Fréttablaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 38
Skotsilfur Ferskt kjöt rauk út á aðfangadegi jóla
Birgðir af fersku kjöti ruku út eins og heitar lummur á árlegu jólauppboði Smithfield-markaðarins í miðborg Lundúna sem haldið var á aðfangadag
jóla. Uppboðið nýtur jafnan mikilla vinsælda og freistaði fjöldi fólks þess að kaupa jólamatinn á afsláttarverði en að sögn skipuleggjandans, Gregs
Lawrence, var kjötið, til að mynda kalkúnn, nautakjöt og svínakjöt, selt á 50 til 60 prósenta lægra verði en í verslunum. NORDICPHOTOS/GETTY
Í viðtalsþættinum „Sprengisandi“ í nóvember síðastliðnum lét Már Guðmundsson seðlabankastjóri
þau orð falla að hann teldi að ef
samið yrði um hóflegar kauphækk-
anir í komandi kjarasamningum,
„gætu vextir á Íslandi einungis farið
á eina leið sem væri niður“. Ummæli
seðlabankastjóra ætti ekki að túlka
sem persónulegt loforð hans um að
lækka vexti hagi aðilar vinnumark-
aðarins sér skikkanlega, heldur lýsa
þau einfaldlega efnahagslegri stöðu
íslenska hagkerfisins, að því gefnu
að kjarasamningum verði háttað hér
með svipuðum hætti og í nágranna-
löndum okkar.
Þótt annað mætti lesa úr þeim bar-
lóm sem oft yfirgnæfir umræðuna á
Íslandi, er landið í efnahagslegu tilliti
stórt útgildi í alþjóðlegum saman-
burði. Meginútflutningsatvinnuvegir
þjóðarinnar byggjast á hreinni orku,
prótíni og náttúrufegurð og virðist
fátt benda til annars en að eftirspurn
eftir útflutningi okkar fari vaxandi,
jafnvel þótt hægja muni á heims-
búskapnum. Á sama tíma skulda
ríkissjóður, fyrirtæki og heimili lítið
í alþjóðlegum samanburði, og við-
skiptaafgangur hefur verið og mun
að líkindum áfram verða ríflegur.
Þjóðarbúið á meiri eignir erlendis
en skuldir og hátt í fimmtung tekna
flestra launþega rennur í dag inn í líf-
eyrissjóðskerfið.
Sett í samhengi við stöðu hag-
kerfisins þarf sú þróun sem hefur átt
sér stað á verðtryggðum lánskjörum
ríkissjóðs undanfarin ár ekki að
koma á óvart en frá 2016 hafa lang-
tímavextir verðtryggðra ríkisbréfa
meira en helmingast, úr rúmlega 3%
í innan við 1,5%. Þótt þeir vextir séu
enn nokkuð hærri en flestra annarra
vestrænna ríkja, endurspeglar lækkun
langtímavaxta allt í senn hátt sparn-
aðarstig, lágt skuldastig og væntingar
um að vöxtur hagkerfisins verði
mun hóflegri horft fram á veginn en
á undanförnum árum.
Þrátt fyrir þessar hagfelldu aðstæð-
ur hefur mikið umrót verið á innlend-
um fjármálamörkuðum á þessu ári og
einkum seinustu mánuði. Þrír þættir
hafa knúið umrótið áfram: Áhyggjur
af kjarasamningum, áhyggjur af
rekstri flugfélagsins WOW og áhyggj-
ur sem kviknuðu í sumar um að
ferðamönnum til landsins gæti verið
byrjað að fækka. Birtingarmyndin
hefur verið talsverð lækkun á gengi
krónunnar á síðari hluta ársins sem
og hækkun langtíma verðbólguálags
á skuldabréfamarkaði, sem kemur
fram í hækkun langtímanafnvaxta,
bæði í óverðtryggðum lánskjörum
ríkissjóðs og ekki síður í hækkun
fastra óverðtryggðra húsnæðisvaxta
heimila. Á árinu hafa fastir óverð-
tryggðir íbúðalánavextir hækkað hátt
í 1% að jafnaði og eru í dag á bilinu
6,8% til 7,4% sem er ótrúlega hátt í
árferði sem ætti að gefa tilefni til mun
lægri vaxta.
