Fréttablaðið - 08.12.2018, Síða 42

Fréttablaðið - 08.12.2018, Síða 42
Vikurnar fyrir jólin eru yfirleitt annasamasti tími ársins hjá Jóa Fel en hann hefur starfað við bakstur í 35 ár. „Það er alltaf jafn gaman þegar jólin nálgast og þá lengjast gjarnan vinnudagarnir. Eftir öll þessi ár er þetta alltaf jafn skemmtilegur tími og það er svo gaman að sjá viðskiptavini koma til okkar og sjá gleðina skína úr and- litum þeirra. Það er bara eitthvað við það að finna ilminn af nýbök- uðum jólakökum koma úr ofninum þannig að þótt hraðinn og spennan sé mikil er þetta bara svo gefandi.“ Hann segir ótrúlega lítið hafa breyst í gegnum tíðina þegar kemur að jólabakstri landsmanna. „Við erum að nota að mestu leyti sömu uppskriftir sem mömmur og ömmur okkar notuðu, hvort sem það er í bakstri heima fyrir eða í bakaríum. Jólahefðirnar eru svo sterkar hjá flestum og þar má helst engu breyta. Fyrir marga koma jólin ekki nema hin eða þessi kaka sé bökuð heima fyrir.“ Vinsælar kökur Ein mest selda jólakakan hjá Jóa Fel er brún hnoðuð lagkaka með smjörkremi. „Ég ólst upp við hana á æskuheimili mínu og þegar ég byrja að baka hana koma jólin hjá mér. Ef ég ætti að nefna einhverjar nýjungar þá eru það helst Söru Bernhard kökurnar sem margir tengja við jólin í dag. Við seljum á milli 15 og 20 þúsund Sörur fyrir jólin og höfum vart undan. Fyrir nokkrum árum bjó ég til nýja tegund af Sörum sem ég kalla Dívur. Þær eru með hvítu súkkulaði og vanillukremi og svo hjúpaðar með hvítu súkkulaði. Þær verða vinsælli með hverju árinu en þær fást ein- göngu í bakaríunum okkar. Svo verð ég að minnast á Frostrósina okkar sem er súkkulaði tryffle kaka með hindberjum og krókanti. Við bjóðum alltaf upp á kökuna fyrir jólin, hún er stórglæsileg og geymist vel, enda er þetta eins og einn stór konfekt moli.“ Negulkökur mömmu í uppáhaldi Eins og gefur að skilja bakar Jói lítið heima fyrir jólin enda sérlega annasamur tími. „En ég á alltaf brúna lagköku heima og eitthvað af smákökum. Uppáhaldið mitt er þó negulkökurnar sem mamma og amma bökuðu hér áður fyrr. Núna eru jólakökurnar borðaðar allan desembermánuð en áður fyrr bara rétt yfir jólin. Landsmenn vilja hafa jólahátíðina lengi og helst njóta næstum allan desember, borða góðan mat og fá sér kaffi og smá- kökur.“ Jói Fel rekur fjögur bakarí á höfuð borgarsvæðinu, við Hring- braut í Reykjavík, í Litlatúni í Garðabæ, í Smáralindinni í Kópa- vogi og í Holtagörðum í Reykjavík en þar fer auk þess öll bökun fram. Bakarí Jóa Fel selja á milli 15 og 20 þúsund Sörur fyrir hver jól og hafa starfsmenn vart undan við að baka þær. Jólasnúðarnir eru bæði bragðgóðir og fallegir í útliti. Fyrir nokkrum árum bjó Jói Fel til nýja tegund af Sörum sem kallast Dívur. Þær eru með hvítu súkkulaði og van- illukremi og svo hjúpaðar með hvítu súkkulaði. Frostrós er súkkulaði tryffle kaka með hindberjum og krókanti. Glæsileg kaka sem er eins og stór konfektmoli. Jói Fel ásamt Bjarna Bjarnasyni bakara, samstarfsfélaga til næstum 20 ára. Framhald af forsíðu ➛ ,,Við erum að nota að mestu leyti sömu uppskriftir sem mömmur og ömmur okkar notuðu, hvort sem það er í bakstri heima fyrir eða í bakaríum,“ segir Jói Fel. MYND/SIG- TRYGGUR ARI Það er bara eitt- hvað við það að finna ilminn af nýbök- uðum jólakökum koma úr ofninun. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 8 . D E S E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 0 8 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :1 4 F B 1 2 0 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 A F -E C 2 0 2 1 A F -E A E 4 2 1 A F -E 9 A 8 2 1 A F -E 8 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 0 s _ 7 _ 1 2 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.