Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.12.2018, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 12.12.2018, Qupperneq 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Hljóðbókin með sögunni og tónlistinni í flutningi Sinfóníu- hljómsveitar Íslands fæst í streymi á forlagid.is Sögurnar um Maxa hafa heillað unga sem aldna víða um heim NÝ ÆVINTÝRI MAXA NÝ ÆVINTÝRI MAXA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið alla virka daga 10–18 | Helgar 11–19 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA „Hvar sem tónlist hljómar, þar verða allir glaðir!“ ALÞINGI Frumvarp um veiðigjöld var afgreitt á Alþingi í gær en með lög- unum er aðferðafræði við útreikning gjaldsins breytt. Verður gjaldtakan nú byggð á upplýsingum sem eru nær í tíma en áður. Breytingartillaga Viðreisnar, Samfylkingarinnar, Pírata og Flokks fólksins var felld en hún gerði ráð fyrir að gildandi lög yrðu framlengd um eitt ár. Þannig gæfist meiri tími til að vinna málið betur. Alls greiddu 32 þingmenn atkvæði með frum- varpinu, 16 greiddu atkvæði gegn því og tíu greiddu ekki atkvæði. Logi Einarsson, formaður Sam- fylkingarinnar, sagði að samþykkt málsins fæli í sér „mjög sérkenni- lega og jafnvel nöturlega afstöðu til hugmynda um réttlæti“. Verið væri að létta álögum af fyrirtækjum sem hefðu greitt mikinn arð á síðustu árum. Lilja Rafney Magnúsdóttir, for- maður atvinnuveganefndar, sagði að verið væri að „afkomutengja veiðigjöld í rauntíma og tryggja þjóðinni sanngjarna auðlindarentu af sameiginlegri auðlind þjóðar- innar“. – sar Frumvarp um veiðigjöld samþykkt DómsmáL Hemn Rasul Hamd var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í tveggja og hálfs árs fang- elsi fyrir að nauðga konu á klósetti skemmtistaðarins Hressó í febrúar 2016. Hamd játaði við aðalmeðferð málsins að hafa átt samfarir við konuna á klósettinu en hélt því fram að það hefði verið með vilja beggja. Var honum samkvæmt ákæru gefið að sök að hafa nauðgað konunni, beitt hana ofbeldi og notfært sér að hún gat ekki spornað gegn verknað- inum. Konan bar því þó við að hafa aðeins drukkið þrjá bjóra umrætt kvöld, einn í heimahúsi og tvo á skemmtistaðnum en að hafa fundið skyndilega verulega á sér eftir þann síðari. Vitni báru því öll við að ástand konunnar hefði ekki verið í samræmi við áfengisneyslu hennar og gefið í skyn að hugsanlega hefði konunni verið byrluð ólyfjan. Dómurinn mat brotaþola hafa gefið staðfastan framburð, studdan öðrum sönnunargögnum og því bæri að sakfella Hamd. Auk refs- ingar þarf hann að greiða konunni 1,5 milljónir í miskabætur. – smj Nauðgaði konu á klósetti Hressó Auk tveggja og hálfs árs fangelsisvistar þarf maður- inn að greiða konunni 1,5 milljónir í miskabætur sAmGÖNGUr „Við þurfum að fá að vita hvað meirihlutinn er að hugsa því ef það er ætlunin að þvinga þetta í gegn þá hefur það auðvitað áhrif á það hvernig við högum okkar þing- störfum,“ segir Hanna Katrín Frið- riksson, þingflokksformaður Við- reisnar og fulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd, um breytingartil- lögu meirihluta nefndarinnar um að koma á veggjöldum. Nefndin fundaði um málið í gær- morgun og aftur í kvöldverðarhléi þingfundar. Samkvæmt starfs- áætlun á þingið að ljúka störfum fyrir jólafrí á föstudag og því ljóst að naumur tími er til stefnu. Jón Gunnarsson, settur formað- ur nefndarinnar, sagði síðdegis í gær að enn væri verið að vinna að útfærslu þessara hugmynda. „Við erum að vinna í þessu nefndaráliti og erum að stefna að því að fara sem lengst með það í dag.