Fréttablaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 16
HANDBOLTI Íslenska karlalands-
liðið í handbolta hóf æfingar fyrir
heimsmeistaramótið, sem hefst
í janúar á komandi ári, skömmu
fyrir jól. Guðmundur Þórður Guð-
mundsson og Gunnar Magnússon
völdu þá 20 manna leikmannahóp
fyrir mótið, en með liðinu æfðu
einnig nokkrir leikmenn úr B-lands-
liðinu. Keppni lýkur ekki í Noregi og
Svíþjóð fyrr en skömmu fyrir ára-
mót og leikmenn íslenska liðsins
sem leika þar koma seint til móts
við hópinn. Þá var leikið í þýsku
efstu deildinni í gærkvöldi. Þar
áttust Guðjón Valur Sigurðsson og
samherjar hans hjá Rhein-Neckar
Löwen og Gísli Þorgeir Kristjánsson
og félagar hans hjá Kiel við.
Ísland leikur fyrsta æfingarleik
sinn af fimm þegar liðið og læri-
sveinar Arons Kristjánssonar hjá
Barein leiða saman hesta sína í
kvöld. Þetta er fyrri leikur af tveim-
ur sem liðin leika, en þau verða
svo saman í riðli á heimsmeistara-
mótinu. Auk Íslands og Bareins
eru Króatía, Spánn, Makedónía og
Japan undir stjórn Dags Sigurðs-
sonar í B-riðli mótsins sem leikinn
verður í München í Þýskalandi.
Seinni leikur Íslands og Bareins
fer fram á sunnudaginn kemur,
en báðir leikirnir verða leiknir í
Laugardalshöllinni. Ísland tekur
svo þátt í fjögurra liða æfingamóti
í Noregi dagana 3.-6. janúar. Þar
mætir íslenska liðið Noregi, Brasil-
íu og loks Erlingi Richardssyni og
liðsmönnum hans hjá Hollandi.
Þaðan heldur liðið svo til München
og mætir Króatíu í fyrsta leik riðla-
keppninnar föstudaginn 11. janúar.
Guðmundur Þórður sagði á
blaðamannafundi sem haldinn var
á dögunum að fyrri leikurinn gegn
Barein sem háður verður í kvöld
verði notaður til þess að gefa öllum
leikmönnum liðsins tækifæri á að
spreyta sig. Þá væri hitt markmiðið
í leiknum að gera tilraunir og æfa
afbrigði sem liðið ætlaði að hafa í
pokahorninu í varnar- og sóknar-
leik þegar á stóra sviðið kemur.
Gísli Þorgeir Kristjánsson, Hauk-
ur Þrastarson og Rúnar Kárason
hafa allir verið að glíma við meiðsli
undanfarið og leikurinn verður
enn fremur nýttur til þess að kanna
hvort þeir séu reiðubúnir til þess
að leika með íslenska liðinu þegar á
hólminn er komið á heimsmeistara-
mótinu. Guðmundur Þórður valdi
fjóra leikstjórnendur í leikmanna-
hóp sinn sem æft hefur síðustu daga
til þess að vera viðbúinn því að Gísli
Þorgeir og Haukur verði ekki orðnir
nógu góðir af þeim meiðslum sem
hafa verið að plaga þá.
Leikur Íslands og Bareins hefst
klukkan 19.30 í kvöld og leikurinn
á sunnudaginn klukkan 16.00. – hó
Fyrsti leikur í undirbúningnum í kvöld
Skyttan Ómar Ingi Magnússon verður í eldlínunni í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
CROSSFIT Það skiptust á skin og
skúrir á árinu sem nú er að líða í ald-
anna skaut hjá Ragnheiði Söru Sig-
mundsdóttur CrossFit-keppanda.
