Fréttablaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 46
Þegar litið er yfir stöðu listdans á Íslandi árið 2018 sést skýrt að íslenskur dans-heimur hvílir á herðum kvenna. Nánast allir okkar stærstu danshöfundar eru konur. Stjórnendur þeirra stofnana og hátíða sem hafa með listdans að gera eru nánast undantekn- ingarlaust kvenkyns og konur eru í meirihluta þeirra dansara sem sjást á sviði, nema í launuðum störfum dansara við Íslenska dansflokkinn en þar eru karlar hálfdrættingar á við þær. Það hefur lengi verið þekkt stað- reynd að nemendur í listdansi eru nánast eingöngu stúlkur. Það virðist vera stúlkum eiginlegt að tjá sig með líkama sínum bæði í hreyfingu og í listsköpun. Á undanförnum árum hafa nokkrir íslenskir kvendanshöf- undar náð að skapa sér nafn bæði hér heima og erlendis. Á árinu 2018 var hægt að sjá verk eftir flesta þessa danshöfunda ýmist frumsýnd eða endursýnd. Sjálfstæða senan Þeir höfundar sem frumsýndu á árinu voru Melkorka Sigríður Magnúsdóttir með verkið Vakúm og Katrín Gunnarsdóttir með verkið Cresc endo. Katrín frumsýndi einn- ig hér á landi verkið Að flytja fjöll ásamt leikhópnum Marmarabörn en það verk hefur lifað góðu lífi á erlendri grund um nokkurt skeið. Melkorka og Katrín hafa báðar þroskað með sér sterkan persónu- legan stíl í danssköpun sinni og því alltaf tilhlökkunarefni að sjá hvað þær bjóða upp á. Ásrún Magnúsdóttir frumsýndi Hlustunarpartý og Anna Kolfinna Kuran Allar mínar systur á RDF Únglingurinn í Reykjavík en þar er áhersla á danssköpun með og fyrir unglinga. Ásrún, oft í samstarfi við Alexander Roberts, hefur skapað sér einstakan stíl í vinnu sinni með unglinga. Fegurðin sem hún nær fram hjá þeim er einstök. Anna Kol- finna hefur ekki samið mikið en það verður áhugavert að fylgjast með henni í framtíðinni. Steinunn Ketilsdóttir og Svein- björg Þórhallsdóttir, margreyndar í bransanum, frumsýndu síðan í samvinnu við myndlistarkonuna Jóní Jónsdóttur dans- og myndlista- verkið Atómstjarna í tengslum við Listahátíð í Reykjavík. Það verk er gott dæmi um hvernig listdansinn tekur á sig ýmsar myndir en verkið var sýnt í Ásmundarsal eða réttara sagt öllu því húsi og laut ekki síður lögmálum myndlistarinnar en hins hefðbundna listdansforms. Íslenski dansflokkurinn Íslenski dansflokkurinn með dans- sköpun Ernu Ómarsdóttur, listræns stjórnanda flokksins, og Valdimars Jóhannssonar, samstarfsmanns hennar, í fararbroddi setti mikinn svip á dansárið 2018. Það má segja Listræn tjáning kvenna Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar um listdansárið 2018 en margar afar áhugaverðar sýningar voru á dagkrá. Hún segir íslenskan dansheim hvíla á herðum kvenna. Á UNDANFÖRNUM ÁRUM HAFA NOKKRIR ÍSLENSKIR KVENDANSHÖF- UNDAR NÁÐ AÐ SKAPA SÉR NAFN BÆÐI HÉR HEIMA OG ERLENDIS. Á ÁRINU 2018 VAR HÆGT AÐ SJÁ VERK EFTIR FLESTA ÞESSA DANSHÖFUNDA ÝMIST FRUMSÝND EÐA ENDUR- SÝND. Úr dans- og sirkusverkinu Fjaðrafok sem er samvinnuverkefni Tinnu Grétarsdóttur og sviðslistahóps og írska sirkushópsins Fidget Feet. MYND/STEVE LORENZ 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R22 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 2 8 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 E 9 -4 B F 4 2 1 E 9 -4 A B 8 2 1 E 9 -4 9 7 C 2 1 E 9 -4 8 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.