Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2018, Blaðsíða 10
10 MENNING 28. september 2018
Elín, ýmislegt – Kristín
Eiríksdóttir (JPV)
Persónurnar í skáld-
sögunni Elín, ýmislegt
má strax þekkja af hand-
bragði höfundarins,
Kristínar Eiríksdóttur, en
stíleinkenni hennar skína
í gegn í þessu knappa en
margþætta verki. Persón-
urnar eru áhugaverðar
og dáleiðandi, og þá sér-
staklega aðalsöguhetja
bókarinnar, Elín sjálf.
Áferð textans er lokk-
andi, fínlega grótesk eða
gróteskt fínleg og smám
saman kemur i ljós að
við sjáum ekki allan
sannleikann og margt fleira liggur
að baki. Elín, ýmislegt sver sig inn
í höfundarverk Kristínar og lifir í
huga manns löngu eftir að lestri
lýkur.
Handbók um minni
og gleymsku –
Ragnar Helgi Ólafs-
son (Bjartur)
Smásögur Ragnars
Helga Ólafssonar í
Handbók um minni
og gleymsku, eru
bæði grípandi
og vel skrifaðar.
Sögurnar kall-
ast á með óljós-
um hætti, næstum
eins og í draumi,
þar sem hvers-
dagsleikinn fléttast saman við
hið yfirnáttúrulega og fáránlega.
Minningar og draumveruleiki eru
endurtekið stef í gegnum bókina
og höfundur veltir fyrir sér hvern-
ig tíminn líður og hefur áhrif á for-
tíðina. Lesandinn veltir fyrir sér
hvað er satt og hverju er logið – og
hvort það skipti í raun einhverju
máli.
Kóngulær í sýningargluggum
– Kristín Ómarsdóttir
(JPV)
Ljóðabók Kristínar
Ómarsdóttur, Kóngulær í sýningar-
gluggum, er
litskrúðugur
vefur mynda
sem vekur upp
öll skynfæri les-
andans með
ágengum hætti.
Í ljóðunum birt-
ist hið hvers-
dagslega í bland
við hið óhugnanlega,
enda er litadýrðin ekki
alltaf björt og á köflum
afar skuggaleg. Ljóð-
brotin í bókinni læð-
ast aftan að okkur við
lesturinn eða hrúgast
yfir okkur í einni flækju
og skáldið skapar þannig
andrúmsloft óvissunn-
ar, þar sem allt getur
gerst, hvenær sem er og í
hvaða mynd sem er.
Millilending – Jónas Reynir
Gunnarsson (Partus)
Jónas Reynir Gunnarsson stimplaði
sig inn með stæl 2017. Fyrir utan
Leiðarvísi um þorp og verðlauna-
ljóðabókina Stór olíuskip, kom út
frumraun Jónasar Reynis í skáld-
sagnagerð. Millilending er verulega
vel gerð, byggð og stíluð. Fyndin
og nöturleg næturlífslýsing úr
Reykjavík samtímans en þó
einkum næm og sann-
færandi uppteikning
á aðalpersónu með
allt á leiðinni nið-
ur um sig. Sendi-
ferð Maríu til Ís-
lands áður en hún
flytur til pabba
síns eftir skip-
brot í Brighton
getur aldrei farið
vel en Jónas held-
ur áhuga lesandans
á lofti með skörpu inn-
sæi, væntumþykju og
húmor.
Óratorrek: ljóð um samfé-
lagsleg málefni – Eiríkur Örn
Norðdahl (Mál og menning)
Óratorrek: ljóð um samfélagsleg
málefni, er óþægilega skemmti-
leg og skemmtilega óþægileg bók
sem sækir innihald sitt í þann
flaum skoðana og viðbragða við
nútímanum sem við syndum og
hrærum öll í. Eiríkur Örn Norð-
dahl vinnur á spennandi hátt með
persónulega leið til að binda mál
sitt. Endurtekningar, viðsnún-
ingar, tilbrigði og viðlög halda
textunum saman, lauslega þó og
textinn vinnur vel það verkefni
ljóðsins að koma hreyfingu á huga
lesandans og fá honum verkefni til
úrlausnar. n
Dómnefnd í bókmenntum:
Þorgeir Tryggvason, Halla Þór-
laug Óskarsdóttir og Guðrún
Baldvinsdóttir
Síðumúla 30 - Reykjavík
Hofsbót 4 - Akureyri
Bókmenntir Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur
Ragnar Helgi Ólafsson
Kristín Ómarsdóttir
Jónas Reynir Gunnarsson
Eiríkur Örn Norðdahl