Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Blaðsíða 33
SnæfellsnesHelgarblað 6. júlí 2018 KYNNINGARBLAÐ LANGAHOLT: Heimilislegt gistihús – ljúffengur matur Langaholt er fjölskyldufyrirtæki í landi Ytri Garða á sunnanverðu Snæfellsnesi og húsráðendur eru Rúna Björg og Keli Vert. Áhersla er lögð á heimilislegan anda á Langaholti og þar er notalegt að gista og snæða. Fjörutíu herbergi eru í Langaholti og svefnpláss fyrir yfir 80 manns. Að sögn Kela er mikill meirihluti gesta erlendir ferðamenn. „Þetta er þannig staður að við erum í erlendu túristunum og þeir eru hryggjarstykkið í öllu hér. En það er bæði áhugavert og í raun skylda fyrir Íslendinga að ferðast um Snæfellsnesið og kynnast því. Ef þú ert að koma hing- að úr höfuðborginni þá geturðu gert margt og mikið á einum degi og komið heim aftur að kvöldi. Slíkt ferðalag get- ur gert þann dag stóran og upplífgandi og svo er ekki úr vegi að fá sér að borða í leiðinni.“ Langaholt liggur töluvert sunnar en hin þekktu sjávarþorp sem eru á Snæfellsnesi, Ólafsvík, Hellissandur og Stykkishólmur, og tekur hámark tvær klukkustundir að aka þangað frá höfuð- borgarsvæðinu. Gera gott úr því sem í grenndinni er Veitingastaðurinn að Langaholti er öll- um opinn, jafnt þeim sem gista og þeim sem eiga leið um svæðið. Er hann opinn frá morgni til kvölds. Morgunverður er framreiddur frá 7 til 10 og segir Keli að auk hótelgestanna séu margir af tjald- svæðinu í grenndinni sem nýti sér það. „Frá hádegi og fram eftir degi er þetta síðan heldur einfaldari matseðill sem er í gangi, það er súpa og á þess- um tíma selst líka mikið af plokkfiski. Frá klukkan sex til níu á kvöldin er síðan stór matseðill í gildi,“ segir Keli. En hvað einkennir matseldina á Langaholti? „Staðbundið er lykilorð hér. Og svo er þetta fyrst og fremst fiskiveitinga- staður. Hér bjóðum við upp á það sem kemur úr hafinu á Snæfellsnesi. Við kaupum sjávarfang ferskt af fiskmörk- uðum, bláskelin kemur úr Breiðafirði frá manni sem ræktar hana þar, og hér er ekkert af fiski sett í frost, allt hráefni er ferskt. Þetta er líka mikið fullvinnslueldhús, við marínerum allt meira og minna sjálf, gerum allar sultur og kæfu sjálf, allan bakstur önnumst við. Og við tökum skepnuna með hausi og hala og nýtum allt sem við mögulega getum af henni. Hér gildir að gera sér að góðu það sem í grenndinni er og gera gott úr því.“ Ljóst er að Langaholt er kjörinn áningarstaður fyrir þá sem eiga leið um Snæfellsnes, hvort sem er til að njóta náttúrunnar þar í kring, snæða mat úr héraði á góðum veitingastað eða gista við notalegar og heimilislegar aðstæð- ur. „Á svona stórum gististað eru alltaf einhver pláss laus,“ segir Keli. Langaholt er á öllum helstu bókunarsíðum en það er líka hægt að hringja í síma 435 6789, kanna hvað er laust og bóka herbergi. Sjá nánar á vefsíðunni langaholt.is. Keli flakar lúðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.