Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2018, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2018, Blaðsíða 40
Íslensk framleiðsla 28. september 2018KYNNINGARBLAÐ Skógrækt er hugsjón og lífsstíll,“ segir Katrín Ásgrímsdóttir, stofn-andi og eigandi gróðrarstöðv- arinnar Sólskógar sem staðsett er í Kjarnaskógi á Akureyri. Katrín stofnaði fyrirtækið ásamt eiginmanni sínum, Gísla Guðmundssyni, árið 1989, og verður fyrirtækið því 30 ára á næsta ári. Sólskógar hafa verið á Akureyri síð- an árið 2007 en lengst af var gróðrar- stöðin staðsett á Héraði. Fastráðnir starfsmenn hjá fyrirtækinu eru sex, þar af tveir garðyrkjufræðingar. „Hér eru allt að 20 starfsmenn á háanna- tímanum í júní en allt í allt eru þetta um tíu ársverk,“ segir Katrín. Hjónin vinna bæði í fyrirtækinu og börn þeirra hjálpa til á sumrin en þau eru annars í námi. „Einn sonurinn er reyndar að læra skógrækt í Noregi,“ segir Katrín. „Sólskógar selja allar garðplöntur sem landsmenn setja í garðinn sinn, sumarblóm og fjölær blóm og margt fleira. En meginsérhæfing okkar liggur í skógarplöntum og erum við stærstu framleiðendur skógarplantna á landinu. Mesta salan er til ríkisins í gegnum Skógræktina og Skóg- ræktarfélag Íslands,“ segir Katrín. Viðskiptavinir Sólskóga eru því bæði ríkið sjálft og almenningur sem kaupir efni til garðrækt- ar. Katrín segir að það sé mikil vinna að halda starfsemi á borð við þessa gangandi og mörg áhyggjuefnin: „Það þarf ekki nema eina frostnótt til að allt sé ónýtt. Þetta kostar mikla vinnu og yfirlegu en er líka mjög gefandi og þess vegna hefur maður nú verið í þessu í nær 30 ár.“ Sem nærri má geta er mikil jólatréssala í gangi hjá Sólskógum í desembermánuði. Bæði Akureyr- ingar og aðrir Norðlendingar fara þá í Kjarnaskóg til að velja sér jóla- tré frá Sólskógum, en Norðlendingar utan Akureyrar sem koma í verslunar- ferðir til Akureyrar eiga margir viðskipti við Sólskóga. Þeir sem eiga leið um Akureyri og hafa gaman af ræktun ættu endilega að gera sér ferð í Kjarnaskóg og líta á starfsemi Sólskóga. Vefsíða fyrirtæk- isins er solskogar.is en Facebooksíðan Sólskógar ehf er þó meira uppfærð. Símanúmer er 462-2400 en skrifstof- an er opin virka daga frá 10 til 16. SÓLSKÓGAR: Skógarplöntur og garðplöntur – ræktun í 30 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.