Fréttablaðið - 12.12.2018, Page 8

Fréttablaðið - 12.12.2018, Page 8
Pantaðu á kronan.is fyrir 15. desember Kemur í verslanir 21. des. Afgreiðslutímar á www.kronan.is Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl. Pantaðu þína Wellington 3399 kr.pk. Vegan Wellington, 800 g Samgöngur Vaxtakostnaður vegna Vaðlaheiðarganga verður um 700 milljónir á næstu árum ef marka má orð formanns stjórnar Vaðlaheiðar­ ganga hf. um framvindu verkefnis­ ins. Opna á göngin formlega þann 12. janúar næstkomandi en for­ svarsmenn ganganna vonast eftir að geta hleypt umferð um göngin fyrir jól. Stjórn Vaðlaheiðarganga kynnti veggjaldafyrirkomulag ganganna á fundi í gær. Stakt gjald fyrir fólks­ bifreið mun verða 1.500 krónur en ódýrast verður að kaupa hundrað ferðir á 700 krónur ferðina. Gjald fyrir stórar bifreiðar, yfir 3.500 kíló, verður 6.000 krónur. Ekki verður mönnuð gjald stöð í göngunum heldur verður ný tækni notuð þar sem hægt er að kaupa staka ferð í gegnum snjallforrit. Einnig er hægt að skrá sig í áskrift og kaupa ferðir fyrirfram á vefsíðu fyrirtækisins, veggjald.is. Hver ein­ staklingur getur skráð sig fyrir þremur bifreiðum. Raftákn og Efla hafa hannað kerfi sem gerir kaup á fargjöldum auðveldari fyrir ein­ staklinga. Hilmar Gunnlaugsson, formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga, segir að endanlegur kostnaður við göngin muni liggja í kringum 17 milljarða króna og samkvæmt útreikningum fyrirtækisins ætti að vera hægt að greiða upp lánið á um 28 árum. Einnig sagði hann að vextir af lang­ tímalánum verði ekki hærri en 4,2 prósent. „Þegar verður komin reynsla á rekstur ganganna munum við fara í langtímafjármögnun og þá fyrst vitum við hvaða vextir bjóðast okkur. Væntingar okkar eru hins vegar að þeir verði ekki meiri en 4,2 prósent,“ segir Hilmar. „Við byggjum okkar áætlun á spá Vega­ gerðarinnar um umferð og svo gerum við ráð fyrir sömu aukningu og Vegagerðin árlega.“ Ef vextir af 17 milljörðum verða um fjögur prósent er líklegt að vaxtakostnaðurinn hlaupi á hund­ ruðum milljóna króna. Mikill vatns­ elgur í göngunum, með bæði heitu og köldu vatni, gerði g a n g a m ö n n u m erfitt um vik. Va t n s e l g u r i n n kom ekki fram í t i lraunabor ­ unum á sínum tíma þrátt fyrir að bergið í Vaðla­ heiðargöngum hafi verið meira rannsakað en í Hvalfjarðargöng­ unum á sínum tíma. Umferð um svæðið hefur aukist um 60 prósent frá því ákveðið var að hefja framkvæmdir við göngin. Sú aukning, sem er að miklu leyti vegna aukinna umsvifa í ferða­ þjónustu, kemur sér afar vel fyrir framkvæmdaraðila en án hennar væri ljóst að tekjurnar myndu aldrei standa undir kostnaðinum. sveinn@frettabladid.is Vaxtakostnaður 700 milljónir Göngin opna 12. janúar næstkomandi. Fréttablaðið/auðunn Þegar komin verður reynsla á rekstur ganganna munum við fara í langtímafjár- mögnun og þá fyrst vitum við hvaða vextir bjóðast okkur. Hilmar Gunnlaugsson, formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga 4,2% er ósk formanns stjórnar að verði hæstu mögulegu vextir sem fyrirtækið fái á lang- tímaláni. Vaðlaheiðargöng verða opnuð 12. janúar en vonast er til að umferð verði hleypt um göngin fyrir jól. Áætlað er að kostnaður við verkið endi í um 17 milljörðum króna. Vaxtakostnaður mun nema hundruðum milljóna króna. Bandaríkin Donald Trump, for­ seti Bandaríkjanna, fékk Nancy Pelosi og Chuck Schumer, leiðtoga Demókrata í fulltrúa­ og öldunga­ deild þingsins, á sinn fund í gær til þess að ræða um fjármögnun fyrir byggingu veggjar á landamærunum við Mexíkó. Trump fer fram á fimm milljarða dala viðbót en Demó­ kratar virðast ekki ætla að láta það eftir forsetanum enda lengi talað gegn veggnum. Byggingin var helsta kosninga­ loforð Trumps í forsetakosninga­ baráttunni. Þá sagði hann reyndar að Mexíkó myndi að lokum greiða fyrir byggingu veggjarins. Hann hefur þó ekki útskýrt þá hugmynd. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu var mikil togstreita á fundinum. Demókratarnir komu því á fram­ færi að fimm milljarðar væri of mikið. Náist ekki að koma málinu í gegnum þingið er hins vegar ljóst að alríkisstjórninni, það er öllum þeim stofnunum sem hún rekur, kunni hreinlega að verða lokað. „Ef við fáum ekki það sem við viljum, hvort sem herinn eða þið eða einhver annar hjálpar okkur, þá mun ég loka alríkisstjórninni. Og ég yrði stoltur af því að loka alríkisstjórninni í þágu öryggis á landamærunum. Ég skal taka það á mig. Ég skal vera sá sem lokar,“ sagði Trump á fundinum. – þea Hótar lokun vegna veggjarins landamæraveggurinn var helsta kosningaloforð Donalds trump. Ég yrði stoltur af því að loka alríkis- stjórninni í þágu öryggis á landamærunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna 1 2 . d e S e m B e r 2 0 1 8 m i Ð V i k u d a g u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a Ð i Ð 1 2 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 3 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 B 6 -B C 4 C 2 1 B 6 -B B 1 0 2 1 B 6 -B 9 D 4 2 1 B 6 -B 8 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.