Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Page 32
Snæfellsnes Helgarblað 6.júlí 2018KYNNINGARBLAÐ KAFFIHÚSIÐ GILBAKKI Á HELLISSANDI: Staðurinn til að tékka á á leið um Snæfellsnes Þetta hefur gengið alveg rosa-lega vel, samt höfum við ekkert auglýst og ekki einu sinn merkt húsið. En þetta er í alfaraleið og þetta flotta hús selur sig sjálft,“ segir Anna Þóra Böðvarsdóttir, eigandi kaffi- hússins Gilbakka á Hellissandi, sem opnað var þann 7. júní síðastliðinn. Opið er á Gilbakka alla daga vik- unnar frá 9 til 18 og Anna stendur þar vaktina ásamt tveimur stúlkum, þeim Selmu Marín Hjartardóttur og Anítu Sif Pálsdóttur. Hafa þær stöllur ekki undan því að Gilbakki hefur slegið í gegn, jafnt hjá heimamönnum sem ferðamönnum sem eiga leið um svæðið. „Gilbakki er klárlega staður- inn sem þarf að tékka á ef fólk á leið um Snæfellsnes,“ segir Anna. Þó að Gilbakki sé splunkunýtt kaffihús hvílir það samt á gömlum grunni því Anna rak um árabil kaffi- húsið Gamla Rif. Þaðan kemur rómuð fiskisúpa Önnu, sem má nánast segja að sé heimsfræg, og er súpan í boði allan daginn á Gilbakka. Þar er líka frábært úrval af kökum og brauðrétt- um og er það allt búið til á staðnum. Það lífgar upp á stemninguna á kaffi- húsinu að hægt er að fylgjast með þeim stöllum búa til réttina í opnu eldhúsinu. Enn fremur er boðið upp á fjöl- breytta kaffidrykki og staðurinn er með vínveitingaleyfi þannig að hægt er að fá sér bjór og léttvín. Gilbakki er til húsa að Höskuldar- braut á Hellissandi, í afar fallegu húsi þar sem gaman er að sitja með heimilislegum anda sem augljóslega höfðar vel til bæði heimamanna og ferðafólks sem á leið um svæðið og á notalega stund á þessu nýja kaffihúsi. Sjá nánar á Facebook-síðunni Gil- bakki Kaffihús. Símanúmer er 436 1001.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.