Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2018, Blaðsíða 72
28. september 2018
37. tölublað 108. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Lét hann
peningana
hverfa?
Lítt þekkt
ættartengsl
Forstjórinn og
lögfræðingurinn
F
arsinn innan Orkuveitu
Reykjavíkur er flest-
um kunnur. Ekki eru öll
kurl komin til grafar en á
meðan rannsókn stendur yfir
tók Helga Jónsdóttir við starf-
inu tímabundið. Ráðgert er
að Helga, sem er fyrrverandi
stjórnarformaður hjá eftirlits-
stofnun EFTA og bæjarstjóri í
Fjarðabyggð, muni sinna starf-
inu í tvo mánuði. Bróðir Helgu
er hinn þekkti hæstaréttarlög-
maður Gestur Jónsson sem hef-
ur getið sér gott orð við að verja
þekkta menn úr viðskiptalíf-
inu eins og Sigurð Einarsson og
Jón Ásgeir Jóhannesson. Systk-
inin eru alls fjögur talsins og er
Gestur elstur þeirra. Foreldrar
þeirra eru þau Jón Skaftason,
fyrrverandi alþingis-
maður og sýslumað-
ur í Reykjavík, og
Hólmfríður Gests-
dóttir húsfrú.
Helga Jónsdóttir, tímabundinn
forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Gestur Jónsson,
hæstaréttarlögmaður
Nýkrýndur sigurvegari America’s Got Talent taldi sig svikinn á Íslandi
Á
dögunum var tilkynnt um
sigurvegara þrettándu
þáttaraðarinnar af Amer-
ica’s Got Talent. Sá útvaldi
var töframaðurinn ótrúlegi Shin
Lim sem heillaði dómnefndina,
sem samanstóð meðal annars af
Simon Cowell og ofurfyrirsætunni
Heidi Klum, með mögnuðum
spilagöldrum. Fyrir ómakið hlaut
Shin Lim eina milljón dollara í
verðlaun, eða um 110 milljónir
króna, auk þess sem hann fær að
setja upp röð töfrasýninga í Las
Vegas. Þær munu eflaust gefa vel
í aðra hönd. Þá hefur Shin Lim
verið vinsæll gestur hjá stærstu
spjallþáttastjórnendum Banda-
ríkjanna, meðal annars heimsótti
hann sjálfa Ellen DeGeneres á
dögunum og sló í gegn.
Færri vita að Shin Lim er Ís-
landsvinur þó að hann hafi farið í
gegnum erfiða reynslu hérlendis.
Taldi töframaðurinn heimsfrægi
sig hafa verið svikinn um laun af
af íslenska töframanninum Einari
Mikael sem skipulagði röð sýn-
inga hérlendis. Hljóp upphæðin á
hundruðum þúsunda. DV fjallaði
um málið sumarið 2018 og birti
viðtal við Shin Lim vegna málsins.
Alls átti Shin Lim að koma fram
á 25 töfrasýningum í júnímánuði
2017 og fá um 5 milljónir króna
fyrir ómakið. Þá átti hann að gista
á glæsilegustu hótelum Reykja-
víkur og hafa aðgang að einkabíl-
stjóra. Raunin varð hins vegar sú
að Shin Lim gisti meðal annars
heima hjá vini Einars Mikaels og
fékk aðeins greitt brot af upphæð-
inni. Ekkert hafi staðist sem Einar
Mikael lofaði.
Sjálfur hélt Einar Mika-
el því fram að Shin Lim hefði
verið ófaglegur og að hann
hefði fengið bróður-
part umsaminna launa
greiddan. Hann viður-
kenndi þó að ekki hafi
gengið upp að fá styrki og því
hafi verkefnið ekki gengið upp. n