Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2018, Blaðsíða 55
MENNING 536. júlí 2018 Love Simon Getur maður orðið ástfanginn eftir samræður við einhvern á netinu? Einstaklingi sem maður hefur ekki hugmynd um hver er, útlit hans, aldur, starf og stöðu. Það eina sem þú veist er að við- komandi býr yfir sama leyndar- máli og þú. Svarið er einfalt, já það er hægt. Simon er mennta- skólanemi, sem heldur því leyndu fyrir vinum og fjölskyldu að hann sé samkynhneigður. Á netinu eignast hann vin, Blue, sem býr yfir sama leyndarmáli. En hver er Blue? Yndisleg, skemmtileg og hugljúf mynd um ástina og ham- ingjuna sem við eigum öll rétt á. Book Club Hvítvín, bækur, góðir vinir? Hvað þarf maður meira? Ást og maka kannski? Bókaklúbburinn fjallar um fjórar vinkonur á besta aldri sem hittast einu sinni í mánuði í bókaklúbbi. Þegar ein þeirra mætir með þríleikinn um Dorian Grey og 50 gráa skugga hans fær- ist fjör í leikinn og tilfinningar og langanir kvikna hjá vinkonunum, eitthvað sem þær héldu að væri ekki fyrir „ellismelli“. Skemmtileg, „feel-good“-mynd um ástina sem við erum alltaf til í að kynnast, líka þegar við erum orðin „ellismellir“ með fjórum úrvals leikkonum af eldri kynslóðinni. Ant-Man and the Wasp Marvel-maskínan heldur áfram göngu sinni þar sem ríkir mikil umhyggja fyrir efninu, taum- laust fjör og mikið sjálfsör- yggi gagnvart ruglinu af hálfu aðstandenda. Hér er kominn stórfínn eftirréttur eftir þunga höggið sem Avengers: Infinity War skildi eftir sig fyrir stuttu. Ant-Man and the Wasp skilur ekki mikið eftir sig og má saka hana um heldur þvælda frásögn og húmor sem ekki alltaf hittir í mark, en leikhópurinn kemur vel út og er lítill skortur á hug- myndaflugi. Með öðrum orðum, fínasta popp. Jurassic World Fallen Kingdom Framhaldsmyndirnar í seríunni um Júragarðinn eiga það all- ar sameiginlegt að hverfa langt í skugga þeirrar upprunalegu. Þar tókst glæsilega að tvinna saman poppkornsbíói við sögu af brjál- uðum vísindamönnum að leika Guð. Í kjölfarið hafa aðstand- endur verið svolítið týndir þegar kemur að þemum og skilaboð- um framhaldsmyndanna og er Fallen Kingdom engin undan- tekning þar. Persónusköpuninni er ábótavant en á móti samein- ast hér tveir gerólíkir helmingar í fína afþreyingarmynd sem sýnir að manneskjan er yfir- leitt skepnum verst. Fyrri hlut- inn er brandaralega yfirdrifinn en svo þróast sagan hægt og ró- lega í minniháttar en eftirminni- lega „barnahrollvekju“. Myndin er með ólíkindum vitfirrt, en uppfull af flottum senum og prýðisfínum risaeðluhasar. Trúlega er þetta besta (og grimmasta) Júrafram- haldið til þessa, þó það segi í raun og veru lítið. Incredibles 2 Að sinna foreldrahlutverkinu og fjölskyldulífinu með öllum tilheyrandi hindrunum getur stundum verið hetjudáðum lík- ast. Það er annars ekkert grín að fylgja eftir einni sterkustu Pixar- -myndinni frá upphafi og hvað þá heilum fjórtán árum eftir útgáfu. Hins vegar tekst glæsilega til með Incredibles 2 að byggja ofan á frá- sögn fyrstu myndarinnar, víkka strigann og dýpka persónusköp- unina. Myndin er ærslafull og lit- rík en um leið fullorðinsleg og út- hugsuð. Hún nýtur einnig góðs af því að vera uppfull af orku, húmor og mikilli sál. Hreint út sagt meiriháttar fjölskylduskemmtun sem skoðar nýja vinkla á ofur- hetjugeirann góðkunna. Ocean‘s 8 Hér er komin ný viðbót í hinn ágæta Ocean‘s myndabálk og má bæði kalla hana sjálfstætt fram- hald og í senn óbeina endur- ræsingu, jafnvel endurgerð. Uppbygging og framvinda er að mörgu leyti lík upprunalegu myndinni (sem í sjálfu sér var endurgerð samnefndrar kvik- myndar frá sjöunda áratugnum) en hún skartar nýjum og dúnd- urgóðum leikhópi sem stöllurnar Sandra Bullock og Cate Blanchett leiða. Hins vegar vantar meira púður í handritið og líður myndin hjá án þess að trekkja upp neina almennilega spennu. Leikkon- urnar mættu sumar fá meira að gera og kemur heildin út sem skít- sæmileg endurvinnsla sem hefur sína spretti, en endurvinnsla engu að síður. Bíódómar Þ egar sumarsólin heldur sér fjarri getur verið kjör- in dægrastytting að skella sér í gott afþreyingarbíó. Á sumrin er úrvalið oft í fjöl- breyttari kantinum, hvort sem viðkomandi er í leit að stór- um, vestrænum poppkorns- hasar eða einhverju smærra og huggulegra. Hér rennum við að- eins yfir brot af því sem prýðir kvikmyndahús landsins þessa dagana. n Ragna Gestsdóttir Tómas Valgeirsson ragna@dv.is / tomas@dv.is TIL HAMINGJU SÓLEY 06.07.08
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.