Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2018, Blaðsíða 12
12 MENNING 28. september 2018
LOKAÐIR STURTUKLEFAR
MEÐ TOPPI, SPORNA
GEGN RAKA OG MYGLU
Kíktu á sturta.is og
skoðaðu úrvalið
S. 856 5566
ÍSLENSKT HAMFARAPOPP
Einyrkjarnir sem hafa skemmt okkur með skemmturum
H
amfarapopp er hugtak sem hef
ur náð að festa rætur í tónlistar
geiranum. Er það nefnt eftir
plötu Gunnars Jökuls
Hákonar sonar frá árinu
1995 og var tónlistar
gagnrýnandinn Arnar Egg
ert Thoroddsen fyrstur til að
nota það. Bjánapopp hef
ur einnig verið notað yfir
tónlistina en hana flytja
nær undantekningar
laust einyrkjar og yfirleitt
eru plöturnar gefnar út
á þeirra eigin vegum.
Margir hlægja að slíkri
tónlist jafn vel þótt hún sé unnin af mik
illi einlægni og að baki liggja oft harm
sögur tónlistarmannanna sjálfra. DV tók
saman helstu íslensku hamfarapoppar
ana og ræddi við Dr. Gunna um þennan
sérstaka geira.
Listinn hér er langt því frá tæm
andi enda margir íslenskir tónlistar
menn sem hafa
annaðhvort dans
að á línunni eða
spilað ómengað ham
farapopp. Meðal þeirra
eru Geirmundur Val
týsson, Hallbjörn
Hjartarson, Anna
Vilhjálms, Hemmi
Gunn og Johnny
King.
G
unnar Lárus Hjálmarsson, hinn eini
og sanni Dr. Gunni, er mikill áhuga
maður um hamfarapopp. Hefur
hann starfað með nokkrum hamfara
poppurum, þar á meðal Insol
og Leoncie.
Hver er skilgreiningin á
hamfarapoppi?
„Það er ekki til nein ein
skilgreining að ég held. Þetta
er popptónlist sem er utan við
meginstrauma, þykir alls ekki
hipp og kúl, heldur er oft gerð
af vanefnum og jafnvel van
hæfni, en er þó alltaf laus við
kaldhæðni, og kemur beint
frá hjartanu.“
Af hverju hefur þú áhuga
á því?
„Ætli það sé ekki aðallega
tilgerðarleysið sem höfðar til mín, og svo er
þetta oft bara góð tónlist.“
Finnst þér þetta góð tónlist?
„Margt af því, já.“
Hver er uppáhaldshamfarapopparinn
þinn?
„Ég segi Jóhann R. Kristjánsson. Hann
gerði frábæra plötu árið 1984, Er eitthvað að?
og fékk hraksmánarlegar viðtökur. Mér finnst
þetta hins vegar ein besta plata Íslands
sögunnar!“
Er rangt að hlægja að hamfarapoppi ef
harmsaga liggur að baki?
„Ætli það fari ekki eftir
því hvort hláturinn sé
kvikindislegur eða góð
látlegur.“
S
jóarinn siglfirski, Gylfi Ægisson, hefur
lengi dansað á línu hamfarapopps en
sum lög hans hafa náð miklum vin
sældum. Ungur fór hann að
fikta við hljóðfæri og spilaði með
hljómsveitum. Hann vakti athygli
þegar hljómsveit Ingimars Eydal
flutti fyrsta útgefna lagið hans, Í
sól og sumaryl, árið 1972. Þremur
árum síðar gaf hann út sína fyrstu
sólóplötu.
Gylfi hefur sungið mikið um sjó
mennsku og sagt örlagasögur af
fræknum köpp
um. Lög eins og
Minning um
mann og Stolt
siglir fleyið mitt
nutu mikilla
vinsælda á sín
um tíma. Sóló
plöturnar skipta tugum og auk þess hefur
hann unnið með öðrum tónlistarmönnum.
Lög Gylfa eru mörg hver spiluð á
skemmtara og í næfum stíl. Má
því segja að Gylfi sé hamfara
popparinn sem „meikaði
það.“ Í frægum pistli sem Jón
Gnarr skrifaði í Fréttablaðið
segir hann: „Þegar Gylfi Æg
isson spilar
Heimsum
ból á Casio
skemmtara
fyllist heim
ilið af há
tíðarbrag.“
Guðný María. Nýstirni í hamfarapoppi.
Beint frá hjartanu
Guðný María Arnþórsdóttir
G
uðný er nýjasta stjarnan í
geiranum en hún vakti mikla
athygli um páskana fyrir
lag sitt, Okkar okkar páska.
Fyllti hún þannig inn í tómarúm
páskalaga en á þá hátíð hallar veru
lega í tónlist gagnvart jólum.
Síðan þá hefur hún dælt út lög
um og er gjarnan fengin á samkom
ur til þess að syngja. Má nefna lög
á borð við HM lagið Lang bestasta
liðið mitt, Sumarhiti og Nú fer ég í
helgarfrí.
Guðný, sem hefur meðal annars
starfað sem dagforeldri, segist hafa
orðið fyrir einelti og hæðni eftir að
lögin hennar urðu vinsæl. Í við
tali við DV sagði hún að lögin og
myndböndin virtust ögra ímynd
fólks, sérstaklega eldri kvenna.
Þess vegna fengi hún leiðinlegar
athugasemdir á netinu.
Gylfi Ægisson
Dr. Gunni. Ein besta plata Ís-
lands flokkast sem hamfarapopp.
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is
Framhald
á síðu 14