin urðu mikill ólgutími í sögu blaðsins sem endaði með því að þeir sögðu báðir upp störfum. „Verkaskiptingin var svolítið loðin en ég var meira á gólfinu en Jónas hugmyndafræðingur. Hann samdi til dæmis siðareglurnar fyr- ir okkur.“ Hvernig var Jónas í samstarfi? „Jónas var frábær í samstarfi. Ég veit að mörgum fannst hann vera harður húsbóndi, allt frá því að hann var að reka Dagblaðið og DV í gamla dag. En ég kynntist honum sem ljúfmenni í samstarfi og hann reyndist mér ákaflega vel. Jónas var rúmlega þrjátíu árum eldri en ég og hafði gríðarlega reynslu. Hann var bæði þessi aldni lærifað- ir en þó hann væri elstur á blaðinu þá var hann einn sá yngsti í anda.“ Jónas var óhræddur við nýj- ungar og leiðandi í mörgum þeirra. Er þar bæði hægt að nefna tölvuvæðinguna á níunda ára- tugnum sem og netvæðinguna eft- ir aldamótin. Mikael segir að Jónas hafi ekki verið sömu skoðunar og margir af hans kynslóð um að texti væri merkilegri ef hann væri prentaður á pappír. Hvort sem Ferill Jónasar Kristjánssonar Fréttaútvarpinu lokað Haustið 1984 setti Frjáls fjölmiðlun, útgáfufélag DV, á laggirnar út- varpsstöðina Fréttaútvarpið þegar starfsmenn Ríkisútvarpsins fóru í verkfall. Olli þetta miklu fjaðrafoki enda ólöglegt í ljósi þess að rík- ið hafði einokun á ljósvakamiðlun. Þann 23. október greindi DV frá lokun stöðvarinnar og lýsir Sveinn Eyjólfsson þessu í bók sinni Allt kann sá er bíða kann: „Auðvitað varð uppi fótur og fit og lauk svo að lögreglunni var sigað á okkur og Fréttaútvarpinu lokað með lögregluvaldi undir öfl- ugum andmælum almennings sem reyndi að hindra lögreglumenn í að ganga út með sendingartækin í pokum. Við Hörður (Einarsson framkvæmdastjóri) vorum kærðir og báðir ritstjórar DV og síðan dæmdir fyrir brot á útvarpslögum. Þau lög höfðu reyndar verið felld úr gildi þegar dómarnir féllu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.