Hún stóð sig vel á þeim mótum sem
hún keppti á, en var fjarverandi í þó
nokkurn tíma þar sem hún rifbeins-
brotnaði í tvígang á þessu ári. Henni
fannst andlega erfitt að geta ekki æft
af fullum krafti eins og hún er vön
að gera, en þetta er í fyrsta skipti
sem hún meiðist alvarlega eftir að
hún fór að stunda CrossFit af fullri
alvöru.
„Þetta var mjög lærdómsríkt ár.
Ég lenti í meiðslum í fyrsta skipti á
ævinni og lærði að eiga við það. Nú
stefni ég að því að koma sterkari til
baka og ná fullum styrk á nýju ári.
Það tók mjög mikið á andlega að
geta ekki tekið þátt í þeim mótum
sem ég missti af. Mig klæjaði í putt-
ana og fæturna að komast aftur í
fulla æfingu og að geta keppt,“ segir
Sara í samtali við Fréttablaðið.
„Ég hef aldrei verið góð í að hlusta
á líkamann og stoppa þegar eitt-
hvað er að. Þessi meiðsli kenndu
mér það að ég þarf kannski að vera
skynsamari á köflum og láta líkam-
ann en ekki hjartað ráða för. Þarna
átti ég reyndar engra annarra kosta
völ en að hætta að æfa. Ég rifbeins-
brotnaði og var frá í töluverðan
tíma vegna þess og það var svo
mikið högg að brotna á sama stað
aftur. Það var yndisleg tilfinning að
geta byrjað að æfa aftur og algerlega
frábært að vera kominn í gott stand
þegar mótið í Dubai fór fram fyrr í
þessum mánuði,“ segir hún um árið
og þátttöku sína á Dubai CrossFit
Championship.
„Það er besta tilfinning í heimi að
keppa á stærsta sviðinu og árangur-
inn í Dubai var framar vonum þegar
tekið er mið af því hvernig undir-
búningurinn var hjá mér. Ég fann
ekkert fyrir meiðslunum, en ég var
frekar stressuð og mér leið eins og
þegar ég var að keppa í fyrsta skipti
á erlendum vettvangi. Stressið gerði
það að verkum að ég gerði nokkur
klaufaleg mistök sem ég er ekki vön
að gera og þau urðu mér að falli. Af
þeim sökum náði ég ekki að berj-
ast af alvöru um sigurinn, en ég er
ánægð með frammistöðuna samt
sem áður,“ segir þessi öfluga kona.
„Næst á dagskrá er mót í Miami
þar sem sæti á Heimsleikunum er í
boði. Það verður gott að komast út í
sólina og keppa við bestu aðstæður.
Nú er bara markmiðið hjá mér að
ná fyrri styrk og tryggja mig inn á
Heimsleikana eins fljótt og mögu-
legt er. Eftir að hafa misst af nokkr-
um mótum vegna meiðsla á þessu
ári er ég fyrir vikið enn spenntari
fyrir þeim mótum sem fram undan
eru,“ segir Sara.
„Mér líst mjög vel á þetta nýja fyr-
irkomulag sem verður á Heimsleik-
unum í ár. Það eru fleiri keppnir og
það virðist vera sem leikarnir sjálfir
fari fram yfir lengri tíma. Við eigum
fleiri möguleika á að komast í aðal-
keppnina. Þá þarf maður að vera í
góðu formi á lengri kafla frekar en
að toppa bara á einhverjum einum
eða tveimur fyrirfram gefnum
tímapunktum. Mér líst bara vel á
það. Það er líka algerlega frábært
að ein undankeppnin fari fram hér
á landi,“ segir hún um Reykjavík
CrossFit Games sem haldið verður
hér á landi 3.-5. maí.
Þetta verður hálfgert déjà vu frá
Íslandsmótunum í gamla daga.
Þarna verður svipuð stemming
þar sem stöðvarnar koma saman
og hvetja sína keppendur og lið til
dáða. Ég finn fyrir mikilli spennu
frá CrossFit-samfélaginu að utan
fyrir að koma hingað. Bæði fyrir
að koma hingað til þess að keppa
og sjá og upplifa íslenska náttúru.
