Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Blaðsíða 26
24 FÓLK - VIÐTAL 6. júlí 2018 T ólfta sumarið í röð skemmtir leikhópurinn Lotta börnum og ekki síð- ur foreldrum, ömmum og öfum um land allt. Eins og fyrri ár tekur leikhópurinn fyrir þekkt ævintýri og útsetur þau á sinn einstaka hátt. Þetta sumarið set- ur hópurinn upp leikrit um lyga- laupinn Gosa eftir Önnu Berg- lindi Thorarensen og eru um 70 sýningar á dagskrá um land allt. Að auki eru tæplega 100 aðr- ir smærri viðburðir sem leikarar hópsins eru bókaðar á í sumar. Einn af þeim sem hefur ver- ið hluti af hópnum frá upphafi er Sigsteinn Sigurbergsson. Allir sem hafa séð sýningar Lottu geta vottað að þar á ferð er einstak- ur hæfileikamaður í leiklist. Sig- steinn, sem ætíð er kallaður Steini, settist niður yfir kaffibolla með Birni Þorfinnssyni, blaða- manni á DV, til þess að ræða um Lottu og persónuleg mál eins og slæma reynslu hans af skólakerf- inu, skápinn sem hann dvaldi allt of lengi inn í og glímu föður síns við Alzheimer-sjúkdóminn skelfi- lega. Hugmyndin að Lottu kviknaði í bílferð Leikhópurinn Lotta var stofn- aður haustið 2006 og fyrsta sýn- ingin var frumsýnd sumarið 2007. „Hugmyndin að þessu sumar- leikhúsi úti við kviknaði í bílferð þeirra Önnu Bergljótar, Dýrleif- ar Jónsdóttur og Ármanns Guð- mundssonar. Þau hóuðu saman góðum hópi fólks sem ákvað að kýla á þetta. Viðtökurnar voru framar okkar björtustu vonum og við sáum því strax að þessi hug- mynd virkaði,“ segir Steini. Fljótlega kvarnaðist aðeins úr hópnum en í dag er sterkur og samheldinn kjarni sem stendur að Lottu. „Þetta er einskonar sjó- mannslíf og það hentar ekki öll- um. Álagið er mikið yfir sumar- ið og við lærðum fljótlega að það væri mikilvægt að vera með vara- menn til taks. Á sýningunni um Gosa erum við með sex leikara á sviði en síðan er höfundur og leik- stjóri sýningarinnar, Anna Berg- ljót Thoraransen, til taks ef eitt- hvað kemur uppá. Hún er búin að læra öll hlutverkin og stekkur inn þegar þörf er á og leysir okkur af þegar einhver þarf að fara í frí. Til dæmis fer ég fljótlega í tveggja vikna sumarfrí og þá leysir hún mig af,“ segir Steini. Fresta nánast aldrei sýningum vegna veðurs Það er ekki hægt að segja að veðrið hafi leikið við íbúa höfuðborgar- svæðisins undanfarna mánuði. Aðspurður hvort það hafi ekki sett strik í reikninginn varðandi sýn- ingar sumarsins segir Steini: „Ís- lendingar eru alveg ótrúlegir og gestir klæða sig bara eftir veðri og mæta hressir og kát- ir. Rigningin hefur ekki mikil áhrif á okkur en það er helst rokið sem leikur okkur grátt,“ segir Steini. Hann segir að þrátt fyrir að allra veðra sé von yfir íslenska sumartím- ann þá eru sýningarnar, sem leikhópurinn hef- ur aflýst, teljandi á fingr- um annarrar handar á tólf árum. „Við látum okkur yfirleitt hafa það og það hefur gengið upp. Þegar við förum út á land þá erum við yfirleitt með þann möguleika að kom- ast einhvers staðar inn ef veðrið er slæmt,“ segir Steini. Fjölmiðlafár útaf umdeildum söngtexta Síðasta sumar gaus upp gagnrýni á leikhópinn vegna söngtexta í sýn- ingunni Litli andar- unginn. Það voru ekki síst femínistar sem voru