Fréttablaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 2
Veður
Suðvestan 8-15 og él í dag en létt-
skýjað á norðaustanverðu landinu.
Hiti 0 til 7 stig, hlýjast sunnanlands,
heldur kólnandi veður. SJÁ SÍÐU 20
Síðasti dagurinn
Það var mögulega tilfinningarík stund þegar þessi starfsmaður Póstsins lokaði í síðasta skipti útibúi Póstsins í Pósthússtræti í gær. Pósturinn er
nú fluttur þaðan eftir um 150 ára veru á staðnum. Þjónustan er flutt í Bændahöllina á Hótel Sögu en þangað flyst líka útibú Póstsins á Eiðistorgi
á Seltjarnarnesi. Því útibúi var sömuleiðis lokað í gær. Nýja pósthúsið mun þjóna íbúum í póstnúmerum 101, 107 og 170. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Þú færð Víg Snorra á næsta
flugeldamarkaði björgunarsveitanna
Samsett kaka sem skýtur upp
þyrpingu af 10 kúlum í einu
með gulllituðum hala. Kúlurnar
springa í rauðar, grænar og gular
stjörnur með brakandi leiftri.
skot
53
SEK
4
5
16
100
kg
VEÐUR „Ef það verður ekki alhvítt
næstu þrjá daga þá verður þetta ár
númer fjögur í röðinni hvað snjó-
hulu í Reykjavík snertir frá 1961,“
segir Þóranna Pálsdóttir, veður-
fræðingur á Veðurstofu Íslands.
Eins og Reykvíkingar hafa tekið
eftir eru þeir dagar sem snjó hefur
fest í höfuðborginni það sem af er
vetri teljandi á fingrum annarrar
handar.
Nánar tiltekið segir Þóranna
að dagar með alhvítri jörð þetta
haustið teljist aðeins hafa verið þrír;
5. nóvember og 4. og 5. desember.
Ávallt sé miðað við stöðuna eins og
hún sé klukkan níu að morgni hvers
dags. Mat hafi verið gert á þessu frá
1961.
Fara þarf sextán ár aftur í tím-
ann til að finna snjóléttara haust í
Reykjavík. Árin 2002 og 1987 taldist
enginn dagur í desember vera með
alhvítri jörð, að sögn Þórönnu. „Það
var miklu hlýrra í desember 2002 og
1987 heldur en núna, alveg fádæma
hlýtt,“ segir hún.
Árin 1976 og 1987 taldist aðeins
einn frá októberbyrjun fram til
áramóta vera með alhvítri jörð í
Reykjavík. Og haustið 2002 voru
dagarnir aðeins tveir.
Miðað við veðurspár nú gæti
snjóað í höfuðborginni daginn
fyrir gamlársdag. Ef þannig bætist
við einn snjóhuludagur í Reykjavík
myndi árið 2018 jafna árið 2000
með fjóra alhvíta haustdaga.
Aðspurð segir Þóranna ekki séð
fyrir endann á því að jörð verði auð.
„Það er ekki sjáanlegt í kortunum
enn þá að snjó fari að kyngja niður.“
Hún hafi engar sérstakar kenningar
um hvers vegna staðan sé þessi nú.
Allir merki hins vegar breytingar í
veðri. Hins vegar sé ágætt í öllu tali
um breytingar að minnast áður-
nefndra dæma úr fortíðinni.
„Þó að okkur finnist þetta skrítið
þá var 1987 og 2002 mjög skrítið,“
segir Þóranna. gar@frettabladid.is
Aðeins þrjú snjóléttari
haust í nærri sextíu ár
SVÍÞJÓÐ Gamlárskvöld þessa árs
verður það síðasta sem hver sem
er getur skotið upp flugeldum í Sví-
þjóð. Frá og með 1. júní á næsta ári
má bara selja þeim sem eru með sér-
stakt leyfi flugelda á stýripinnum.
Þeir sem vilja skjóta upp slíkum
flugeldum þurfa leyfi frá sveitar-
félaginu og þurfa auk þess að hafa
farið á sérstakt námskeið. Mark-
miðið er að draga úr slysum.
Ólöglegur innflutningur á flug-
eldum þykir enn mikill vandi. Svíar
kaupa mikið magn flugelda á netinu
frá Póllandi. – ibs
Þurfa sérstakt
flugeldaleyfi
ÞJÓNUSTA Reykjavíkurborg býður
eins og fyrri ár íbúum ókeypis sand
og salt. „Íbúar sem vilja bæta öryggi
á gönguleiðum í nágrenni sínu og
heimreiðum geta náð í salt og sand
á hverfastöðvar og verkbækistöðvar
Reykjavíkurborgar,“ segir í tilkynn-
ingu.
Stöðvarnar eru við Svarthöfða
hjá Stórhöfða, við Njarðargötu, í
Jafnaseli, við Árbæjarblett, á Raf-
stöðvarvegi og á Kjalarnesi. „Íbúar
eru hvattir til að hafa með sér ílát
en einnig er mögulegt að fá poka á
staðnum. Skóflur eru við sand- og
salthrúgurnar,“ segir nánar.
Stöðvarnar eru opna klukkan
7.30 virka daga og eru opnar til
17.00 á mánudögum. Þriðjudaga og
miðvikudaga er opið til 16.00 en á
föstudögum er opið til nákvæmlega
15.25. – gar
Reykvíkingar fá sand og salt
Íbúar í Reykjavík frá salt og sand eins og þeir þurfa. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Svíar reyna að fækka flugelda slysum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Það er ekki
sjáanlegt í kort-
unum enn þá að snjó fari að
kyngja niður.
Þóranna Pálsdóttir veðurfræðingur
Haustið 2018 hefur verið
óvenjulega snjólétt. Í
Reykjavík teljast aðeins
þrír dagar hafa verið
með alhvítri jörð. Eru
sextán ár frá því jörð var
alhvít í færri daga. Veður-
fræðingur segir ekkert
benda til þess að snjó
kyngi niður á næstunni.
Einn af þremur snjódögum haustsins í Reykjavík var 5. nóvember. Þá grunaði
sjálfsagt fáa hversu fágætur snjórinn yrði þetta haust. FRÉTTABLAÐIÐ/
2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
8
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:2
3
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
E
9
-2
4
7
4
2
1
E
9
-2
3
3
8
2
1
E
9
-2
1
F
C
2
1
E
9
-2
0
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
5
6
s
_
2
7
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K