“ Hanna Katrín segir að Viðreisn hafi það á stefnuskrá sinni að skoða gjaldtöku sem leið til að flýta sam- gönguframkvæmdum en segir ekk- ert liggja á nú. „Þetta er samfélagsbreyting og ég vil bara fá tækifæri til að ræða við okkar bakland og kjósendur. Við erum með mjög einfalda kröfu um að málið verði saltað fram yfir ára- mót. Það breytir engu hvort þetta verði afgreitt í febrúar nema því að við getum rætt þetta í sátt.“ Hún segir að minnihlutinn eigi erfitt með að setja sig inn í málið því á hverjum fundi komi uppfært skjal frá meirihlutanum. Þá liggi ekki nákvæmlega fyrir hvert fjár- munirnir fari. Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni, segir að um sé að ræða svo mikla breytingu að hann telji að um nýtt þingmál sé að ræða. „Þetta er sett fram sem hluti af nefndaráliti meirihlutans sem við getum ekki gert breytingartillögur við. Þarna eru fullmótuð tilmæli til ráðherra um hvernig eigi að haga veggjöldum. Það stendur til að setja á veggjöld á allar stofnbrautir út úr Reykjavík, öll jarðgöng og vegna einstaka framkvæmda.“ Til standi að fjármagna 76-77 milljarða fram- kvæmdir með veggjöldum fram til ársins 2033. „Ráðherrann kallar eftir kjarki og þori til að klára þetta. Hvers konar kjarkur og þor er það hjá honum að láta okkur gera þetta?“ sighvatur@frettabladid.is Spyr um kjark ráðherra þegar komi að upptöku veggjalda Gert er ráð fyrir að veggjöld verði tekin upp á öllum stofnleiðum til og frá höfuðborginni og í öllum jarðgöngum landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Þingmenn stjórnarand- stöðunnar gagnrýna að koma eigi veggjöldum inn í samgönguáætlun í miklum flýti. Ekkert liggi á og nauðsynlegt sé að ræða málið betur. FÍB: Stórfelldar skattahækkanir „Við gerum mjög alvarlegan fyrirvara við þetta enda um stórfellda skattahækkun að ræða ef af verður. Fyrir utan að þarna eru alls konar töfralausnir boðaðar en enginn kostnaður nefndur,“ segir Runólfur Ólafs- son, framkvæmdastjóri FÍB. Hann bendir á að samkvæmt samgönguáætlun sé gert ráð fyrir að verja 29 milljörðum í nýframkvæmdir og viðhald en að ríkið innheimti um 80 milljarða af bílum og umferð árlega. „Þar af eru 40 milljarðar í notendagjöld af bifreiðum og við teljum eðlilegt að þessum fjármunum verði varið til vega- framkvæmda.“ Þá hefur hann áhyggjur af kostnaði við eftirlit og inn- heimtu veggjalda. „Hver króna er svo illa nýtt í svona kerfi, sér- staklega þegar þú ert með svona fáa notendur.“ Rúnar Garðarsson, formaður hópbílanefndar SAF, segir að ekkert samtal hafi átt sér stað við stjórnvöld um hugmyndir um veggjöld. „Ég lýsi yfir miklum áhyggjum af þessum hug- myndum. Öll svona gjöld þýða auðvitað aukinn kostnað.“ Kristján Þór Júlíusson sjávar- útvegsráðherra. Hressingarskálinn er við Austurstræti 20 í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 1 2 . D e s e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K U D A G U r4 f r é t t I r ∙ f r é t t A b L A Ð I Ð 1 2 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 3 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 B 6 -9 4 C C 2 1 B 6 -9 3 9 0 2 1 B 6 -9 2 5 4 2 1 B 6 -9 1 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.