Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2018, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2018, Blaðsíða 32
Íslensk framleiðsla 28. september 2018KYNNINGARBLAÐ URTA ISLANDICA: Sælkeravörur úr íslenskri náttúru Við höldum okkur við það að bjóða upp á fallega matargjafavöru sem fólk getur gefið í tækifær- isgjafir í staðinn fyrir hina klassísku vínflösku. Vörurnar eru í boði í fallegum umbúðum, bæði litlum fyrir tækifæris- gjafir og stærri fyrir heimili eða fyrirtæki. Einnig getum við boðið upp á sérmerk- ingar sem er sérstaklega gaman fyrir t.d. gjafir í brúðkaupum eða fyrir fyrir- tæki sem vilja gefa upplýsingarnar um sig í öðru formi en hinu klassíska nafn- spjaldi,“ segir Guðbjörg Lára Sigurðar- dóttir hjá fyrirtækinu Urta Islandica. Einkunnarorð fyrirtækisins er „Sælkeravörur úr íslenskri náttúru“ og eru vörurnar vinsælar bæði hjá erlend- um ferðamönnum og Íslendingum. „Við sérhæfum okkur í íslenskum jurtum og berjum. Síðan framleiðum við íslensk jurtakryddsölt þar sem við blöndum berjunum og jurtunum við saltið. Þetta er allt handtínt og pakkað. Við erum sem sagt með jurtakryddsölt, síróp, sultur, kex og jurtate – og nær vörulínan okkar yfir 200 vörutegundir. Það nýjasta er framleiðsla á sírópi úr íslenskum jarðsjó en fyrstu afurðirnar úr þeirri línu eru væntanlegar,“ segir Lára. Urta Islandica er með starfsstöðvar á þremur stöðum og selur vörur sínar í verslanir úti um allt land. Auk þess er vefverslun á síðunni urta.is þar sem jafnframt má fræðast um fyrirtækið og vörurnar. Urta Islandica er ekta fjölskyldufyrirtæki en stofnendur eru hjónin Þóra Þórisdóttir og Sigurður Magnússon. Á heimili þeirra hjóna að Austurgötu 47 í Hafnarfirði var fyrir- tækið stofnað og þar er ennþá tilraunaeldhús, skrifstofa og verslun. Lára dóttir þeirra sér um markaðs- mál og hönnun en bræður hennar tveir starfa við framleiðsluna. Þá eru einnig fimm aðrir starfsmenn í Urta-fjölskyldunni. „Við erum með flotta framleiðslu- aðstöðu að Básvegi 10 í Reykjanesbæ og þar getur fólk fengið að horfa inn í framleiðsluferlið jafnframt því að skoða vöruúrvalið í verslun okkar á staðnum. Verslunin og framleiðslan á Básvegi gengur undir nafninu Sjóbúð, en þar eru framleidd öll okkar jurtakryddsölt, jurtasíróp, sultur og þar erum við einnig með okkar eigin borholu með íslenskum matvælavott- uðum jarðsjó.“ Önnur framleiðslustöð er síðan að Hafnarbraut 11 á Höfn í Hornafirði, í gömlu sundlaug Hornfirðinga, þar fer fram öll jurtavinnsla og framleiðsla á jurtatei. Fyrirtæki í sífelldri þróun „Við höfum þróast mikið í kringum ferðamannastrauminn en undanfarið höfum við verið að vinna okkur í átt að útflutningi og það er næsta skref,“ segir Lára. Hún segir frá því að sírópið frá Urta Islandica sé mjög vinsælt í mat- vælaframleiðslu og á veitingastaði, t.d. í kokteila, skyr og íssósur. „Jurtakryddsaltið er vinsælasta afurð Urta Islandica í dag, þá má nefna hið sívinsæla Black Lava-salt, sem fer vel og lítur glæsilega út með öllum mat. Vörulínurnar okkar eru fjölbreyttar og það ættu allir geta fundið sitt uppáhald. Fyrirtækið er í stanslausri þróun og bú- ast má við spennandi nýjungum frá því í framtíðinni. Sjá nánar á urta.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.