Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2018, Blaðsíða 40
Íslensk framleiðsla 28. september 2018KYNNINGARBLAÐ
Skógrækt er hugsjón og lífsstíll,“ segir Katrín Ásgrímsdóttir, stofn-andi og eigandi gróðrarstöðv-
arinnar Sólskógar sem staðsett er í
Kjarnaskógi á Akureyri. Katrín stofnaði
fyrirtækið ásamt eiginmanni sínum,
Gísla Guðmundssyni, árið 1989, og
verður fyrirtækið því 30 ára á næsta
ári.
Sólskógar hafa verið á Akureyri síð-
an árið 2007 en lengst af var gróðrar-
stöðin staðsett á Héraði. Fastráðnir
starfsmenn hjá fyrirtækinu eru sex,
þar af tveir garðyrkjufræðingar. „Hér
eru allt að 20 starfsmenn á háanna-
tímanum í júní en allt í allt eru þetta
um tíu ársverk,“ segir Katrín. Hjónin
vinna bæði í fyrirtækinu og börn þeirra
hjálpa til á sumrin en þau eru annars
í námi. „Einn sonurinn er reyndar að
læra skógrækt í Noregi,“ segir Katrín.
„Sólskógar selja allar garðplöntur
sem landsmenn setja í garðinn sinn,
sumarblóm og fjölær blóm og margt
fleira. En meginsérhæfing okkar
liggur í skógarplöntum og erum við
stærstu framleiðendur skógarplantna
á landinu. Mesta salan er til ríkisins
í gegnum Skógræktina og Skóg-
ræktarfélag Íslands,“ segir Katrín.
Viðskiptavinir Sólskóga eru því
bæði ríkið sjálft og almenningur
sem kaupir efni til garðrækt-
ar. Katrín segir að það sé mikil
vinna að halda starfsemi á borð
við þessa gangandi og mörg
áhyggjuefnin: „Það þarf ekki
nema eina frostnótt til að allt sé
ónýtt. Þetta kostar mikla vinnu og
yfirlegu en er líka mjög gefandi og
þess vegna hefur maður nú verið í
þessu í nær 30 ár.“
Sem nærri má geta er mikil
jólatréssala í gangi hjá Sólskógum
í desembermánuði. Bæði Akureyr-
ingar og aðrir Norðlendingar fara
þá í Kjarnaskóg til að velja sér jóla-
tré frá Sólskógum, en Norðlendingar
utan Akureyrar sem koma í verslunar-
ferðir til Akureyrar eiga margir viðskipti
við Sólskóga.
Þeir sem eiga leið um Akureyri og
hafa gaman af ræktun ættu endilega
að gera sér ferð í Kjarnaskóg og líta á
starfsemi Sólskóga. Vefsíða fyrirtæk-
isins er solskogar.is en Facebooksíðan
Sólskógar ehf er þó meira uppfærð.
Símanúmer er 462-2400 en skrifstof-
an er opin virka daga frá 10 til 16.
SÓLSKÓGAR:
Skógarplöntur og garðplöntur
– ræktun í 30 ár