Fréttablaðið - 12.12.2018, Side 24

Fréttablaðið - 12.12.2018, Side 24
Margir réðu stofn-endum Snaps, sem er einn vin-sælasti veitinga-staður landsins, frá því að opna staðinn. „Hugmyndin kviknaði í lok árs 2011 þegar efnahagslífið var enn að sleikja sárin eftir fjármála- hrunið. Sagt var við okkur að veit- ingastaðurinn myndi aldrei ganga enda er hann ekki við aðalgötu,“ segir Sigurgísli Bjarnason viðskipta- fræðingur sem stofnaði Snaps ásamt Stefáni Melsted kokki. Stefán rifjar upp að feður þeirra, veitingamaður og lögmaður, hafi verið býsna áhyggjufullir gagnvart hugmyndinni í byrjun. Sigurgísli segir að faðir hans, sem er veitinga- maður, hafi séð fyrir sér árin þegar hann rak Cafe Óperu í miðbæ Reykjavíkur, sem var einn vinsælasti veitingastaður landsins, í kringum 1990, ljóslifandi. „Þrátt fyrir miklar vinsældir var það erfiður tími og rekstrarumhverfi erfitt.“ Opnuðu á góðum tíma Af hverju ákváðuð þið að kýla á þetta? Stefán: „Við höfðum trú á þeirri hugmynd að opna veitingastað eins og við vildum borða á og vorum harðákveðnir í að láta hann verða að veruleika. Það kom líka á daginn að við opnuðum Snaps á góðum tíma, árið 2012. Fáir voru að opna nýja veitingastaði í miðbænum og efna- hagslífið var að rétta úr kútnum.“ Veitingamennirnir voru um þrí- tugt við stofnun Snaps. „Við lögðum til þrjár milljónir í hlutafé og tókum sjö milljónir króna að láni,“ segir hann. Sigurgísli segir að þeir hafi fengið hagstæðan leigusamning til 15 ára og fjölskylda, vinir, frændur og frænkur réttu þeim hjálparhönd við undirbúning opnunarinnar. „Við sættum okkur við að nota gömlu eldhúsinnréttinguna hans afa á barinn, keyptum gamla kæla og fyrsti djúpsteikingarpotturinn fannst í nytjagámi á Bíldudal. Við keyptum antíkstóla frá Dan- mörku en pabbi átti mikið inni í geymslu sem við gátum nýtt, eins og marmaraborð sem voru á gamla Vörumarkaðnum í Ármúla og ljós frá Cafe Óperu. Speglar og fataheng- ið komu úr gamalli hárgreiðslustofu á móti Vitabar. Þessir hlutir gæða veitingastaðinn lífi,“ segir hann. Sigurgísli og Stefán stóðu sjálfir að því að innrétta staðinn og nutu aðstoðar Hálfdánar Petersen hönn- uðar. „Birgjar sýndu okkur mikla þolinmæði í upphafi og þetta hefði ekki verið hægt án þess góða sam- bands sem við eigum við þá.“ Fyrsta árið var strembið Stefán: „Fyrsta árið var strembið. Við gátum iðulega ekki greitt okkur laun fyrstu sex til átta mánuðina. Ég spurði Sigurgísla oft eftir að við borguðum launin hvað væri mikið eftir. Sigurgísli sagði þá fimm þús- und krónur! Og við önduðum léttar því að við gátum greitt starfsfólk- inu laun á réttum tíma. Þetta stóð stundum tæpt en hefur alltaf gengið upp. Eitt af því sem við, sem stjórn- endur fyrirtækis, höfum áhyggjur af er að geta greitt laun. Við sögðum í upphafi að við vildum reka fyrir- tækið með heiðarlegum hætti og standa okkar plikt gagnvart starfs- mönnum og skattinum. Eftir sex til átta mánuði gátum við greitt okkur einhver laun og eftir þrjú ár urðu launin eins og hefð- bundin kokkalaun. Á þessum tíma borðuðum við einfaldlega starfs- mannamatinn í flest mál og vorum hér öllum stundum, ég í kokka- fötum og Sigurgísli með svuntuna. Við eyddum þess vegna litlu.“ Stefán segir að fyrsta árið hafi Snaps tapað peningum. „Við vorum að læra á reksturinn og vorum að vinna með lágt verð. Þess vegna töpuðum við fyrsta árið. Samt var brjálað að gera hjá okkur.“ Sigurgísli: „Það héldu allir að við hefðum ansi gott upp úr Snaps en staðreyndin var sú að við töpuðum tíu milljónum króna fyrsta árið.“ Vín hússins lítið hækkað í verði Stefán: „Við stilltum verðið af en gættum þess sérstaklega að hafa álagninguna á vínum hóflega. Við vildum frekar halda verðinu lágu. Hugmyndin er að selja í staðinn fleiri flöskur. Vín hússins hefur til dæmis einungis hækkað um 5 pró- sent á síðastliðnum sex árum.“ Hvers vegna virkar Snaps? Sigurgísli: „Í grunninn er þetta sambland af sanngjörnu verði, góðri upplifun og gæðum í mat og drykk og góðu starfsfólki sem margt hvert Náðu góðum tökum á rekstri Snaps Snaps, einn vinsælasti veitingastaður landsins, opnaði dyr sínar á góðum tíma árið 2012. Fáir voru að opna nýja veitingastaði í miðbæn- um og efnahagslífið var að rétta úr kútnum. Stofnendurnir tveir lögðu til þrjár milljónir í hlutafé og tóku sjö að láni. Þeir sýndu útsjónar- semi við opnun staðarins eins og að innrétta með notuðum munum og fundu fyrsta djúpsteikingarpottinn í nytjagámi á Bíldudal. Stofnendurnir Sigurgísli Bjarnason og Stefán Melsted. „Við höfðum trú á þeirri hugmynd að opna veitingastað eins og við vildum borða á,“ segir Stefán. FréttaBlaðið/Sigtryggur ari Það þýðir ekkert að sjá eftir neinu. Það mikilvægasta er að hafa gaman af því sem við erum að gera. Stefán Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is Gengisþróun krónu er tvíeggjað sverð. Við njótum góðs af veikingu krónu því hún fer beint í vasa erlendra ferðamanna. En að sama skapi hækka aðföng. Þau eru mikið til innflutt og ef þau eru ekki innflutt krefjast þau í mörg- um tilfellum innflutts fóðurs eða áburðar. Sigurgísli 1 2 . d e s e m b e r 2 0 1 8 m I Ð V I K U d A G U r8 markaðurinn 1 2 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 3 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 B 6 -C 1 3 C 2 1 B 6 -C 0 0 0 2 1 B 6 -B E C 4 2 1 B 6 -B D 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.