Fréttablaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 2
Veður Suðvestan 8-15 og él í dag en létt- skýjað á norðaustanverðu landinu. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast sunnanlands, heldur kólnandi veður. SJÁ SÍÐU 20 Síðasti dagurinn Það var mögulega tilfinningarík stund þegar þessi starfsmaður Póstsins lokaði í síðasta skipti útibúi Póstsins í Pósthússtræti í gær. Pósturinn er nú fluttur þaðan eftir um 150 ára veru á staðnum. Þjónustan er flutt í Bændahöllina á Hótel Sögu en þangað flyst líka útibú Póstsins á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. Því útibúi var sömuleiðis lokað í gær. Nýja pósthúsið mun þjóna íbúum í póstnúmerum 101, 107 og 170. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þú færð Víg Snorra á næsta flugeldamarkaði björgunarsveitanna Samsett kaka sem skýtur upp þyrpingu af 10 kúlum í einu með gulllituðum hala. Kúlurnar springa í rauðar, grænar og gular stjörnur með brakandi leiftri. skot 53 SEK 4 5 16 100 kg VEÐUR „Ef það verður ekki alhvítt næstu þrjá daga þá verður þetta ár númer fjögur í röðinni hvað snjó- hulu í Reykjavík snertir frá 1961,“ segir Þóranna Pálsdóttir, veður- fræðingur á Veðurstofu Íslands. Eins og Reykvíkingar hafa tekið eftir eru þeir dagar sem snjó hefur fest í höfuðborginni það sem af er vetri teljandi á fingrum annarrar handar. Nánar tiltekið segir Þóranna að dagar með alhvítri jörð þetta haustið teljist aðeins hafa verið þrír; 5. nóvember og 4. og 5. desember. Ávallt sé miðað við stöðuna eins og hún sé klukkan níu að morgni hvers dags. Mat hafi verið gert á þessu frá 1961. Fara þarf sextán ár aftur í tím- ann til að finna snjóléttara haust í Reykjavík. Árin 2002 og 1987 taldist enginn dagur í desember vera með alhvítri jörð, að sögn Þórönnu. „Það var miklu hlýrra í desember 2002 og 1987 heldur en núna, alveg fádæma hlýtt,“ segir hún. Árin 1976 og 1987 taldist aðeins einn frá októberbyrjun fram til áramóta vera með alhvítri jörð í Reykjavík. Og haustið 2002 voru dagarnir aðeins tveir. Miðað við veðurspár nú gæti snjóað í höfuðborginni daginn fyrir gamlársdag. Ef þannig bætist við einn snjóhuludagur í Reykjavík myndi árið 2018 jafna árið 2000 með fjóra alhvíta haustdaga. Aðspurð segir Þóranna ekki séð fyrir endann á því að jörð verði auð. „Það er ekki sjáanlegt í kortunum enn þá að snjó fari að kyngja niður.“ Hún hafi engar sérstakar kenningar um hvers vegna staðan sé þessi nú. Allir merki hins vegar breytingar í veðri. Hins vegar sé ágætt í öllu tali um breytingar að minnast áður- nefndra dæma úr fortíðinni. „Þó að okkur finnist þetta skrítið þá var 1987 og 2002 mjög skrítið,“ segir Þóranna. gar@frettabladid.is Aðeins þrjú snjóléttari haust í nærri sextíu ár SVÍÞJÓÐ Gamlárskvöld þessa árs verður það síðasta sem hver sem er getur skotið upp flugeldum í Sví- þjóð. Frá og með 1. júní á næsta ári má bara selja þeim sem eru með sér- stakt leyfi flugelda á stýripinnum. Þeir sem vilja skjóta upp slíkum flugeldum þurfa leyfi frá sveitar- félaginu og þurfa auk þess að hafa farið á sérstakt námskeið. Mark- miðið er að draga úr slysum. Ólöglegur innflutningur á flug- eldum þykir enn mikill vandi. Svíar kaupa mikið magn flugelda á netinu frá Póllandi. – ibs Þurfa sérstakt flugeldaleyfi ÞJÓNUSTA Reykjavíkurborg býður eins og fyrri ár íbúum ókeypis sand og salt. „Íbúar sem vilja bæta öryggi á gönguleiðum í nágrenni sínu og heimreiðum geta náð í salt og sand á hverfastöðvar og verkbækistöðvar Reykjavíkurborgar,“ segir í tilkynn- ingu. Stöðvarnar eru við Svarthöfða hjá Stórhöfða, við Njarðargötu, í Jafnaseli, við Árbæjarblett, á Raf- stöðvarvegi og á Kjalarnesi. „Íbúar eru hvattir til að hafa með sér ílát en einnig er mögulegt að fá poka á staðnum. Skóflur eru við sand- og salthrúgurnar,“ segir nánar. Stöðvarnar eru opna klukkan 7.30 virka daga og eru opnar til 17.00 á mánudögum. Þriðjudaga og miðvikudaga er opið til 16.00 en á föstudögum er opið til nákvæmlega 15.25. – gar Reykvíkingar fá sand og salt Íbúar í Reykjavík frá salt og sand eins og þeir þurfa. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Svíar reyna að fækka flugelda slysum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Það er ekki sjáanlegt í kort- unum enn þá að snjó fari að kyngja niður. Þóranna Pálsdóttir veðurfræðingur Haustið 2018 hefur verið óvenjulega snjólétt. Í Reykjavík teljast aðeins þrír dagar hafa verið með alhvítri jörð. Eru sextán ár frá því jörð var alhvít í færri daga. Veður- fræðingur segir ekkert benda til þess að snjó kyngi niður á næstunni. Einn af þremur snjódögum haustsins í Reykjavík var 5. nóvember. Þá grunaði sjálfsagt fáa hversu fágætur snjórinn yrði þetta haust. FRÉTTABLAÐIÐ/ 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 E 9 -2 4 7 4 2 1 E 9 -2 3 3 8 2 1 E 9 -2 1 F C 2 1 E 9 -2 0 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.