Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Blaðsíða 54
52 MENNING 6. júlí 2018 G rindvíkingurinn Daníel Freyr Elíasson er fæddur of- urhugi, en hann hefur vak- ið athygli sem áhættuleik- ari og skilgreinir sig sem hreyfifíkil í húð og hár. Daníel byrjaði 17 ára að æfa parkour með A.T.S., sem hefur aðstöðu hjá Gerplu. Eftir það fór hann til Þýskalands með öðrum parkour-þjálfurum og kynntist þar manni sem skipuleggur áhættuat- riði. Eftir nokkrar tilraunir kvikn- aði mikill áhugi á áhættuleik hjá Daníel Freyr, sem seinna leiddi til þess að hann fór að vinna við að láta bókstaklega kveikja í sér eða láta sig hrapa fram af húsþökum, „Þegar ég var krakki var ég litli vitleysingurinn í Grindavíkinni sem var klifrandi upp á öll húsþök, grindverk og annað, áður en mað- ur vissi í rauninni hvað það var,“ segir Daníel, sem segist hafa orðið fyrir miklum áhrifum frá frönsku kvikmyndinni Yamakasi frá 2001 en þar fara þekktir parkour-meist- arar með helstu hlutverk. Einnig bætir hann við að hópurinn í Jac- kass hafi vakið mikinn áhuga hjá honum, en hann viðurkennir að sá hópur sé ekki beint efni í góð- ar fyrirmyndir að öllu jöfnu. „Það kom alveg fyrir að maður fékk skilaboð frá múttu þegar sást til manns,“ segir hann og bætir kát- ur við að „Drullaðu þér niður, krakkaandskoti og komdu heim“ hafi verið vinsæl skilaboð í slíkum aðstæðum. Hættulegt en róandi Árið 2016 lauk Daníel námskeiði hjá European Stunt School í Dan- mörku. Í dag er hans aðalstarf áhættuleikur og kennsla hjá skóla sem heitir Stunt 360. Daníel stund- ar parkour enn af fullum krafti en segist meira einbeita sér að „fíló- sófíunni“ á bakvið íþróttina. „Það er alltaf erfitt að útskýra hugarfarið á bakvið parkour-agann, en til að reyna að segja það á stuttu manna- máli, þá er það að þekkja takmörk- in, vita hvenær maður getur ýtt sjálfum sér út að ystu mörkum og hvenær það verður óæskilegt. Að reikna út áhættu og lesa umhverf- ið á fljótan og skilvirkan máta, en fyrst og fremst, að hreyfa sig, halda sér í formi á nothæfan hátt, vera hógvær, hreinskilinn, og hugrakk- ur,“ segir Daníel. Að sögn hreyfifíkilsins er besta tengingin á milli parkour-íþróttar- innar og áhættuheimsins að geta haldið ró í krefjandi aðstæðum. „Alveg frá því að ég var guttinn prílandi á öllu mögulegu, hef ég einhvern veginn fundið mikla ró þegar ég er kominn upp í ákveðn- ar hæðir, það er svona ákveðið „zen-móment“ fyrir mig að standa á brúninni, loka augunum og bara njóta.“ Daníel bætir við að hann hvetji fólk til þess að vera dug- legra að taka áhættu, en þá á þeim forsendum að áhættan sé byggð á traustum útreikningum. „Það er til dæmis ekkert hættulegra að labba á 4 metra breiðum vegg í 20 metra hæð en að labba á gangstétt, á meðan maður hefur tekið réttu skrefin til að venjast því að vera uppi í svo mikilli hæð,“ segir hann. Auðvelt að fótbrjóta sig Daníel segir að á svona áhættu- námskeiðum sé farið yfir fjöl- breytta hluti, allt frá vopnaburði til trampólíns og parkour-æf- inga. Einnig er hann mikið í því að kenna öðrum listina að læra að hrapa eða láta sig falla. Aðspurður hvað það feli í sér líkir hann ferlinu við það að læra að labba. „Maður þarf að skríða fyrst, síðan standa upp og styðja sig við,“ segir hann. „Við byrjum á jörðinni á litlum dýnum og lærum að lenda á þess- um gullna stað á bakinu þar sem maður nær að fletjast vel út, sér- staklega þegar kemur að loftpúð- um. Ég man eftir atviki á Akur- eyri fyrir einhverjum árum síðan; þá voru þeir með púðann sem er notaður í Hlíðarfjalli, svona púðar sem eru notaðir fyrir skíði og snjó- bretti fyrir æfingastökk og það er ekkert mál að nota þá í ákveðnum hæðum. En þeir voru með púðann opinn fyrir almenning á Bíladög- um árið 2015 og fólk fótbraut sig og lenti í alls konar veseni og það er vegna þess að sá hópur hafði ekki lært að lenda á svona púðum, þeir fóru bara beint í gegn og lentu á löppunum.“ Þá kemur upp mikilvæg spurn- ing: Hvað finnst foreldrum hans í dag um að Daníel sé enn að spreyta sig í ofurhugaleik? „Það er algjör- lega öfugsnúið í dag frá því sem var þá,“ segir hann og bætir við að hann eigi reyndar til að skjóta línu á múttuna og segja: „Sjáðu! Nú fæ ég borgað fyrir þetta.“ Þá bætir Daníel við að ef hann ætti sjálfur barn sem væri úti að fíflast á sama máta og þegar hann var krakki, væri hjartað sennilega far- ið að slá svolítið ört. Daníel hef- ur þó hingað til aldrei slasað sig í áhættuleiknum. Aðspurður um fyrirmynd- ir í faginu nefnir Daníel bardaga- og áhættugoðið Jackie Chan og ekki síst Jean Charles Rousseau. „Það þarf ekki að skrolla langt á Instagram-inu hjá honum til að sjá að hann er rosalegur,“ segir Dan- íel. „Svo er það auðvitað Buster Keaton, en hann var áhættuleik- ari áður en orðið „áhættuleikur“ var fundið upp.“ Hann vill meina að því fylgir ákveðin kúnst að láta kveikja í sér, en honum þyk- ir það gaman, enda fylgir svona áhættuleik alltaf mikill undirbún- ingstími. „Hjartað fer samt alltaf aðeins að slá. Það kemur pínu stress, sem er fínt,“ segir Daníel sem býr sig undir að sitja í bifreið í sumar í ljósum logum. n „Sjáðu mamma! Nú fæ ég borgað fyrir þetta. DANÍEL FREYR ELSKAR AÐ LÁTA KVEIKJA Í SÉR n Kennir fólki listina að hrapa n Klifraði um öll húsþök og grindverk í Grindavík Tómas Valgeirsson tomas@dv.is Er þitt fyrirtæki tilbúið fyrir GDPR? Skoðaðu málið á Dattacalabs.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.