Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Blaðsíða 32
Snæfellsnes Helgarblað 6.júlí 2018KYNNINGARBLAÐ KAFFIHÚSIÐ GILBAKKI Á HELLISSANDI: Staðurinn til að tékka á á leið um Snæfellsnes Þetta hefur gengið alveg rosa-lega vel, samt höfum við ekkert auglýst og ekki einu sinn merkt húsið. En þetta er í alfaraleið og þetta flotta hús selur sig sjálft,“ segir Anna Þóra Böðvarsdóttir, eigandi kaffi- hússins Gilbakka á Hellissandi, sem opnað var þann 7. júní síðastliðinn. Opið er á Gilbakka alla daga vik- unnar frá 9 til 18 og Anna stendur þar vaktina ásamt tveimur stúlkum, þeim Selmu Marín Hjartardóttur og Anítu Sif Pálsdóttur. Hafa þær stöllur ekki undan því að Gilbakki hefur slegið í gegn, jafnt hjá heimamönnum sem ferðamönnum sem eiga leið um svæðið. „Gilbakki er klárlega staður- inn sem þarf að tékka á ef fólk á leið um Snæfellsnes,“ segir Anna. Þó að Gilbakki sé splunkunýtt kaffihús hvílir það samt á gömlum grunni því Anna rak um árabil kaffi- húsið Gamla Rif. Þaðan kemur rómuð fiskisúpa Önnu, sem má nánast segja að sé heimsfræg, og er súpan í boði allan daginn á Gilbakka. Þar er líka frábært úrval af kökum og brauðrétt- um og er það allt búið til á staðnum. Það lífgar upp á stemninguna á kaffi- húsinu að hægt er að fylgjast með þeim stöllum búa til réttina í opnu eldhúsinu. Enn fremur er boðið upp á fjöl- breytta kaffidrykki og staðurinn er með vínveitingaleyfi þannig að hægt er að fá sér bjór og léttvín. Gilbakki er til húsa að Höskuldar- braut á Hellissandi, í afar fallegu húsi þar sem gaman er að sitja með heimilislegum anda sem augljóslega höfðar vel til bæði heimamanna og ferðafólks sem á leið um svæðið og á notalega stund á þessu nýja kaffihúsi. Sjá nánar á Facebook-síðunni Gil- bakki Kaffihús. Símanúmer er 436 1001.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.