ósátt- ir en texti umrædds lags var sagður óviðeigandi og klúr, að hann hlutgerði konur og viðhéldi bjagaðri hugs- un. „Já, það varð smá fjöl- miðlafár út af þessum texta. Sérstaklega hjá femínustum en ég vil taka það fram að ég skilgreini mig sem slík- an. Þeir sem höfðu hæst í því máli áttu það eiginlega all- ir sameiginlegt að hafa ekki séð sýninguna og höfðu því ekki hlustað á lagið í sínu rétta sam- hengi. Karakterinn sem söng lag- ið var fordómafull karlremba sem síðar fær makleg málagjöld og því urðum við ekki vör við annað en að gestir sýningarinnar væru mjög ánægðir,“ segir Steini. Að hans sögn leggur leik- hópurinn mikla áherslu á að leik- verkin sem þau setja upp hafi boðskap og að þau séu óhrædd við að fjalla um eðlilega hluti sem einhverjir telja klúra eða jafnvel ógeðslega. „Við viljum hafa áhrif og miðla einhverjum boðskap. Sýningin um Gosa fjallar um ýmsar áleitnar spurningar varð- andi fjölskylduna, í fyrra fjallaði sýningin um einelti og árið þar áður fjölluðum við um innflytj- endur og flóttamenn. Við döns- um stundum á línunni og stund- um förum við aðeins yfir hana. Við erum óhrædd við að fjalla til dæmis um eðlilega hluti eins og fæðingar. Í einu verkinu okkar fæðist einn karakterinn á sviðinu og því bjuggum við til risastóra píku sem einn leikarinn skreið út um. Við heyrðum af einhverjum sem fannst það ógeðslegt og jafn- vel klúrt en við erum hjartanlega ósammála. Við verðum að ræða þessa hluti á opinskáan hátt, sér- staklega við börnin okkar,“ segir Steini. Lauma inn bröndurum fyrir fullorðna Áðurnefnt atriði er ekki eina fæðingin sem átt hefur sér stað á sviði hjá leikhópnum. Í nýja verk- inu um Gosa fæðir einn karakter- inn, sem Huld Óskarsdóttir leik- ur, barn á sviðinu. „Hún tekur það undan pilsinu sínu og nafla- strengurinn kemur með. Huld sækir í eigin reynslu í þessu atriði en hún fæddi barn fyrir nokkrum árum á leiðinni upp á fæðingar- deild. Hún var stödd í leigubíl og skyndilega mætti bara barnið í heiminn með hvelli. Hún átti því mjög auðvelt með að fara í þetta hlutverk,“ segir Steini og hlær. Eitt af aðalsmerkjum leik- hópsins er að þrátt fyrir að um barnaleikrit sé að ræða þá fljúga fjölmargir brandarar sem beint er að fullorðnum áhorfendum. „Það má segja að við höfum sótt þá fyrirmynd í teiknimyndina Shrek sem gerði það svo listavel að skemmta öllum aldurshóp- um. Við laumum því inn fullt af bröndurum sem börnin skilja ekkert í en foreldrarnir springa úr hlátri. Það er mjög gefandi og skemmtilegt. Það væru færri gest- ir á sýningunum okkar ef foreldr- unum dauðleiddist,“ segir Steini. Faðirinn bjóst við landsliðsmanni í íþróttum Steini er uppalinn Garðabæingur og er fæddur inn í mikla íþrótta- fjölskyldu. Hann á þrjár systur sem allar hafa verið og eru af- rekskonur í íþróttum en faðir hans, Sigurbergur Sigsteinsson, var einn af fremstu íþróttamönn- um þjóðarinnar um árabilið. Hann er einn af örfáum einstak- lingum sem hefur verið í lands- liðinu í bæði handknattleik og knattspyrnu. Meðal annars lék hann lykilhlutverk þegar Ís- lendingar unnu Dani í fyrsta sinn í landsleik í fótbolta og síðar var hann á sínum stað í vörn Fram í