Þrátt fyrir þessa háu vexti hefur
orðið sprenging undanfarna mánuði
í bæði veitingu nýrra óverðtryggðra
íbúðalána sem og uppgreiðslu verð-
tryggðra lána hjá innlendum lána-
stofnunum. Um sannkallaða „U-
beygju“ er að ræða; á fyrstu mánuðum
ársins voru ný íbúðalán nær öll verð-
tryggð en nú á seinustu mánuðum
ársins eru nær öll ný lán óverðtryggð
með föstum vöxtum. Heimilin virðast
því í auknum mæli óttast vaxandi
verðbólgu.
Hvað veldur þessum áhyggjum
nú? Áhyggjur af örlögum WOW air
hafa snarminnkað síðustu vikur og
vöxtur virðist áfram vera í komum,
og einkum eyðslu, erlendra ferða-
manna. Þegar rykið hefur nú sest þá
blasir við að áhyggjur af verðbólgu og
krónunni beinast allar að niðurstöðu
kjarasamninga sem fram undan eru.
Markaðurinn sem og heimilin eru
óttaslegin yfir herskáum yfirlýsingum
verkalýðshreyfingarinnar sem virðast
í grunninn hafna helstu grundvallar-
lögmálum hagfræðinnar og engin
leið að sjá annað í spilunum en verð-
bólgu og gengisfall verði kröfugerðir
þeirra samþykktar. Þótt engir kjara-
samningar hafi verið undirritaðir
enn, er herkostnaðurinn af stríðsyfir-
lýsingum verkalýðsforystunnar
byrjaður að telja. Miðað við að ný
óverðtryggð íbúðalán séu að jafnaði
til þriggja ára, er aukinn kostnaður
þeirra heimila sem tóku óverðtryggð
íbúðalán í nóvembermánuði síðast-
liðnum 600 milljónir króna vegna
hækkunar vaxta á árinu, eða rúmlega
7 milljarðar króna á ársgrundvelli.
Fyrir 40 milljóna króna jafngreiðslu-
lán til 25 ára, er mánaðarleg greiðslu-
byrði slíks láns 26 þúsund krónum
hærri á mánuði nú en í byrjun árs. Á
endanum eru það heimilin sem borga
fyrir óábyrga kjarasamninga. Ljóst er
að mestu kjarabætur almennings eru
að niðurstaða kjarasamninga muni
stuðla að lægri vöxtum og lægri verð-
bólgu. Vonandi næst sátt um það.
600 milljónir á mánuði
Ég ábyrgist að hinn almenni Bandaríkjamaður telur ekki að glæpatíðni hafi lækkað né
að fólk sé öruggara en áður.“ Þetta
sagði fyrrverandi þingforsetinn
Newt Gingrich í frægu sjónvarps-
viðtali árið 2016. Þegar honum var
bent á að opinberar tölur sýndu
fram á hið gagnstæða sagði hann
slíkt tæknilega geta verið rétt en
að tilfinning fólks gæti einnig verið
sannleikur og öðrum væri frjálst að
velta sér upp úr staðreyndum mála.
Einhverra hluta vegna hefur
þessi nálgun átt mikilli velgengni
að fagna á árinu sem nú er að
líða, ekki síst í umræðu um efna-
hagsmál. Tölfræði og staðreyndir
mega sín lítils gegn reynslusögum
og tilfinningum og málflutningur
fagfólks drukknar í reiðihrópum
sjálfskipaðra talsmanna hópa sem
sagðir eru hafa orðið undir vegna
velgengni annarra. Því miður lítur
út fyrir að við séum í mínus eftir
árið og ekki er síst um að kenna
þróuninni í heimalandi Gingrich.
Fá lönd hafa hagnast jafn mikið á
innflutningi vinnuafls og frjálsum
alþjóðaviðskiptum í gegnum tíðina,
en þó hefur pirruðum almenningi
verið talin trú um að verndarstefna
og óvild í garð viðskiptaþjóða séu
nú hinar réttu leiðir fram veginn
(eða aftur til betri tíma). Forsetinn
vill reka seðlabankastjórann vegna
þess að vextir eiga að vera lægri,
útdeilir tollum eins og jólakortum
og hefur engan áhuga á upplýstri
umræðu um viðskiptajöfnuð. Fag-
fólki og fjölmiðlamönnum sem
byggja málflutning sinn á stað-
reyndum og málefnalegri aðferða-
fræði eru gerðar upp annarlegar
hvatir og alltaf skal vaðið beint í
manninn en ekki í boltann.
