Fréttablaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 28
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um-
fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.
is, s. 550 5761 Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 550 5766 Brynhildur Björnsdóttir, bryn-
hildur@frettabladid.is, s. 550 5765 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 550 5769 | Starri
Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Kristín Þorsteinsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653,
Björgvin Franz Gíslason hefur átt gæfuríkt ár. Honum gengur vel í lífinu, núvitund hefur
gefið honum ný verkfæri sem auð
velda lífið, hann hefur róast aðeins
niður og er að upplifa æskudraum
inn sinn, að lifa af leiklistinni. Hann
ætlar að reyna að vera rómantískari
á nýja árinu.
„Maður er bara búinn að vera
í þvílíkum rólegheitum,“ segir
Björgvin þegar hann er spurður út í
jólin. „Við höfum einbeitt okkur að
því að vera snemma í því og reyna
bara að hafa það eins rólegt og hægt
er og ætla okkur ekki um of. Maður
nennir ekki öllum þessum látum.
Jólin urðu líka mun auðveldari
þegar ég og konan mín fundum út
úr verkaskiptingunni,“ segir Björg
vin. „Ég tók að mér hluti sem ég
var ekki góður í og varð stressaður
yfir, en svo bara föttuðum við að ég
væri mjög góður í sumu en konan
í öðru og þá minnkaði æsingurinn
og spennan mikið og þetta varð allt
þægilegra.“
Svínasnitsel um jólin
„Yfir jólin skiptum við systkinin
yfirleitt foreldrum á milli okkar.
Stundum er mamma hjá mér og
stundum pabbi eða afi. Nú erum
við með pabba og þessi jólin
ákváðum við að hrista heldur betur
upp í hlutunum,“ segir Björgvin.
„Við höfum alltaf haft hamborgar
hrygg en vorum orðin leið á að vera
meðvitundarlaus um jólin og liggja
bara marineruð í malti og kjöti.
Við ákváðum því að vera aðeins
vakandi í ár og vorum með svína
snitsel í raspi, sem hljómar mjög
óhátíðlega. En þetta er gamli kósí
maturinn hjá mér þegar ég var lítill
og gamli jólamaturinn hans pabba.
Þetta er líka ekkert venjulegt rasp.
Það tekur heila verslunarferð að
kaupa í það og langan tíma að búa
til réttu rasp/kryddblönduna. Lagið
er svo jafn þykkt og kótelettan sjálf.
Svo notar hann alltaf kíló af smjöri.
Við vorum smá hikandi en við
fengum frábært kjöt og gerðum
þetta allt alveg æðislegt,“ segir
Björgvin. „Þetta varð svo hátíðlegt
og allir voru svo glaðir að þetta
verður örugglega bara ný hefð.
Stelpurnar mínar eru enn þá að tala
um hvað þetta var gott.“
Griswold-jól næst
„Við vorum að sjálfsögðu öll í
ljótujólapeysum í ár en á næsta ári
langar okkur að vera með Gris
woldþema á jólunum,“ segir Björg
vin. „Mig langar að við verðum öll
í búningum eins og Griswoldfjöl
skyldan úr Christmas Vacation. Ég
vil vera Eddie og ég held að afi fái að
vera gamla konan. Við ætlum líka
að skreyta eins og í myndinni.
Á jóladag förum við alltaf til
tengdó og borðum hangikjöt,
sem var vel reykt og salt í ár,“ segir
Björgvin. „Ég fíla það. Ég vil mikið
bragð. Ég veit ekki hversu lengi ég
lifi það af að setja hot sauce á allt,
en ég nýt þess að minnsta kosti.
Svo heimsækjum við alltaf vina
fólk okkar fyrir norðan milli jóla og
nýárs og slökum á. Á gamlársdag
borðum við svo pekingönd. Það
hefur verið hefð síðan ég var lítill,“
segir Björgvin. „Það er í eina skiptið
á ári sem ég breytist í matarfíkil og
hef miklar áhyggjur af því að það sé
ekki nóg af mat og fólk sé að borða
frá mér.“
Núvitund er góð tískubylgja
„Við reynum að hafa rólegt um
jólin. Ég er svo æstur og í gegnum
tíðina hafa jólin oft verið svo ýkt og
pabbi hefur reynt að sprengja jólin
af gleði, sem er auðvitað yndislegt
en getur verið svolítið stressandi,“
segir Björgvin. „En þegar venju
lega stillingin er æsingur, eins og í
mínu tilfelli, er mikilvægt að reyna
að vinna á móti því. Þegar ég fer í
ræktina fer ég til dæmis í jóga, en
ekki að lyfta lóðum.