Evrópuleik gegn stórliðinu Real Madrid á leikvanginum goð- sagnarkennda, Santiago Berna- beu. „Ég held að allir hafi búist við því að ég yrði öflugur íþrótta- maður. Þegar pabbi tók mig í fangið á fæðingardeildinni þá hélt hann eflaust að hann héldi á einhverjum Eiði Smára. Hann grunaði líklega ekki að hann héldi á feitum og samkyn- hneigðum leikara,“ segir Steini og hlær dátt. Hann prófaði fjöl- margar íþróttagreinar en hélst ekki lengi í þeim. „Ég var líklega lengst í blaki af þessum grein- um en ég sé eiginlega mest eft- ir því að hafa ekki prófað hand- bolta. Ég er viss um að ég hefði verið ágætur á þeim vettvangi en enginn vinur minn æfði handbolta og því fór ég í aðrar áttir,“ segir Steini. Langur listi af greiningum Hann segist ekki eiga ljúf- ar minningar frá skólagöngu sinni. Hann hafi strax rekist á vegg varðandi námið auk þess sem hann varð fyrir mik- illi stríðni og einelti sem barn. „Á þeim árum voru ekki all- ar þessar greiningar komn- ar. Í dag er ég greindur með athyglisbrest, kvíða, ofvirkni, les- og skrifblindu svo eitt- hvað sé nefnt. Ég átti því mjög erfitt með að fylgjast með í tímum og lenti í sífelld- um árekstrum við ósveigjan- legt skólakerfið. Til dæmis reyndi ég stundum að beisla hugann með því að teikna á blað á meðan ég reyndi að hlusta á kennarann en þá var það yfirleitt rifið af mér á þeim forsendum að ég væri aug- ljóslega ekki að fylgjast með,“ seg- ir Steini. Hann hafi því fljótlega sann- færst um að hann væri heimskur og gæti einfaldlega ekki lært. „Það er ekkert sérstaklega góð upp- lifun fyrir ungan dreng að vera sannfærður um að hann væri fá- viti. Það braust síðan út þannig að ég var algjör villingur á þessum árum. Ég lét eiginlega öllum ill- um látum og skammast mín fyrir margt. Mér leið ekki vel á þessum árum,“ segir Steini. Kallaður Steini píka Ekki bætti úr skák að hann varð fyrir mikilli stríðni skólafélaga sinna. „Ég þótti kvenlegur og var með ýmsa takta sem gert var grín að. Ég var alltaf uppnefndur Steini píka og það særði mig mjög þó ég hafi reynt að bera mig vel. Orðið hommi var eitt helsta upp- nefnið og ég var ekki einu sinni sjálfur farinn að horfast í augu við eigin kynhneigð á þessum tíma.“ Þéttur hópur vina stóð þó bak- við Steina og gerði lífið bærilegt í skólanum. „Ég átti og á ofboðs- lega góða og trausta vini. Þeir stóðu með mér á þessum árum sem var ómetanlegt. Ég hef síðan hitt gerendurna í gegnum árin og sumir kalla mig enn Steina píku, þá helst ef ég rekst á viðkomandi útá lífinu. Ég vil ekki festast í reiði og neikvæðum tilfinningum „Pabbi hélt að hann héldi á Eiði Smára en þess í stað fékk hann feitan samkynhneigðan leikara“ n Steini í Lottu komst ekki inn í LHÍ því hann var ekki með stúdentspróf n Sér eftir að hafa ekki komið fyrr út úr skápnum Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is „Sýningin um Gosa fjallar um ýmsar áleitnar spurningar varð- andi fjölskylduna, í fyrra fjallaði sýningin okkar um einelti og árið þar áður fjölluðum við um innflytj- endur og flóttamenn. Við dönsum stundum á línunni og stundum för- um við aðeins yfir hana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.