Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2018, Blaðsíða 14
14 MENNING 28. september 2018
NÆSTI KAFLI HEFST HÉR
Bjó
ðu
m
up
pá
frít
t s
ölu
ve
rðm
at
LAXATUNGA 40, 270 MOSFELLSBÆR
54.900.000 kr.
Tegund
Stærð
Herbergi
Raðhús
203 M2
6
Bjó
ðu
m
up
pá
frít
t s
ölu
ve
rðm
at
BREIÐAVÍK 11, 112 REYKJAVÍK (GRAFARVOGI)
43.500.000 kr.
Tegund
Stærð
Herbergi
Fjölbýli
109 M2
3
Bjó
ðu
m
up
pá
frít
t s
ölu
ve
rðm
at
HRAUNBÆR, 110 REYKJAVÍK
45.000.000 kr.
Tegund
Stærð
Herbergi
Fjölbýli
87,5 M2
2
Grensásvegi 13 / 108 Reykjavík / S. 570 4800
T
ónlistarmaðurinn
Ingólfur Sigurðsson, sem
gengur undir listamanns-
nafninu Insol, gaf út sín
fyrstu lög árið 1998. Síðan hefur
komið út fjöldi platna í þjóðlaga-
stíl frá honum.
Stærsti smellur Insol er lagið
Hvenær mun hér á Íslandi rísa
stjörnusambandsstöð og leyna
áhrif þjóðlagasöngvara á borð
við Bob Dylan sér ekki. Insol leik-
ur á gítar, munnhörpu og hljóm-
borð í lögum sínum auk þess að
syngja.
Bankahrunið árið 2008 var
Insol mjög hugleikið og gaf hann
þá út lög á borð við Bankafyll-
eríið er búið og Borgaðu fyrir
burgeisana.
Árið 2009 kom út safnplatan
Hátindar með öllum bestu lög-
um Insol fram að því. Dr. Gunni
sá um að velja lögin á plötuna.
O
ft nefndur frum-
kvöðull hamfara-
poppsins, enda gaf
hann út plötuna
sem stefnan er nefnd eft-
ir, Hamfarir frá árinu 1995.
Á plötunni voru lög eins og
Kaffið mitt, Bíllinn minn,
Hundurinn minn og Ég
elska á annan veg. Um er að
ræða skelfilegt skemmtara-
popp með ýmsum kjána-
legum hljóðum, svo sem
hundagelti. Söngurinn virð-
ist einnig sunginn í miklu
ójafnvægi og stundum æs-
ingi. Heyrist það til dæmis
vel í laginu Bíllinn minn.
Gunnar var áður merkur
tónlistarmaður, trymbill
sem spilaði með sumum
vinsælustu hljómsveitum
landsins, Flowers og Trú-
brot. Minnstu munaði að
hann „meikaði“ það er-
lendis með hljómsveit sem
nefndist Syn sem þróaðist
út í stórsveitina Yes.
Hamfarir var samin eft-
ir að Gunnar veiktist alvar-
lega af geðsjúkdómi og
lést hann nokkrum árum
eftir að platan kom út. Jón
Gnarr flokkaði Gunnar sem
bjánapoppara á sínum tíma
og lenti í stuttri ritdeilu við
Egil Helgason sem kom
Gunnari til varnar.
Á
rið 2001 vakti reykvískur verkamaður
athygli þegar hann gaf út plötuna The
Beginning. Lögin voru sungin á ensku
og platan innihélt meðal annars lög-
in The 3 Days of Jesus Christ and People,
The Working People of Karl Marx 1819 og
Learning and Living.
Undirspilið var hefðbundið skemmtara-
popp en það var undarlegur söngurinn og
samhengislausir textar sem vöktu athygli.
Mörgum fannst þetta bráðfyndið en Gissur
var haldinn alvarlegum geðsjúkdómi. Hann
lést aðeins 51 árs gamall árið 2008.
V
art þarf að kynna Leoncie, sem stundum er köll-
uð Indverska prinsessan eða Ískryddið, fyrir
lesendum. Hún hefur skemmt Íslendingum,
bæði með tónlistarflutningi og nektardansi,
síðan árið 1982 þegar hún flutti hingað frá Danmörku.
Upprunalega er Leoncie frá borginni Goa á vestur-
strönd Indlands.
Leoncie hefur verið tíður gestur á síðum dagblaða
síðustu áratugi og þekkt fyrir beittar skoðanir. Hún
hefur ítrekað kvartað undan kynþáttahatri og öfund
margra vegna einstakra hæfileika hennar.
Lagasafn Leoncie er nú orðið gríðarlega stórt. Hún
syngur yfir skemmtarapopp og hefur gefið út fjölda
athyglisverðra myndbanda við lögin. Meðal vinsælu-
stu laga hennar má nefna Come on Viktor, Engan þrí-
kant hér og Ást á pöbbnum.
Leoncie hefur nokkrum
sinnum tekið þátt
í undankeppni
Eurovision en ekki
hlotið brautar-
gengi.
Leoncie. Liggur ekki á skoðunum sínum.
Insol. Stórpólitískur þjóðlagasöngvari.
Gunnar Jökull. Konungur
hamfarapoppsins átti erfitt líf.
Gissur Björn. Söngurinn var
nánast óskiljanlegur.
Insol Gissur Björn Eiríksson
Leoncie
Gunnar Jökull Hákonarson