Ég held líka að núvitund sé ein
mikilvægasta tískubylgjan, að
minnsta kosti fyrir mig og ég stunda
hana mikið,“ segir Björgvin. „Þetta
er svo fáránlega einfalt, meira að
segja fyrir svona athyglisbrests
gemsa eins og mig. Að geta tekið
einfaldar æfingar eins og að fylgjast
með andardrættinum og hlaupa
ekki alltaf á undan sjálfum sér.
Þetta, plús jóga, hefur róað mig og
það veitti alls ekki af, ég hef alltaf
verið svo æstur og stressaður.
Núna er ég kominn með verkfæri
til að stoppa, fylgjast með og vera
ekki alltaf að bregðast við, heldur
get ég stundum stigið út fyrir sjálfan
mig og melt hlutina,“ segir Björgvin.
„Ég hef reynt að taka þetta föstum
tökum og vera duglegur að taka mér
augnablik til að finna ró, það þarf
ekki að taka langan tíma. Það hefur
breytt öllu, það er ótrúlega einfalt
og þetta virkar, eins og rannsóknir
sýna.“
Meira en nóg að gera
„Við frumsýndum söngleikinn um
Elly árið 2017 og sýningin hefur
fengið einstaklega góð viðbrögð.
Það er ekkert lát á sýningunum
og ég veit ekki hvort þetta stoppi
nokkurn tímann,“ segir Björgvin.
„Við vorum að klára sýningu númer
183 um daginn! Það er rosalegt.
Svo hafa bæst við skemmtileg
verkefni. Ég tók þátt í lítilli, fallegri
jólasýningu eftir Berg Ingólfsson
sem er svona „slapstick“ fyrir börn.
Þetta var einleikur um karl sem
festist uppi á háalofti um jólin
og þarf að gera gott úr því,“ segir
Björgvin. „Hann er alltaf að lenda
í vandræðum, brenna sig, festast í
jólaskrauti og meiða sig á ýmsan
hátt. Þetta voru svo mikil átök að
ég horaðist niður og komst í alla
kjólana fyrir jólin.
Ég hef líka verið með smá söng
dagskrá sem ég hef flutt á öldrunar
heimilum og í kirkjustarfi aldr
aðra,“ segir Björgvin. „Ég elska allt
sem er gamalt og þetta tímabil. Þess
vegna held ég að ég fái ekki leiða á
Elly, þetta eru svo skemmtileg lög.
Svo er bara stórsöngleikurinn
Matthildur að fara að detta í gang,
þannig að það hefur verið nóg að
gera. Það er því er rosa gott að fá
smá jólafrí,“ segir Björgvin. „Ég
legg líka orðið áherslu á það að
hvíla mig og næra mig vel, bæði
andlega og líkamlega. Það tók mig
mikinn tíma að læra hvað frí og
svefn er mikilvæg undirstaða. Áður
gaf maður svolítið skít í þetta, en
maður hefur loksins fattað þetta
og fyrir vikið hefur maður meira að
gefa.“
Upplifir núna æskudrauminn
„Ég er rosalega ánægður með þetta
ár. Við erum bara rosalega heppin.
Það eru allir við góða heilsu og
hamingjusamir og það gengur allt
vel. Bæði hjá stórfjölskyldunni
og mér sjálfum,“ segir Björgvin.
„Maður er núna að upplifa gamla
æskudrauminn, sem er að geta lifað
af leiklist. Það finnst mér magnað.
Áður var þetta alltaf mikið hark,
maður lék hér og þar og var í veislu
stjórnun og ýmsu öðru meðfram.
Maður þurfti að vera stanslaust að
koma sér á framfæri til að fá tekjur.
Þannig að það er gott að hafa öryggi
og geta búið til list á launum, en
ekki bara vera að reyna að finna
leið til að borga reikningana.
Það eru líka forréttindi að fá að
vinna í leikhúsinu. Þetta er suðu
pottur af alls konar listafólki í öllum
greinum en við eyðum svo miklum
tíma saman að það myndast sam
heldin fjölskylda,“ segir Björgvin.
