Fréttablaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 11
VÍNBÚÐIN DALVEGI LOKUÐ 2.-11. JANÚAR Vínbúðin Dalvegi verður lokuð vegna framkvæmda frá miðvikudeginum 2. janúar til föstudagsins 11. janúar. Við bendum viðskiptavinum á að næstu Vínbúðir eru í Smáralind og í Kauptúni Garðabæ. Vínbúðir með lengri opnunartíma eru í Skeifunni og Skútuvogi: mán-fös 10-20, lau 11-18. Við þökkum þolinmæðina og hlökkum til að taka á móti ykkur í enn betri Vínbúð. ÞÝSKALAND Leita gæti þurft til ann- arra ríkja Evrópusambandsins til þess að manna sérfræðistöður, svo sem lækna og upplýsingatæknifræð- inga, í þýska hernum. Þetta sagði Eberhard Zorn, einn yfirmanna hersins, í viðtali við dagblöð í eigu Funke Mediengruppe gær. Sjö ár eru liðin frá því herskylda ungmenna var afnumin í Þýska- landi. Því hefur herinn þurft að aug- lýsa af miklum krafti eftir fólki. Til að mynda til þess að manna stöður í sjóhernum og flughernum. „Vegna skorts á fólki þurfum við að leita til allra átta að góðu fólki. Einn kosturinn er að leita til annarra Evrópubúa,“ sagði Zorn. Samkvæmt sömu miðlum hafa stjórnvöld í Berlín nú þegar haft samband við önnur aðildarríki Evrópusambandsins. Einkum ríki í Austur-Evrópu. Nú þegar hefur um hálf milljón ríkisborgara annarra Evrópusambandsríkja, á aldrinum átján til þrjátíu ára, búsetu í Þýska- landi og er hugsanlegt að leitað verði til þess fólks. – þea Skoða að skrá Evrópubúa í þýska herinn SÁDI-ARABÍA Salman konungur fyrir- skipaði í gær uppstokkun í ríkis- stjórn landsins. Gerði hann fyrrver- andi fjármálaráðherrann Ibrahim al-Assaf að nýjum utanríkisráðherra. Salman gerði sömuleiðis fleiri breyt- ingar á tveimur æðstu ráðum Sádi- Arabíu. Ráðin hafa umsjón með efnahagsmálum og þjóðaröryggi og stýrir Mohammed krónprins, sem sagður er raunverulegur þjóðarleið- togi vegna veikinda konungs, þeim báðum. Að því er kom fram í umfjöllun AP-fréttaveitunnar virðast breyting- arnar til þess gerðar að treysta stöðu krónprinsins. Enda eru nýir meðlim- ir ráðanna sagðir nánir bandamenn hans. Engar breytingar voru gerðar á stöðu krónprinsins. Hann er því sem fyrr bæði varaforsætisráðherra og varnarmálaráðherra. Þetta eru fyrstu stóru breytingarn- ar sem gerðar eru á stjórninni í Sádi- Arabíu frá morðinu á blaðamann- inum Jamal Khashoggi í Tyrklandi í haust. Mohammed prins hefur verið bendlaður við morðið, sagður annaðhvort hafa fyrirskipað það eða í það minnsta vitað af því. – þea Uppstokkun í ríkisstjórn Sádi-Arabíu AUSTUR-KONGÓ Lögregluþjónar og hermenn skutu upp í loft og beittu táragasi á mótmælendur í borginni Beni í Austur-Kongó í gær. Mótmæl- endur höfðu þar brennt hjólbarða og ráðist að meðferðarstöðvum við ebólu til þess að tjá óánægju með landskjörstjórn (CENI). Reuters greindi frá. Kjörstjórn tilkynnti á miðviku- dag um að íbúar í Beni og Butembo fengju ekki að greiða atkvæði í for- seta-, þing- og sveitarstjórnarkosn- ingum sem fram eiga að fara á sunnu- daginn. Ástæðan er sú að þar geisar ebólufaraldur, sá næstversti í sögu álfunnar. Að minnsta kosti 350 hafa dáið hingað til. Þá er íbúum Yumbi einnig meinað að kjósa vegna þjóð- flokkaátaka. Borgirnar eru sagðar höfuðvígi stjórnarandstöðunnar og því ólík- legar til þess að kjósa flokk Josephs Kabila forseta, PPRD, og forsetafram- bjóðanda hans, Emmanuels Ramaz- ani Shadary. Martin Fayulu, vinsæll stjórnar- andstöðuframbjóðandi, hvatti í gær samlanda sína til þess að hefja alls- herjarverkfall í dag. „Mér ofbýður. Kjörstjórn hefur farið út fyrir öll velsæmismörk,“ sagði Pierre Lumbi, kosningastjóri Fayulu, við blaða- menn. Kosningarnar verða þær fyrstu í 34 ár þar sem Kabila er ekki á kjör- seðlinum. Hann tók við eftir að faðir hans var myrtur árið 2001. Þessar kosningar áttu að fara fram árið 2016 en hefur verið frestað ítrekað. Nú ótt- ast stjórnarandstæðingar að PPRD reyni að stela kosningunum. – þea Hermenn vörpuðu táragasi á mótmælendur í Austur-Kongó Lögregla eltir mótmælendur í Austur-Kongó í gær. NORDICPHOTOS/AFP Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. NORDICPHOTOS/AFP F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11F Ö S T U D A G U R 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 8 2 8 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 E 9 -4 B F 4 2 1 E 9 -4 A B 8 2 1 E 9 -4 9 7 C 2 1 E 9 -4 8 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.