Fréttablaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 40
MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is Föstudagur 28. desember 2018FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL | Stjórnar- maðurinn 27.12.2018 Verðmæti PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræði- ráðgjafar, endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn. Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur Hafðu samband því þinn árangur er mikils virði. Hámarkaðu árangurinn þinn og verðmæti með því að nýta þér fjölbreytta þekkingu og víðtæka reynslu PwC á öllum sviðum rekstrar Reiðufé var sá eignaflokkur sem gaf bestu ávöxtunina á árinu sem senn er á enda, samkvæmt greiningu bankans Bank of America Merrill Lynch. Ávöxtunin nam 1,8 prósentum en til samanburðar var ávöxtun bandarískra ríkisskuldabréfa 0,3 prósent. Aðrir eignaflokkar í úrtaki bank- ans skiluðu neikvæðri ávöxtun. Greinendur bankans segja það til marks um óróleikann sem hefur einkennt fjár- málamarkaði á árinu að reiðufé hafi verið sá eignaflokkur sem hafi gefið hvað mest af sér. Þeir benda á að síðast þegar reiðufé skil- aði jákvæðri ávöxtun á sama tíma og ríkis- skuldabréf, fyrirtækjaskuldabréf og hlutabréf hafi skilað neikvæðri ávöxtun hafi verið árið 1969. Þeir eignaflokkar sem gáfu hvað verstu ávöxtunina á þessu ári, svo sem hlutabréf og hrávörur, skiluðu hvað bestu ávöxtuninni í fyrra. Hlutabréfavísitala MSCI í nýmark- aðsríkjum lækkaði til að mynda um 14,7 prósent í ár borið saman við 37,8 prósenta hækkun í fyrra. – kij Reiðufé gaf hvað mest af sér á árinu 2018 Árið litaðist af vanstillingu í almennri umræðu, hvort heldur var um kjaramál, afkomu flugrekstrar eða pólitík. Heiðar Guðjóns- son, fjárfestir og stjórnarfor- maður Sýnar  Við áramót er við hæfi að líta um öxl og spá í spilin. Liðið ár var um margt athyglisvert. Blikur eru á lofti um að langvarandi uppsveiflu sé að ljúka, eða að minnsta kosti komi til með að hægja nokkuð á. Munar þar mestu um að heldur hægðist á vexti ferðamannafjölda til landsins líkt og óhjákvæmilegt var. Auðvitað gengur það vart upp að ferða- mönnum fjölgi um þriðjung árlega. Því er sennilegt að áætlanir næstu ára gangi út á hóflegri vöxt í ferða- mannageiranum. Óvissa um framtíð WOW, sem vissulega er enn fyrir hendi, spilar þarna inn í. Fall WOW myndi þýða enn minni ferðamannastraum, að minnsta kosti til skamms tíma. En hvað sem slíkum hugleiðingum líður virðist sem væntir eigendur WOW ætli sér að reka minna félag sem flýgur til færri áfangastaða. Það eitt og sér bendir til þess að um hægist, enda flytur WOW um þriðja hvern farþega til landsins. Aðilar í flugrekstri virðast þegar hafa gert sér grein fyrir þessu og eru farnir að sníða sér nýjan stakk, eftir nýjum vexti. Uppsagnir hafa verið hjá bæði WOW og Isavia, en einnig Icelandair. Æskilegt er að áætlanir um vöxt ferðamanna byggi á sömu forsendum. Einnig eru blikur á lofti hvað varðar kjarasamninga vetrarins. Verka- lýðsforkólfar hafa farið mikinn og gert miklar kröfur nú þegar flest bendir til þess að hagsveiflan hafi náð sínum efsta kúfi. Ljóst er að mörg fyrirtæki eru þegar teygð til hins ýtrasta á kostnaðarhliðinni og að ekki verður hægt bæði að ganga að kröfum verkalýðsfélaganna og halda óbreyttu atvinnustigi. Þá gæti of mikil eftirgjöf sent verð- bólguna af stað, og veikt krónuna sömuleiðis. Hætt er þá við að kjara- bætur fari fyrir lítið. Ekki má gleyma því að efna- hagsástand á Íslandi er um margt öfundsvert. Skuldir hins opinbera hafa aldrei verið minni, og skuldir heimila og fyrirtækja eru mun minni en þekktist í upphafi og fram eftir þessari öld. Hér hefur ríkt stöðugur hagvöxtur, sem mörgum þjóðum þætti öfundsverður. Grunnstoðirnar eru því traustar, en halda þarf vel á spöðunum ef takast á að halda áfram á sömu braut. Óvissunni þarf að eyða svo hægt sé að gefa í á ný. Þetta er brýnasta verkefni næsta árs og þar þurfa allir að ganga í takt. Stjórnvöld, verka- lýðsforystan og atvinnurekendur. Eyðum óvissunni  2 8 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 E 9 -3 D 2 4 2 1 E 9 -3 B E 8 2 1 E 9 -3 A A C 2 1 E 9 -3 9 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.