Fréttablaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 6
icewear.is Icewear janúarútsala 2019-3.pdf 1 17/12/2018 09:31 FLUGMÁL „Það kom svolítið á óvart að það hafi verið nógu hált til þess að það hafi getað gerst,“ segir Jens Þórðarson, yfirmaður flugrekstrar- sviðs Icelandair, um aðdraganda þess að ein af þotum félagsins skemmdist að kvöldi jóladags. Þotan sem um ræðir er af gerð- inni Boeing 737 Max 1, framleidd á þessu ári. Hún er ein af nýjustu vélum Icelandair og ber ein- kennisstafina TF-ICY og nafnið Látrabjarg. „Hún stóð við rana og snerist til í vindinum,“ segir Jens sem kveður hvassviðrið ekki síður en hálkuna á jóladagskvöld hafa komið mönnum dálítið í opna skjöldu. „En svona gerist alveg og við höfum lent í þessu áður. Hún rakst utan í ranann utan við flug- stöðina,“ segir Jens sem kveður framenda á væng hafa rekist utan í landganginn. „Það urðu einhverjar skemmdir, ekki óskaplega miklar en það þarf að gera við þær og koma vélinni í gagnið aftur.“ Þotan var dregin inn í flugskýli eftir óhappið og er þar enn. „Það þarf að hanna svona viðgerðir og svo eru líka jól og þá tekur þetta lengri tíma,“ segir Jens um það hvenær áætlað er að þotan verði flughæf á ný. Látrabjarg kom til  landsins frá París á aðfangadag klukkan hálf fjögur. Óhappið varð hins vegar á jóladagskvöld og þá stóð þotan mannlaus við einn landganga Leifsstöðvar enda engin flug hjá Icelandair á þeim tíma. Aðspurður kveðst Jens ekki vita hversu mikið fjárhagslegt tjón Icel- andair beri vegna skemmdanna. „Það fer allt í gegn um trygginga- félag en er ekkert eitthvað svaka- legt,“ segir hann. Samkvæmt loftfaraskrá er TF- ICY í eigu Lagoon Leasing Co., Ltd. í Japan. – gar Ein af nýju þotum Icelandair fauk til á jóladagskvöld og skemmdist VIÐSKIPTI Yfirskattanefnd (YSKN) hefur staðfest úrskurð Ríkisskatt- stjóra (RSK) um að kaupaukar Kviku til starfsmanna bankans skuli skatt- leggjast sem tekjur þeirra en ekki fjármagnstekjur. YSKN staðfesti einnig niðurstöðu um álagningu tryggingagjalds og álags á vanskila- féð. Samtals mun Kvika því þurfa að greiða rúmar 145 milljónir króna vegna þessa. Áður hafði bankinn gert sátt við Fjármálaeftirlitið (FME) um greiðslu 35,5 milljóna sektar vegna greiðslnanna fyrir brot á reglum um kaupauka. Forsaga málsins er nokkur. Í nóv- ember 2015 tilkynnti bankinn RSK að fyrirhugað væri að skipta hluta- bréfum í bankanum í tvo flokka, A og B. Bréfum í A-flokki fylgdu þau réttindi sem almennt gilda um hlutabréf en hlutir í B-flokki veittu aðeins rétt til arðgreiðslna sem næmu tilteknum hluta hagnaðar. Þá gæti bankinn leyst þau bréf til sín hvenær sem er. Óskaði Kvika eftir bindandi áliti RSK á því hvort bæri að halda eftir staðgreiðslu  af sölu bréfanna á nafnverði til starfsmanna. Þá taldi bankinn að arð af bréfunum bæri að telja til fjármagnstekna. Í álitinu var talið að hvort tveggja skyldi telja til tekjuskatts. Þeirri niðurstöðu var skotið til YSKN sem féllst á skilning Kviku miðað við þær forsendur sem bankinn gaf upp. Í nóvember 2016 samþykkti stjórn Kviku sölu hluta í B-flokki til 34 starfsmanna bankans. Nafnvirði þeirra var tæpar 7,8 milljónir en kaupverð þeirra tæpar 39 milljónir. Kaupendur bréfanna voru þáver- andi forstjóri, framkvæmdastjórar, forstöðumenn, verkefnastjórar og sérfræðingar bankans. Aðrir starfs- menn eða aðilar utan bankans fengu ekki slík bréf. Á grundvelli þessa var handhöfum B-hlutabréfa greiddur arður. Greiðslur til ein- stakra hluthafa voru á bilinu 1,6 til 30,4 milljónir króna og samtals