Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Blaðsíða 22
20 6. júlí 2018FRÉTTIR - ERLENT H ver Indverji notar að meðaltali 11 kg af plasti á hverju einasta ári. Þegar tekið er tillit til þess að heildar íbúarfjöldi á Indlandi er 1,3 milljarður manna þá erum við að tala um 14,3 milljarða kílógramma af plasti sem er notað í landinu árlega. Eftir að hafa þjónað tilgangi sínum hef- ur mikið af þessu plasti endað í sjónum þar sem það ekki bara mengar heldur drepur einnig sjávarlífverur. Sjómenn í Kerala- -hérað í suður-Indlandi hafa nú tekið höndum saman til þess að berjast gegn þessari mengun á fiskveiðisvæðum þeirra. Plastið notað til lausnar á öðru vandamáli Þegar sjómennirnir draga netin sín í gegnum vatnið kemur gíf- urlegt magn af plasti í þau. Hing- að til hafa þeir hent öllu plasti sem þeir hafa veitt aftur í sjóinn, en nú hefur orðið breyting þar á. Sjávarútvegsráðuneyti Indlands fór af stað með átak sem miðar að því að kenna sjómönnum að safna plastinu saman og koma með það aftur til lands með afl- anum. Tíu mánuðir eru síðan verkefnið hófst og hafa sjómenn á svæðinu safnað 25 tonnum af plasti úr sjónum samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna um verkefnið. Þegar plastið var komið upp á land héldu margir að það myndi skapa óleysanleg vanda- mál. Eitthvað þarf jú að gera við plastið og óttuðust margir að það myndi daga uppi á landi og valda mengun þar. Það var allt þar til að einhver áttaði sig á því að plastið gæti leyst önn- ur vandamál sem héraðið glímdi við, það er slæmar samgöng- ur. Í dag er allt plast sem safn- ast úr sjónum endurnýtt og síð- an notað til að búa til plastvegi. Um 34.000 km af vegum í Ind- landi eru nú þegar úr plasti og er mun ódýrara að gera vegina úr endurnýttu plasti en úr hefð- bundu malbiki. Hver kílómet- er af plastvegi kostar eingöngu 8% af kostnaði við að leggja veg úr malbiki. Þar má nefna að veg- irnir sem gerðir eru úr malbiki byrja að bráðna við um 50 gráð- ur en plastvegirnir þola allt að 66 gráðu hita. Við lagningu á hvern kílómetra af plastvegi eru notað jafn mikið plast og ein milljón plastpoka inniheldur. Stjórnvöld bregðast við Þetta verkefni á vegum sjávarút- vegsráðuneytisins er ekki hið eina sinnar tegundar á Indlandi með það að markmiði að leysa vandamál tengd plastmengun. Tugir slíkra verkefna, sem yfirvöld hafa haft frumkvæði að, eru í gangi. Þar má helst nefna styrki til endurvinnslu- stöðva sem kaupa plast af fólki sem safnar því saman. Nýr iðnaðaður hefur orðið til og fjölmörg ný störf skapast um allt landið. Forsætis- ráðherra Indlands hefur lofað því að banna allt einnota plast á Ind- landi fyrir árið 2022 og hefur bannið nú þegar tekið gildi í Nýju Delí, höf- uðborg landsins. Íbúar geta fengið 7.000 króna sekt en fyrir síendurtek- in brot getur sektin farið uppí 37.000 krónur eða jafnvel endað í fangels- isvist. Evrópubúar nota um sexfalt meira af plasti en Indverjar og get- um við mögulega lært mikið af því hvernig þeir eru að bregðast við því vandamáli sem plastmengun er. n Indverjar sýna frumkvæði í baráttu gegn plastmengun Í búar höfuðborgarsvæðis- ins hafa mátt þola eitt versta sumar í manna minnum. Sól- ardagar hafa sjaldan verið færri hér og ef lýsa mætti and- legu ástandi íbúa með einu orði, þá væri það orðið „bugun“. Ef ástandið lagast ekki gætu Ís- lendingar mögulega leitað til Kínverja til að leysa vandann. Veðurbreytingastofnunin í Peking er með 37.000 manns í vinnu og hefur um 7.000 fall- byssur og 4.700 eldflaugaskot- palla til afnota. Þá nýtur stofn- unin einnig dyggrar aðstoðar kínverska flughersins til þess að reyna að stjórna veðurguðunum. Ekki eru hefbundin skot not- uð í fallbyssurnar, heldur eru skothylkin fyllt silfurjoði sem orsakar efnahvörf þegar það sameinast vantsgufunni í and- rúmsloftinu og verður því til rigning. Þessi tækni var ekki fundin upp af Kínverjum heldur Bandaríkjamönnum árið 1946. Veðurbreytingastofnunin í Kína sér til þess að flestir opin- berir frídagar, eins og þjóðhá- tíðardagur Kína, séu skýjalausir. Þá er tilgangurinn einnig sá að hreinsa andrúmsloftið sem get- ur verið mjög slæmt í stærstu borgum Kína vegna gífurlegrar loftmengunar. Hlutverk Veður- breytingastofnunar er ekki bara að sjá til þess að íbúar Kína fái að njóta heiðskýrra sumardaga heldur stunda þeir umdeildar aðgerðir við landamæri Kína. Þeim aðgerðum hafa ná- grannaríki mótmælt og hafa deilur skapast vegna þeirra. Eru Kínverj- ar sakaðir um að reyna halda öllu því vatni sem skýin bera með sér innan landamæra Kína og skjóta því niður skýin áður en þau ná að fara yfir landamærin til nágranna- ríkjanna. Veðurbreytingastofnunin er þó ekki óbrigðul. Árið 2009, vegna mistaka við framleiðslu á silfur joðinu, skapaðist snjóstormur rétt fyrir utan höfuðborgina Pekingn sem olli umferðartöfum og slysum á tólf hraðbrautum. Það væri því mögulega hugmynd að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, myndi hafa samband við kínversk stjórnvöld til að reyna bjarga ís- lenska sumrinu. n Geta Kínverjar bjargað íslenska sumrinu? Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson bjartmar@dv.is n Breyta verðlausu rusli í mikilvæga vegi n Einnota plast bannað í Nýju Delí Alltaf sígild alltaf ljúf Lækjarbrekka Bankastræti 2 101 RVK Sími 551 4430
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.