Víkingaþemað og það að Game of
Thrones hafi verið tekið upp hér-
lendis er alls ekki að spilla fyrir
þeirri spennu. Ég er persónulega
mjög spennt fyrir þessu,“ segir
hún enn fremur um það að undan-
keppni Heimsleikanna fari fram í
fyrsta skipti á íslenskri grundu.
hjorvaro@frettabladid.is
Lærði mjög mikið á þessu ári
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir CrossFit-keppandi segir árið sem brátt er á enda hafa kennt henni mikið.
Meiðsli settu strik í reikninginn hjá henni á árinu og þurfti hún að takast á við langa fjarveru í fyrsta skipti.
Fjórmenningarnir Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og Ragnheiður Sara
Sigmundsdóttir eru fremst á meðal jafningja af íslenskum CrossFit-keppendum nú um stundir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Það tók mjög á
andlega að geta ekki
tekið þátt í þeim mótum sem
ég missti af. Árangurinn í
Dubai var framar vonum
þegar tekið er mið af undir-
búningnum fyrir mótið.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir
S’oton - West Ham 1-2
1-0 Nathan Redmond (50.), 1-1 Felipe
Anderson (53.), 1-2 Anderson (59.).
Nýjast
Enska úrvalsdeildin
Nítján sigrar í
röð hjá Kiel
HANDBOLTI Kiel lagði Rhein-Neckar
Löwen að velli, 31-28, í stórleik í
þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í
gær. Þetta var nítjándi sigur Kiel í röð
í öllum keppnum.
Strákarnir hans Alfreðs Gísla-
sonar eru fjórum stigum á eftir
toppliði Flensburg sem hefur unnið
alla 19 leiki sína í þýsku deildinni á
tímabilinu. Keppni í deildinni hefst
aftur í febrúar, eða eftir að heims-
meistaramótinu lýkur.
Guðjón Valur Sigurðsson átti
stórleik fyrir Löwen og skoraði níu
mörk. Alexander Petersson skoraði
fjögur mörk. Ljónin frá Mannheim
eru í 3. sæti þýsku deildarinnar, sjö
stigum á eftir Flensburg.
Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki
með Kiel í gær en hann hefur glímt
við meiðsli að undanförnu. – iþs
Stigahæstur í
endurkomunni
KÖRFUBOLTI Eftir að hafa verið frá
keppni vegna meiðsla í tæpa tvo
mánuði sneri Martin Hermannsson
aftur í lið Alba Berlin þegar það vann
Giessen 46ers, 108-96, í þýsku úrvals-
deildinni í körfubolta í gær.
Martin lék í 20 mínútur og nýtti
þær einstaklega vel. Íslenski lands-
liðsmaðurinn skoraði 19 stig og var
stigahæstur á vellinum. Martin hitti
úr sex af átta skotum sínum utan af
velli og nýtti öll sex vítaskotin sín.
Hann tók auk þess þrjú fráköst og
gaf þrjár stoðsendingar.
Alba Berlin er í 2. sæti þýsku
deildarinnar með 18 stig, sex stigum
á eftir toppliði Bayern München
sem hefur leikið einum leik meira
en Martin og félagar. Næsti leikur
Alba Berlin er gegn Bremerhaven á
morgun. – iþs
Alfreð Gíslason getur leyft sér að
brosa þessa dagana enda gengur Kiel
allt í haginn. NORDICPHOTOS/GETTY
Martin Hermannsson minnti hressi-
lega á sig í gær. NORDICPHOTOS/GETTY
2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
2
8
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:2
3
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
E
9
-2
E
5
4
2
1
E
9
-2
D
1
8
2
1
E
9
-2
B
D
C
2
1
E
9
-2
A
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
5
6
s
_
2
7
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K