Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Blaðsíða 14
12 6. júlí 2018FRÉTTIR um var að ræða dagblöð eða bæk- ur. Hann tók einnig ungu fólki í stéttinni fagnandi. Mikael segir: „Hann rak eins konar blaða- mannaskóla fyrir DV. Ef við réð- um einhvern ungan inn þá tók hann það að sér að þjálfa viðkom- andi upp. Síðan var hann með fyr- irlestra og kennslustundir í blaða- mennsku inni á ritstjórn, bæði fyrir unga og eldri. Ráðamenn vilja ekki góða blaðamenn því að þeir geta komist að einhverju sem fellir ríkisstjórnir eða lækkar verð á fyr- irtækjum. Þeir vilja fá að stjórna óáreittir og sleppa við erfiðar spurningar frá blaðamönnum. Jónas vissi það að blöð hafa til- hneigingu til að láta eftir þessu því að eina eftirspurnin er frá sann- leiksþyrstum almenningi. Hann kenndi ungum blaðamönnum að starfa við það að mæta þessari andstöðu og fyrir nokkrar kyn- slóðir blaðamanna var hann rosa- lega góð fyrirmynd.“ Ísafjarðarmálið erfitt Í janúarbyrjun árið 2006 fjallaði DV um mál Gísla Hjartarsonar, fyrr- verandi grunnskólakennara á Ísa- firði, sem kærður var fyrir að mis- nota tvo drengi. Blaðið nafngreindi og myndbirti Gísla sem tók eigið líf daginn sem það birtist en enn hef- ur ekkert komið fram sem bendir til þess að fréttaflutningurinn hafi verið rangur. Engu að síður varð reiðin mikil í garð DV og 32 þúsund manns settu nafn sitt á undirskrifta- lista gegn ritstjórnarstefnu blaðsins. Í kjölfarið sögðu bæði Mikael og Jónas störfum sínum lausum. „Þessu fólki fannst við fara offari í umfjölluninni en þetta væri hlægilegt í dag eftir átök á borð við Höfum hátt og MeToo. En tíminn var ekki með okkur. Það er ekkert mjög langt síðan að níðingurinn og nauðgarinn vann alltaf.“ Mikael segir að Jónas hafi reynst sér sérstaklega vel á þess- um örlagaríka tíma. „Eftir að við vorum búnir að segja upp fór ég að venja komum mínar heim til hans og Kristínar á Seltjarnarnesi. Við vorum þá tve- ir mjög umdeildir og atvinnulaus- ir menn. Við vorum úthrópaðir og þetta var erfiður tími fyrir okk- ur að ganga í gegnum. Þá lærði ég mikið af honum, annað en blaða- mennsku.“ Hvaða arfleið skilur Jónas eft- ir sig? „Allt frá því að hann og Sveinn Eyjólfsson klufu sig frá Vísi og stofnuðu Dagblaðið, voru þeir miklir sigurvegarar. Þeir bjuggu til blað fyrir hinn nútíma Íslending sem var frjálst og óháð. Það sem meira var; þeir nutu velgengni. Jónas var ekki bara einhver mað- ur sem var í stríði við samfélagið heldur ótrúlega snjall fjölmiðla- maður og kynnti Íslendinga fyrir nýrri tegund af fjölmiðlum, sem margir tóku fagnandi. Hann var ekki utangarðsmaður, nema þá í einhvern smá tíma með mér.“ Eftir að Jónas hætti hjá DV í seinna skiptið sneri hann sér að rólegri verkefnum. Hann kenndi blaðamennsku hjá Háskólanum í Reykjavík, ferðaðist, sinnti fjöl- skyldunni og áhugamálunum. Einnig skrifaði hann bækur og kom á laggirnar reiðslóðabanka. Ekki var hann hættur á ritvellin- um en í stað hefðbundinnar dag- blaðaútgáfu kom hann hugðarefn- um sínum á framfæri á vefsvæði sínu jonas.is. Þar má finna um 17 þúsund greinar. n Erfitt Hafskipsmál Þann 6. júní árið 1985 var fjall- að um stöðu Hafskipa í Helg- arpóstinum og upphófst þá eitt stærsta fjölmiðlamál og síðar dómsmál níunda ára- tugarins. Málinu lyktaði með því að Hafskip og bakhjarl fyr- irtækisins, Útvegsbankinn, fóru í þrot og æðstu stjórn- endur dæmdir. Þá sagði Albert Guðmundsson iðnaðarráð- herra af sér vegna málsins. Málið var óþægilegt fyr- ir DV í ljósi þess að fram- kvæmdastjórarnir Sveinn Eyj- ólfsson og Hörður Einarsson sátu báðir í stjórn Hafskipa. Vændu aðrir miðlar DV um hræsni og linkind í umfjöllun um Hafskipsmálið, til dæm- is Ólafur Ragnar Grímsson sem sagði að blaðið hefði haft vildarkjör hjá Hafskipum og húsnæðið við Þverholt væri keypt fyrir þá peninga. Deilan var harðvítug og Jónas svaraði með hörku og sagði Ólaf ljúga. Fjárdráttur Árna Johnsen Þann 13. júlí árið 2001 sagði DV frá því að starfsmaður BYKO hefði rökstudd- an grun um að Árni Johnsen, alþingis- maður og formaður byggingarnefndar Þjóðleikhússins, hefði tekið út vörur til eigin nota en skrifað þær á reikn- ing Þjóðleikhússins. Var þetta byggingarefni sem Árni sagði að ætti að fara í leikmuna- geymslu en endaði við hús hans sjálfs í Vestmannaeyjum. Síðar flutti RÚV fréttir af því að Árni hefði tekið út óðalskantsteina hjá BM-Vallá og sett á sama reikning. Aðrir fjölmiðlar fjölluðu síðar um málið og Árni sagði af sér þingmennsku 19. júlí. Árni var í kjölfarið ákærður fyrir fjárdrátt, umboðssvik og fleiri brot og hlaut hann tveggja ára fangels- isdóm. Dóm sem hann afplánaði í fangelsinu á Kvíabryggju. Ísafjarðarmálið Eitt erfiðasta málið á ferli Jónasar. EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.