Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Blaðsíða 38
36 BLEIKT 6. júlí 2018 Varahlutaverslun og þjónusta TANGARHÖFÐA 4 110 REYKJAVÍK SÍMI 515 7200 www.osal.is osal@osal.is FAX 515 720 ÓSAL VARAHLUTAVERSLUN T elma Lind Stefánsdóttir missti bróðir sinn, Kristinn Arnar Stefánsson úr stoð- vefja krabbameini þann 8. mars árið 2016. Tæplega tveimur árum síðar, eða í janúar á þessu ári, greindist þriggja ára gam- all sonur hennar, Nói Stefán Þor- steinsson með hvítblæði eftir langt og erfitt greiningarferli. „Bróðir minn dó mjög snögg- lega eftir stutt og erfið veikindi langt fyrir aldur fram. Hann var einungis 42 ára gamall þegar hann lést og þá var nýfæddur sonur hans aðeins níu daga gamall,“ seg- ir Telma Lind í viðtali við Bleikt. Læknar sögðu Nóa verða heilsuhraustan við þriggja ára aldurinn Bróðir Telmu var guðfaðir Nóa og telur hún víst að í dag sé hann verndarengill hans í baráttu þeirra við hvítblæðið. „Ég veit að hann berst fyr- ir hann að handan. Nói Stefán er þriggja ára gullmoli, mikill sjar- mör og algjör gleðipinni. Hann hefur alltaf verið vinamargur og elskar hann alla vini sína. Hann er líka algjör afastrákur og hef- ur mikla matarást á ömmu Lindu sem passar alltaf upp á það að hann borði vel, sérstaklega núna í veikindunum.“ Nói er að sögn Telmu mjög fé- lagslyndur og bræðir hann alla sem á vegi hans verða með stóru augunum sínum og skemmtileg- um karakter. Nói fæddist þann 16. september árið 2014 og er hann eina barn Telmu. „Alla meðgönguna vissi ég að ég gengi með strák og var ég strax farin að kalla bumbuna mína Nóa áður en ég vissi kynið. Það kom fólki því ekki á óvart þegar ég skírði hann Nóa en pabbi hans, Þorsteinn Jóhansson, fékk að velja miðnafnið og valdi hann Stefán í höfuðið á pabba mínum.“ Fyrstu átján mánuðina af ævi Nóa var hann mjög frískur. Að sögn Telmu var hann auðvelt barn sem var að flýta sér að stækka. „Hann fékk fyrstu tennurn- ar um þriggja mánaða og var far- inn að labba um tíu mánaða ald- ur. Það var svo í maí árið 2016 sem hann veikist alvarlega af lungna- bólgu þegar hann var að byrja í leikskóla. Í kjölfarið varð hann oft og mikið veikur og var mér bent á að fara með hann í Domus. Þar hitti ég lækni sem greindi hann með astma sem ég skildi aldrei af því að Nói var aldrei með mik- ið kvef né surgaði í honum eins og algengt er hjá börnum með astma. Ef kólnaði í veðri varð Nói alltaf mikið veikur en ég fékk alltaf sama svarið. Hann væri astma- barn og myndi hætta að verða veikur þegar hann yrði þriggja ára. En það gerðist aldrei.“ Telma fékk aldrei nein svör frá læknunum Þegar Nói varð þriggja ára gam- all í september á síðasta ári fóru „Mamma, ég vil ekki deyja“ Nói Stefán er þriggja ára sjarmör með hvítblæði Aníta Estíva Harðardóttir anita@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.