Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2018, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2018, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐA Sandkorn 28. september 2018 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð 108 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Íslenska drauga og forynjur á hrekkjavöku! Í gegnum tíðina hefur október alltaf verið ömurlegur mánuður. Eini ljósi punkturinn er sá að ég á afmæli í október en að öðru leyti er brauðstritið í hámarki og frekar langt í aðventuna. Það var þó áður en dásamlegur en ævaforn kelt- neskur siður hóf innreið sína inn í íslenskt samfélag, hrekkjavakan. Skyndilega er 31. október orðinn einn skemmtilegasti dagur ársins, að minnsta kosti á mínu heimili. Því miður hafa margir horn í síðu hrekkjavökunnar. Ein ástæð- an er sú að vissulega höfum við einhvers konar hrekkjavökuígildi í öskudeginum okkar en því miður erum við búin að klúðra þeim degi gjörsamlega með því að afnema öskupokamenninguna. Það þarf að draga einhvern til ábyrgðar fyrir það! Veigameiri ástæða er líklega sú að Bandaríkjamenn hafa tekið þessari hátíð fagnandi og gert hana heimsfræga. Margir eru á þeirri skoðun fátt gott komi úr vestri. Þegar kemur að hátíðarhöldum þá ganga Bandaríkjamenn oftar en ekki alla leið og því hafa útskorin grasker, köngulær og afturgöngur orðið táknmyndir hátíðarinnar sem og sá siður að ganga á milli húsa og krefja íbúa um sælgæti ellegar verða fórnar lömb útsmog- inna hrekkja. Þessum sið hafa verið gerð rækileg skil í hinum ýmsu kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Þetta er bandarísk lágmenning eins og hún er best og áhrifin eru greini- leg á hvernig Íslendingar fagna há- tíðinni. Að mínu mati erum við þó að missa af frábæru tækifæri til þess að rifja upp íslenskar þjóðsögur og fræða börnin okkar á skemmti- legan hátt. Það er nefnilega þannig að það eru til ógrynnin öll af ís- lenskum sögum um drauga og forynjur. Fyrr á árum voru þessir draugar á hvers manns vörum en núna er líklegra að börn og ung- lingar þekki allar ofurhetjur Mar- vel-heimsins með nafni frekar en hrollvekjandi sögu djáknans á Myrká, hrikaleg örlög Miklubæjar- Sólveigar og angist Runkhúsa- Gunnu. Ég held því að hægt sé að ná þjóðarsátt um að blása í herlúðra varðandi markaðsetningu á íslensk- um hryllingi á hrekkjavökunni. Ís- lenskir frumkvöðlar þurfa bara að vaða í verkið og jafnvel gæti hið opin bera styrkt verkefnið að ein- hverju leyti. Peningum hefur að minnsta kosti verið dælt í margt vitlausara til þess að freista þess að vernda íslenska menningu og tungu. Þegar hrekkjavökunni var fagnað í fyrra gekk ég með krökkunum mín- um upp að húsi einu í Garðabæ þar sem einhvers konar vélknúin fuglahræða með graskershöfuð garg- aði á okkur: „Grikk eða gott“ á enskri tungu. Krökkunum fannst þetta mjög skemmtilegt en sjálfur hefði ég svo gjarnan viljað sjá dökklædda veru segja með með drungalegri röddu: „Máninn líður, dauðinn ríður; sérðu ekki hvítan blett í hnakka mínum, Garún, Garún?“ n Leiðari Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Fáfróð Elfa Ýr Falsfréttir á íslensku um ágæti Bitcoin fara nú eins og eldur í sinu um netheima. Fjölmiðlar hafa vakið athygli á málinu enda ber að upplýsa almenn- ing um slíkar svikamyllur og hefur DV margsinnis flutt frétt- ir af falsfréttum á íslensku þar sem þjóðþekktir einstaklingar koma við sögu. RÚV ræddi við Elfu Ýri Gylfadóttur, fram- kvæmdastjóra Fjölmiðlanefnd- ar, um málið á miðvikudag. Fjölmiðlanefnd á að hafa eftirlit með falsfréttum og hef- ur Elfa Ýr sjálf tekið þátt í pall- borðsumræðum um falsfréttir. Því vakti það óneitanlega athygli þegar hún sagði í sam- tali við RÚV að hún hefði aldrei fyrr séð falsfréttir á íslensku. Það má því fullyrða að einhver fáfræði sé á ferð hjá Elfu Ýri og Fjölmiðlanefndinni. Daðrað við Pawel Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, og Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir, varaborgar- fulltrúi Sjálf- stæðisflokk- ins, mættust í útvarpsviðtali fyrir skemmstu. Umræðuefnið var Borgarlínan sem var eitt helsta hitamál fyrir kosningar en lítill ágreiningur virðist nú vera um. Voru þau meira og minna sam- mála um efnið en ósammála um orðalag. Það sem vakti athygli var hversu alúðlegt við- talið var þar sem Ragnhildur virtist daðra við Pawel. Sagði hún til dæmis að Pawel hefði aðstoðað hana í jómfrúar- ræðunni. Ragnhildur sagðist eftir við- talið hafa biðlað til Pawels að „hætta þessu Viðreisnarrugli“ og koma aftur heim. Henni varð þó ekki að ósk sinni. „Hann sagði nei og hjólaði á brott á fagurbláa hjólinu sínu.“ Spurning vikunnar Hvaða lag viltu að verði spilað í jarðarförinni þinni? „Lagið hans Vilhjálms, Söknuður“ Margrét Konráðsdóttir „Stone in Focus með Aphex Twin“ Steinar Fjeldsted „Það er negrasálmur, ég man ekki hvað hann heitir“ Sveinbjörn Björnsson „Ég hef ekki spáð í það“ Silja Brá Guðlaugsdóttir Djákninn á Myrká
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.