Þetta viljum við að sjálfsögðu
ekki sjá hér á Íslandi en einhverjar
glefsur litu þó dagsins ljós á árinu,
einkum hvað varðar vantraust á
tölum og málflutningi fagfólks. Við
getum vonandi öll verið sammála
um að orðfæri og málflutningur
Bandaríkjaforseta hjálpar ekki í
umræðunni um vöxt og skiptingu
kökunnar. Þeir sem eru ósammála
okkur eru ekki endilega vondir. Vel
menntað fólk er ekki þátttakendur
í samsæri gegn ákveðnum þjóð-
félagshópum.
Nú í aðdraganda kjarasamninga
skil ég vel áhyggjur félagsfólks BHM
um að menntun sé ekki metin til
launa en vonandi þarf ekki að bæta
við kröfunni um að menntun sé
metin marktæk. Við megum greini-
lega ekki gefa okkur að framþróun
sé sjálfsagður hlutur og kannski er
kominn tími á nýja upplýsingaröld.
Vonandi hefst hún árið 2019.
Er kominn tími á nýja upplýsingaöld?
Samið við
kínverskan risa
Icelandair Group
greindi frá því
í gær að félag-
ið hefði samið
við félagið BOC
Aviation um fjár-
mögnun á fyrir-
framgreiðslum á Boeing
737 vélum sem flugfélagið fær
afhentar árin 2019 og 2020. Um-
rætt félag er dótturfélag kínverska
ríkisbankans Bank of China, sem
er talinn næststærsti banki Kína
og sá fimmti stærsti í heiminum,
samkvæmt mati Global 500. Er
BOC Aviation jafnframt stærsta
flugvélafjármögnunarfélag Asíu.
Fram kom í tilkynningu Icelandair,
sem Bogi Nils Bogason stýrir, að
sjóðsstaða félagsins myndi hækka
um jafnvirði 19 milljarða króna í
kjölfar samningsins.
Nýr formaður
stjórnar 1912
Óttar Pálsson,
einn eigenda
LOGOS, hefur
tekið við sem
nýr stjórnar-
formaður 1912,
móðurfélags heild-
verslunar Nathan &
Olsen og Ekrunnar, sem þjónustar
stóreldhús með aðföng. 1912 er
sem kunnugt er í eigu systkinanna
Bjargar og Ara Fenger, sem jafn-
framt er forstjóri fyrirtækisins, og
móður þeirra Kristínar Fenger Ver-
mundsdóttur. Félagið hagnaðist
um 217 milljónir króna á síðasta
ári og dróst hagnaðurinn saman
um ríflega 40 prósent frá fyrra ári
þegar hann var um 380 milljónir
króna.
Ríkisstofnun
ársins
Það heyrir því
miður til undan-
tekninga að
ríkisstofnanir
haldi sig innan
fjárheimilda, eins
og þeim ber þó að
gera lögum samkvæmt. Það vakti
því sérstaka athygli um daginn
þegar Ríkisendurskoðun upplýsti
að Bankasýslan, sem fer með hluti
ríkisins í fjármálafyrirtækjum, hefði
skilað liðlega 20 milljóna króna af-
gangi á síðasta ári. Stofnunin fékk
99 milljóna fjárveitingu frá ríkinu
en eyddi aðeins 78 milljónum.
Stofnunin, sem Jón Gunnar Jóns-
son stýrir, hlýtur að vera ofarlega á
blaði yfir ríkisstofnanir ársins.
Agnar Tómas
Möller
sviðsstjóri hjá
Gamma
Björn Berg
Gunnarsson
fræðslustjóri
Íslandsbanka
2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R18 MARKAÐURINN
2
8
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:2
3
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
E
9
-5
0
E
4
2
1
E
9
-4
F
A
8
2
1
E
9
-4
E
6
C
2
1
E
9
-4
D
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
5
6
s
_
2
7
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K