Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2018, Blaðsíða 23
FÓLK - VIÐTAL 2328. september 2018
að systkinunum, teikningu, tónlist
og fleira og því ekki undarlegt að
Ari hafi fundið sinn farveg í sköp-
un.
„Þetta þótti óvenjulegt heim-
ili miðað við heimili skólasystk-
ina minna. Það var alltaf mikið í
gangi, mamma og pabbi töluðu
alltaf rússnesku sín á milli og við
systkinin vorum asísk í útliti eins
og mamma, en það var mjög sjald-
gæft í Reykjavík á þessum tíma.
Það var oft mikið fjör á heimil-
inu og þess vegna stungum ég og
eldri bróðir minn oft af til ömmu
minnar, Ragnheiðar Möller, eftir
skóla og um helgar. Mér fannst
alltaf mikil vernd í því. Hún var
með stórt og mikið hjarta, elskaði
okkur óendanlega líkt og við hana
og hún fór með okkur á endalausa
menningarviðburði, frá ungversk-
um ljóðalestri í Háskólabíói á
Superman.“
Hvernig barn varst þú?
„Ég var mjög fjörugur. Eyvindur
Erlendsson, leikstjóri og vinur
pabba, sagði fyrir mörgum árum
að hægt hefði verið að sjá skóförin
í loftinu eftir mig, lætin og hama-
gangurinn væri slíkur að hann
skildi ekkert í þolinmæði föð-
ur míns gagnvart náttúruaflinu
í barninu. Ætli maður hefði ekki
verið settur á lyf í dag og kominn
með einhverjar greiningar,“ segir
Ari og brosir. „Ég var uppátækja-
samur og ævintýragjarn.“
Þú minnist á asíska útlitið.
Lentir þú einhvern tímann í for-
dómum vegna þess?
„Ég upplifi mig alltaf svolítið
eins og útlending, alls staðar.
Þegar ég var yngri var alltaf sagt við
mig að ég hlyti að vera útlendingur
og ég spurður hvaðan ég væri því
ég talaði svo góða íslensku. Þegar
ég svaraði Síberíu þá vissi enginn
hvar það var. Ég hef aldrei lent í
alvarlegu einelti en þurfti oft að
hlusta á rasistaathugasemdir sem
ég leiddi mismikið hjá mér. Ég var
stór fyrir minn aldur og var fljótur
að svara fyrir mig. Síðan var syst-
ir mín sætasta stelpan í hverfinu
og allir strákarnir voru skotnir í
henni,“ segir Ari og brosir. „Það var
vernd í því. En ég fann alltaf fyrir
því að vera öðruvísi, þessi skrýtna
skrúfa, og það herti mig. Á ung-
lingsárunum hjálpaði það nú að
vera svolítið öðruvísi,“ segir hann
kíminn á svip.
Missti ömmu og pabba á
sviplegan hátt
Ari segir að vegna þess fjörs sem
fylgdi listamannslífinu hafi for-
eldrar hans á endanum skilið.
Nokkru seinna, þann 4. febrúar
árið 1979, þegar Ari var aðeins ell-
efu ára gamall, missti hann Ragn-
heiði, ömmu sína, á sviplegan hátt.
„Við vorum á amerískri kvik-
myndahátíð á Hótel Loftleiðum,
við bróðir minn, sem var tólf ára,
og amma. Við sátum þar á veitinga-
staðnum og vorum að borða þegar
hún fékk skyndilega hjartaslag
og lést fyrir framan okkur, á gólf-
inu,“ segir Ari meyr. „Kallað var á
lækni og síðan kom sjúkrabíll og
tók hana og við bróðir minn stóð-
um þarna agndofa, engin talaði
við okkur. Allt í einu sagði einhver
maður: voru ekki þessir drengir
með henni? og hann keyrði okkur
heim. „Þetta fékk mjög á mig. Ég
var ekki aðeins að missa ömmu
mína heldur minn besta vin.“
Ellefu mánuðum síðar dundi
annað áfall yfir. Eftir skilnaðinn
flutti faðir hans til Bandaríkjanna
en hann ætlaði þá að skipta um
starfsvettvang og snúa sér að sál-
fræði. Hann var við framhalds-
nám ytra þegar hann féll frá eftir
hjartaáfall aðeins 41 árs gamall.
„Hann hafði fengið vægt áfall
skömmu áður og læknarnir voru
búnir að segja honum að slaka á.
En hann var mikill orkubolti og
gat það ekki. Svo dó hann bara,
var brenndur og fluttur heim í
krukku.“
Þetta hefur verið erfiður tími?
„Já, þetta var í fyrsta skipti sem
ég upplifði það að fólk gæti farið
úr þessari veröld. Það var áfallið
og síðan var ekkert unnið með
þetta. Ég man eftir að mamma
faðmaði mig en svona hlutir voru
ekkert ræddir á þessum tíma,
þetta var bara grátið út í koddan-
um. Það var fleira í gangi á þess-
um tíma. Mamma hafði kynnst
öðrum manni sem ég kunni ekki
vel við og við höfðum flutt til Ár-
ósa í Danmörku. Eitt kvöldið í des-
ember kom skeyti heim til okk-
ar, mamma var með leikhóp úti á
landi og við systkinin ein heima.
Skeytið kom frá Friðriki Páli, föð-
urbróður mínum, og bað hann
mömmu um að hringja strax því
alvarlegir atburðir hefðu átt sér
stað. Það var engin sími á heimil-
inu þannig að við fórum út í síma-
klefa til að hringja og Friðrik Páll
þurfti að tilkynna okkur að pabbi
hefði dáið í Bandaríkjunum.“
Ósýnilegi vinurinn og Erró
Þegar Ari var barn átti hann ósýni-
legan vin í kjallaranum heima hjá
sér. Hann sagði Ragnheiði ömmu
sinni frá þessum vini sínum og
hún tók því mjög rólega en af
miklum áhuga og spurði mig hvað
hann myndi gera.
„Ég sagði henni að hann væri
geimfari og hún svaraði: já, er
hann það? og leyfði ímyndarafli
mínu að þenjast út í ystu æsar um
hver hann væri og hvaðan hann
kæmi.“
Ragnheiður fór með Ara mörg-
um árum seinna á listsýningu
Errós á Kjarvalsstöðum, árið 1978,
þar sem hann sýndi verk úr geim-
faraseríunni sinni og Ari tengdi
þetta strax við sinn ósýnilega vin.
„Þarna kom þetta saman, ég
tengdi svo sterkt við þetta því
þarna var alheimurinn minn.
Þessi geimfarasýning var því
eins konar uppljómun og ég
• Bókhald
• Afstemmingar
• Ársreikningar
BÓKHALD
• Launavinnsla
• Árshlutauppgjör
• Virðisaukaskattsskil
3 SKREF
BÓKHALDSÞJÓNUSTA
LÖGFRÆÐIRÁÐGJÖF
EIGNASKIPTAYFIRLÝSINGAR
ÞARABAKKA 3
S. 578 6800
„Kallað var á lækni
og síðan kom
sjúkrabíll og tók hana
og við bróðir minn stóð-
um þarna agndofa, engin
talaði við okkur.