„Ég fann sérstaklega hvað maður
átti góða að þegar ég gleymdi
sýningu í fyrsta sinn á ferlinum.
Ég var staddur á fundi úti í bæ
þegar konan mín rauk inn, því
síminn var alveg á silent, og til
kynnti mér að það væri að byrja
sýning á Elly eftir sjö mínútur og
allir væru að bíða eftir mér! Ég þaut
út og brunaði á hálf ónýtum bíl
beint upp í leikhús,“ segir Björgvin.
„Ég var kominn rétt fyrir átta og
byrjaði bara að biðja alla afsökunar
en fólk vildi ekki heyra það, heldur
bara vita hvað það gæti gert til að
hjálpa. Ég var að fá taugaáfall, en þá
kom allur hópurinn og tók utan um
mig. Það síðasta sem gerðist áður en
ég fór á svið var að Hjörtur Jóhann
Jónsson, sem er vöðvatröll, tók utan
um mig og kreisti alla taugaveiklun
ina úr mér eins og vindsæng. Það
var líka full þörf á því, vegna þess
að sýningin byrjar á mér að syngja
sem Raggi Bjarna, sultuslakur. Við
náðum að byrja sýninguna tvær
mínútur yfir átta. Enginn var reiður,
eins og ég hafði búist við, það stóðu
bara allir með mér.“
Rómantík á nýju ári
„Á nýja árinu ætlum við konan að
vera meira rómó. Við vorum að
hlæja að því hvað við erum orðin
praktísk í gjöfum og föttuðum að
þetta gengi ekki,“ segir Björgvin.
„Hún er hjónabandsráðgjafi og ég
er algjör nostalgíu/rómansfíkill og
við erum bara að gefa hvort öðru
hluti sem vantar á heimilið og
svona. Það gengur ekki.
Fyrir utan leikhúsið hef ég verið
að byggja upp fyrirtæki ásamt
félaga mínum, honum Óla Finns,
sem heitir Efnisveitan og við gerum
þætti fyrir netið. Við gerðum til
dæmis þætti um Hafnarfjörð á
þessu ári,“ segir Björgvin. „Sjón
varp hefur alltaf heillað mig. Mér
finnst gaman að vera fyrir framan
myndavél og þannig nær maður vel
til fólks. Við erum að byggja þetta
upp hægt og rólega.“
Matthildur beittari
en nokkru sinni
„Söngleikurinn Matthildur er rosa
lega spennandi verkefni. Þetta er
vinsæll og flottur söngleikur sem er
byggður á magnaðri bók eftir Roald
Dahl. Höfundurinn er mjög gagn
rýninn á ýmislegt og sagan á mjög
vel við og er beittari í dag en nokkru
sinni,“ segir Björgvin. „Mér finnst
líka flott hvernig Dahl talar um
barnauppeldi og gagnrýnir ofbeldi
og ofríki.
Við erum rétt að byrja að æfa
þetta, en þetta er bara rosalega beitt
en um leið falleg saga um hvernig
kærleikurinn sigrar, hvernig margur
er knár þótt hann sé smár og að
saman getum við risið upp gegn
ofríki og ofbeldi,“ segir Björgvin.
„Mér finnst þetta ótrúlega flott og
þarna fæ ég, sem er kannski frekar
þekktur fyrir að leika ljúfar per
sónur, að leika algjöra skepnu. Í
kjól! Ég er rosalega spenntur og það
er eingöngu frábært fólk sem kemur
að þessari sýningu. Þetta verður
rosalega gaman!“
Björgvin segir að núvitund og jóga gefi sér verkfæri sem séu einföld og
þægileg í notkun, en hjálpi honum rosalega mikið við að halda ró.
Björgvin segir að núna sé hann að upplifa gamla æskudrauminn, sem er að geta lifað af leiklist. Áður var leiklistin mikið hark.
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
Framhald af forsíðu ➛
Þegar venjulega
stillingin er æsing-
ur, eins og í mínu tilfelli,
er mikilvægt að reyna að
vinna á móti því.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R
2
8
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:2
3
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
E
9
-3
D
2
4
2
1
E
9
-3
B
E
8
2
1
E
9
-3
A
A
C
2
1
E
9
-3
9
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
5
6
s
_
2
7
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K