námu þær 407,6 milljónum. Kvika stóð skil á 81,5 milljóna króna stað- greiðslu fjármagnstekjuskatts vegna þessara arðgreiðslna í samræmi við bindandi álitið. Í kjölfar þessa krafði RSK bank- ann um svör um málið. Lyktir þeirra samskipta voru þær að RSK kvað upp úrskurð um að arðgreiðslurnar bæri að skattleggja sem tekjur en ekki fjármagnstekjur. Var það gert meðal annars sökum þess að arð- greiðslur til B-hluthafa hefðu verið hærri eftir því sem ábyrgð þeirra innan bankans varð meiri. Forsend- ur og málsatvik væru því í raun ekki þau sömu og þegar bindandi álitið var gefið. Því bæri að greiða 188,5 milljónir í tekjuskatt, 28 milljónir í tryggingagjald auk 10,7 milljóna álags. Frá þessu dróst áðurnefndur fjármagnstekjuskattur. Kvika skaut málinu til YSKN og krafðist þess að farið yrði eftir álit- inu. Á þetta féllst nefndin ekki. „[Rík ástæða var] til að gera ítarlegri grein fyrir ráðagerðum [Kviku] í beiðni félagsins um bindandi álit þann- ig að ekki færi á milli mála að þær vörðuðu einungis útvalda starfs- menn félagsins, þ.e. helstu stjórn- endur og lykilstarfsmenn, og enga aðra og að réttur starfsmanna til hlutakaupa myndi taka mið af stöðu þeirra og ábyrgð innan félagsins,“ segir meðal annars í niðurstöðu YSKN. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, vildi ekki tjá sig efnislega um málið þegar eftir því var leitað. Stutt væri síðan úrskurðurinn var kveðinn upp og ekki víst hver næstu skref yrðu. joli@frettabladid.is Kaupaukar kostuðu Kviku yfir hundrað milljónir í skatt Yfirskattanefnd hefur staðfest úrskurð Ríkisskattstjóra um að arðgreiðslur af B-hlutabréfum starfsmanna Kviku skuli skattleggjast sem tekjur. Kvika hafði greitt fjármagnstekjuskatt í samræmi við bindandi álit skattsins. Í úrskurðinum segir að upplýsingagjöf Kviku hafi verið ábótavant. Bankinn metur næstu skref. Kaupaukar Kviku hafa ekki farið athugasemdalaust fram hjá Fjármálaeftirlitinu og skattayfirvöldum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Icelandair þotan Jökulsárlón er sömu gerðar og Látrabjarg sem skemmdist á jóladagskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, vildi ekki tjá sig efnislega um málið NOREGUR Bensín- og dísilsala í vest- urhluta Óslóar hefur dregist saman um nær 30 prósent undanfarin tvö ár. Hið sama mun gerast um allan Noreg fyrir árið 2025 spáir ráð- gjafarfyrirtækið Rystad Energy, að því er segir í frétt Aftenposten. Árlega seljast á milli 40 til 50 þús- und rafbílar í Noregi. – ibs Bensínsala dregst saman Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku. SVÍÞJÓÐ Sex manns, allir frá Úsbekistan og Kirgistan, hafa verið ákærðir í Svíþjóð vegna gruns um að hafa ætlað að fjármagna hryðju- verk. Talið er að fé sem þeir sendu úr landi hafi verið varið til hryðjuverka Íslamska ríkisins. Þrír sexmenninganna eru ákærðir vegna gruns um að hafa undirbúið hryðjuverk. Hjá þeim fannst mikið magn efna og annars búnaðar sem ætlað var til að drepa og skaða fólk. Hinir ákærðu neita sök. Samkvæmt upplýsingum frétta- veitunnar TT hefur að minnsta kosti einn hinna ákærðu verið í tengslum við Rakhmat Akilov sem dæmdur var í lífstíðarfangelsi fyrir hryðju- verk á Drottningargötunni í Stokk- hólmi í apríl 2017. – ibs Þrír grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk Frá vettvangi hryðjuverks í Stokk- hólmi 2017. NORDICPHOTOS/AFP 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 E 9 -4 B F 4 2 1 E 9 -4 A B 8 2 1 E 9 -4 9 7 C 2 1 E 9 -4 8 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.