Fréttablaðið - 12.12.2018, Side 40

Fréttablaðið - 12.12.2018, Side 40
PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar, endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn. Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur Bókhald Jafnlaunavottun Áhættustýring Endurskoðun Verðmæti Hafðu samband því þinn árangur er mikils virði. Ráðgjöf Hámarkaðu árangurinn þinn og verðmæti með því að nýta þér fjölbreytta þekkingu og víðtæka reynslu PwC á öllum sviðum rekstrar Skattamál Markaðurinn instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is Miðvikudagur 12. desember 2018fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál | Stjórnar- maðurinn 06.12.2018 Meirihluti Landsréttar hefur staðfest þrjá dóma Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem viðurkennd- ur var eignarréttur Mentis, félags í eigu Gísla Heimissonar, forstöðumanns hugbúnaðarsviðs Kortaþjónustunnar, að samtals 7,2 prósenta hlut í Reiknistofu bankanna. Einn af þremur dómurum var á öndverðri skoðun og skilaði séráliti. Mentis keypti hlutinn í Reiknistofu bankanna í apríl 2016 en seljendur voru Kvika banki, Sam- band íslenskra sparisjóða og Sparisjóður Austurlands. Sparisjóður Höfðhverfinga taldi sig hins vegar hafa orðið eiganda að hlutnum með yfirlýsingu um beitingu forkaupsréttar í samræmi við samþykktir fyrir- tækisins en í málinu var deilt um hvort þrjátíu daga fresturinn til að nýta sér forkaupsréttinn hefði verið liðinn þegar tilkynning sjóðsins um nýtinguna barst stjórn RB. Var sérstaklega deilt um við hvað bæri að miða upphaf frestsins. Meirihluti Landsréttar taldi að upphaf frestsins til að neyta forkaupsréttar ætti að miðast við tilkynn- ingu til stjórnar Reiknistofu bankanna um tilboð. Sparisjóður Höfðhverfinga hefði tilkynnt um nýtingu forkaupsréttar síns meira en þrjátíu sólarhringum síðar og því hefði fresturinn verið liðinn. – kij Mentis réttur eigandi að hlut í rB Gísli Heimisson. Innflæðishöft á ein- hverja ákveðna fjármálagerninga eru bara fullkom- lega galin í mínum huga. Sigurður Viðarsson, forstjóri TM Theresa May tilkynnti á mánu- dag að atkvæðagreiðslu breska þingsins um Brexit-samning hennar yrði frestað um óákveð- inn tíma. Ljóst er að May er með því einungis að forðast óum- flýjanlegt tap í þinginu, en spár gerðu ráð fyrir að hún myndi tapa með um eða yfir hundrað þingmanna mun. Staða May er þröng svo ekki sé meira sagt og engir augljósir kostir í stöðunni. Leiðtogar ESB- ríkjanna hafa sagt að engar líkur séu á að May fái frekari eftirgjöf en var að finna í þeim samningi sem var á borðinu. Samkvæmt því eru engar líkur á að hún geti snúið aftur sigri hrósandi og lagt nýjan og betri samning fyrir þingið. Því er kostunum óðum að fækka og þeirra ólystugastur er sá að ganga úr Evrópusambandinu án þess að samkomulag liggi fyrir um samband Bretlands og Evrópu að útgöngu lokinni. Samkvæmt Englandsbanka myndi landsframleiðsla dragast saman um 8% strax á næsta ári, og atvinnuleysi margfaldast. Afleiðingarnar yrðu mun verri en þær sem fylgdu bankakrís- unni árið 2008. Ef rétt er sem May segir og valið snýst um „minn díl eða engan díl“, ættu allir skynsamir menn að geta sameinast um fyrri kostinn. Þriðja leiðin er hins vegar einnig fær, og nýtur æ meiri stuðnings. Hún er sú að ganga hreinlega alls ekki úr Evrópusambandinu. Það skyldi þó ekki vera að May boði til annarrar Brexit- atkvæðagreiðslu? Kannanir sýna að meirihluti breskra kjósenda vill nú vera áfram í ESB enda afleiðingar útgöngu alltaf að koma betur í ljós. Það væri ef til vill við hæfi að hringavitleysan Brexit endaði á sama stað og hún byrjaði. Bretland yrði áfram í ESB og Brexit reyndist ferð án fyrirheits. Þeir sem nú hvetja undir rós til útgöngu Íslands úr EES ættu að hugsa sig tvisvar um. Ferð án fyrirheits 1 2 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 3 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 B 6 -9 9 B C 2 1 B 6 -9 8 8 0 2 1 B 6 -9 7 4 4 2 1 B 6 -9 6 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.