Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Blaðsíða 44
42 BLEIKT 6. júlí 2018 R agga, mig langar stundum að fróa mér en finnst ég vera að svíkja kærastann ef ég geri það. Ég hef gert það hálfpartinn í laumi og fæ mikið samviskubit eftir á. Er eðlilegt að 26 ára kona í góðu sambandi við mann sem er algjör snillingur í rúminu hafi þessar þarfir?“ Facebook-vinkona mín sendi mér þessar línur í gær. Við þekkj- umst ekki mikið – en ég fékk leyfi hennar til birtingar og innblásturs. Þetta er nefnilega alls ekki í fyrsta sinn sem ég fæ álíka spurningu frá konu sem langar að fróa sér, eða stundar sjálfsfróun, en er haldin skömm eða samviskubiti vegna þessarar saklausu og meinhollu iðju. Það er auðvitað ekki hægt að fullveðja kvenkyns kynverur gangi um með hugmyndir um að það sé eitthvað rangt við að stunda sjálfs- fróun. Þess vegna er full ástæða til að rifja upp nokkur atriði sem sýna fram á hollustu sjálfsfróunar alger- lega óháð sambandsstöðu! Með sjálfsfróun styrkir þú ást- arsambandið við sjálfa þig. Þekk- ing á eigin líkama getur verið mjög valdeflandi og betra/jákvæðara samband við líkamann eykur hamingju þína og gerir þig hæf- ari til að finna hamingjuríka nánd með öðrum. Sjálfsfróun bætir kynlíf þitt með öðrum. Sjálfsfróun er lang- besta leiðin til að skoða hvað virkar fyrir þig og hvaða leiðir þú getur notað til að fá fullnægingu með öðrum. Það sem þú ger- ir í kynlífinu með sjálfri þér á líka heima í bólinu með því fólki sem þú kýst að stunda kynlíf með. Ef þú veist hvað virkar og hvað þú vilt getur þú kennt einhverjum öðrum þær aðferðir. Í öllum bænum ekki hætta að fróa þér þó að þú farir í fast samband – passaðu upp á að eiga kynlífsstefnumót með sjálfri þér reglulega – settu það jafnvel í dagatalið! Sjálfsfróun hefur góð áhrif á sjálfsmynd þína, líkamlega og andlega. Þegar þú fróar þér ertu að sýna sjálfri þér ást – stunda kyn- líf með einhverjum sem þú elskar skilyrðislaust. Líkamleg vellíðan eykur á hamingju og hamingju- söm ertu skemmtilegri og meira sjarmerandi manneskja. Sjálfs- traust er líka öflugasti lostavaki í heimi. Sjálfsfróun er holl fyrir píkuna þína. Sjálfsfróun eykur blóðflæði til ytri og innri kynfæra og hefur góð áhrif á grindarbotnsvöðvana. Við fullnægingu verður ósjálfráð- ur samdráttur í vöðvunum sem styrkjast við það, rétt eins og þegar þú gerir grindarbotnsæfingar. Sterkur og heilbrigður grindar- botn minnkar líkur á þvagleka og bætir kynheilsu þína. Sjálfsfróun bætir svefn. Þú kannast vonandi við sælu- og slökunartilfinninguna sem kemur í kjölfar fullnægingar. Hún flæð- ir um líkamann þegar sæluhorm- ón eins og endorfín, prólaktín og oxytósín flæða út í blóðrásina við fullnæginguna. Hormónin geta hjálpað þér að slaka á, sofna og meira að segja verður svefninn dýpri og betri. Sjálfsfróun er góð fyrir hjartað. Konur deyja úr hjartasjúkdómum og mörgum reynist erfitt að koma reglulegri líkamsrækt inn í daglega prógrammið. Þá er aldeilis gott að vita að það má þjálfa hjartað og bæta blóðflæði líkamans með því að fróa sér. Það hefur meira að segja komið fram í nokkrum rannsóknum að konur sem fá það reglulega eru ólíklegri til að þróa með sér hjartasjúkdóma og sykur- sýki 2. Sjálfsfróun er öruggt kynlíf! Svo framarlega sem þú fróar þér ekki í marga klukkutíma á dag og hættir að tannbursta þig/mæta í vinnuna/tala við fjölskyldumeð- limi/greiða þér/nærast almenni- lega/setja statusta á Facebook… eða álíka. Þú þarft engar áhyggjur að hafa af því að verða ólétt eða fá kynsjúkdóma. Þjáistu af verkjum eða færðu slæma túrverki – prófaðu að nota sjálfsfróun. Þegar þú færð full- nægingu hækka gildi taugahorm- ónsins dópamíns og það ásamt endorfínum, hinum náttúrulegu verkjalyfjum líkamans, hefur bein- línis verkjastillandi áhrif. Sjálfsfróun minnkar stress. Þegar þú færð fullnægingu ferðu í eins konar náttúrulega vímu – vegna hormónanna sem losna í líkamanum. Sumar rannsókn- ir hafa bent til þess að sjálfsfróun geti jafnvel minnkað líkur á þung- lyndi. Ertu leið? Þá er kannski prýðileg hugmynd að þú elskir sjálfa þig aðeins oftar! n Í guðs bænum fróið ykkur konur! n 8 ástæður fyrir konur til þess að fróa sér meira n Minnkar stress og styrkir sjálfsmyndina Ragnheiður Eiríksdóttir ragga@dv.is 5 aðferðir til að bæta kynlífið 1 Fáðu að horfa á hann/hana fróa sér. Að sjá einhvern elska sjálfa/n sig er frábær leið til að komast að því hvers konar snerting virkar og hvað viðkom- andi fílar. 2 Spjallið um fantasíur ykkar. Munið að fantasíur eru ekki það sama og raunverulegar ósk- ir. Þó að konan þín hugsi um að vera tekin af kynóðum kolkrabba í leggöng og endaþarm er ólíklegt að hún eigi þá ósk heitasta að það gerist í næstu sjósundferð. 3 Prófið nýja staði. Já ég veit – það getur verið nógu erfitt að finna stund til að læðast inn í svefnherbergi ef daglega amstr- ið er mann lifandi að drepa, en reynið samt. Eldhúsgólfið, borð- stofuborðið, þvottahúsið… hvert einasta heimili býr yfir fullt af stöðum sem breyta má í lostafulla umgjörð – tilbreytingin verður olía á eldinn ykkar! 4 Horfið saman á erótískar hreyfimyndir. Veljið til skipt- is hvað horft er á. Smekkur fólks á erótísku efni getur sagt sitthvað um það sem virkar. Ef þið viljið síður horfa má líka finna ógrynni af erótískum sögum á alnetinu – prófið til dæmis vefinn literotica. com. 5 Skiptist á að ráða og hlýða/fylgja. Valdaleikir geta verið skemmtilegt krydd og þurfa alls ekki að vera svo flóknir. Einfaldar skipanir til dæmis um stellingar eða hvort augu eiga að vera lok- uð eða opin geta verið örvandi á þann sem hlýðir. Kannski komist þið að einhverju nýju sem ykkur langar að skoða frekar! Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is Vandaðar innréttingar Hjá Parka færðu hágæða innréttingar, sérsniðnar að þínum óskum og þörfum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.