Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2018, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2018, Blaðsíða 10
10 MENNING 28. september 2018 Elín, ýmislegt – Kristín Eiríksdóttir (JPV) Persónurnar í skáld- sögunni Elín, ýmislegt má strax þekkja af hand- bragði höfundarins, Kristínar Eiríksdóttur, en stíleinkenni hennar skína í gegn í þessu knappa en margþætta verki. Persón- urnar eru áhugaverðar og dáleiðandi, og þá sér- staklega aðalsöguhetja bókarinnar, Elín sjálf. Áferð textans er lokk- andi, fínlega grótesk eða gróteskt fínleg og smám saman kemur i ljós að við sjáum ekki allan sannleikann og margt fleira liggur að baki. Elín, ýmislegt sver sig inn í höfundarverk Kristínar og lifir í huga manns löngu eftir að lestri lýkur. Handbók um minni og gleymsku – Ragnar Helgi Ólafs- son (Bjartur) Smásögur Ragnars Helga Ólafssonar í Handbók um minni og gleymsku, eru bæði grípandi og vel skrifaðar. Sögurnar kall- ast á með óljós- um hætti, næstum eins og í draumi, þar sem hvers- dagsleikinn fléttast saman við hið yfirnáttúrulega og fáránlega. Minningar og draumveruleiki eru endurtekið stef í gegnum bókina og höfundur veltir fyrir sér hvern- ig tíminn líður og hefur áhrif á for- tíðina. Lesandinn veltir fyrir sér hvað er satt og hverju er logið – og hvort það skipti í raun einhverju máli. Kóngulær í sýningargluggum – Kristín Ómarsdóttir (JPV) Ljóðabók Kristínar Ómarsdóttur, Kóngulær í sýningar- gluggum, er litskrúðugur vefur mynda sem vekur upp öll skynfæri les- andans með ágengum hætti. Í ljóðunum birt- ist hið hvers- dagslega í bland við hið óhugnanlega, enda er litadýrðin ekki alltaf björt og á köflum afar skuggaleg. Ljóð- brotin í bókinni læð- ast aftan að okkur við lesturinn eða hrúgast yfir okkur í einni flækju og skáldið skapar þannig andrúmsloft óvissunn- ar, þar sem allt getur gerst, hvenær sem er og í hvaða mynd sem er. Millilending – Jónas Reynir Gunnarsson (Partus) Jónas Reynir Gunnarsson stimplaði sig inn með stæl 2017. Fyrir utan Leiðarvísi um þorp og verðlauna- ljóðabókina Stór olíuskip, kom út frumraun Jónasar Reynis í skáld- sagnagerð. Millilending er verulega vel gerð, byggð og stíluð. Fyndin og nöturleg næturlífslýsing úr Reykjavík samtímans en þó einkum næm og sann- færandi uppteikning á aðalpersónu með allt á leiðinni nið- ur um sig. Sendi- ferð Maríu til Ís- lands áður en hún flytur til pabba síns eftir skip- brot í Brighton getur aldrei farið vel en Jónas held- ur áhuga lesandans á lofti með skörpu inn- sæi, væntumþykju og húmor. Óratorrek: ljóð um samfé- lagsleg málefni – Eiríkur Örn Norðdahl (Mál og menning) Óratorrek: ljóð um samfélagsleg málefni, er óþægilega skemmti- leg og skemmtilega óþægileg bók sem sækir innihald sitt í þann flaum skoðana og viðbragða við nútímanum sem við syndum og hrærum öll í. Eiríkur Örn Norð- dahl vinnur á spennandi hátt með persónulega leið til að binda mál sitt. Endurtekningar, viðsnún- ingar, tilbrigði og viðlög halda textunum saman, lauslega þó og textinn vinnur vel það verkefni ljóðsins að koma hreyfingu á huga lesandans og fá honum verkefni til úrlausnar. n Dómnefnd í bókmenntum: Þorgeir Tryggvason, Halla Þór- laug Óskarsdóttir og Guðrún Baldvinsdóttir Síðumúla 30 - Reykjavík Hofsbót 4 - Akureyri Bókmenntir Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur Ragnar Helgi Ólafsson Kristín Ómarsdóttir Jónas Reynir Gunnarsson Eiríkur Örn Norðdahl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.