Fréttablaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 52
Blekhylki.is, S. 517 0150 – 2. hæð Smáralind Ódýr blekhylki og tónerar! FREYÐIVÍN Freyðivín er framleitt með mismunandi aðferðum sem allar leiða þó að ákveðnu takmarki: að búa til freyðandi vín. Þegar freyðivín er búið til er ófreyðandi hvítvín gerjað aftur. Freyðivín er sem sagt alltaf gerjað tvisvar. Það sem skiptir vínframleiðandann mestu máli er þó hvernig koltvísýringurinn er fangaður í flöskuna. Stundum er sætleiki freyðivína gefinn til kynna með ákveðnum orðum á flösku- miðanum. Til að átta sig á hvar á sætleikakvarðanum freyðivínið er þá eru hérna handhægar upplýsingar um skilgreiningu orðanna. Extra brut er með 6 grömm af sykri í lítra, eða minna. Brut getur verið með allt frá 6 grömmum og upp í 15 grömm í lítra. Dry (Sec/ Trocken) er með 17 til 35 grömm í lítra. Medium dry (Demi-Sec/ Halbtrocken), eða hálfsætt er með allt frá 33 grömmum og upp í 50 grömm af sykri í lítra. Sweet (Doux/Suss/Mild) trónir svo efst á skalanum og í þessum drykkjum eru grömmin af sykri í lítra orðin 50 eða fleiri. Kampavínsaðferðin Hefðbundin aðferð, kampavín, crémant og cava eru dæmi um freyðivín sem eru framleidd með þessari aðferð. Yfirfærsluaðferðin Tankaðferðin, Prosecco og Asti frá Ítalíu og þýskt Sekt eru meðal þeirra vína sem eru framleidd með tankaðferðinni. Víns, sem er framleitt með þessari aðferð, á að neyta þegar það er ungt. *heimild: vinbudin.is Búbblur um áramót Reglan segir að þurrt henti betur sem fordrykkur. Við Ís- lendingar erum þó dálitlir sætukoppar þannig að freyðivín með smá sætu í eru vinsæl. Nýi heimur- inn hefur verið að koma sterkur til leiks með mörg af- bragðs vín þó hér sé ein- blínt á stóru evrópsku framleið- endurna.  Moët & Chandon Impérial Brut Hér er komið mikið og gott vín. Moët & Chandon Im- périal Brut er gert úr þremur tegundum þrúgna, öllum með mismunandi tilgang og einkenni. Strágult með grænum tónum. Ilmandi og ferskt: líflegur ávöxtur í nefi , grænt epli og sítrusávöxtur. Ferskt, steinefni og hvít blóm ásamt örlitlum hnetukeim. Fínleg freyðing með tónum af sítrusávöxtum og stikilsberjum sem gefur langt og gott eftirbragð. Verð: 5.999 kr. Freixenet Cava Organic Brut Ósætt, mild sýra og svolítið létt freyðing. Ljós ávöxtur, steinefni og hentar einstaklega vel með Buffaló- vængjum – sem er kannski ekki algengur réttur um áramót. Lífrænt og ljúffengt og tilvalið til að skála fyrir árinu sem senn tekur enda. Verð: 2.083 kr. Freixenet Prosecco Ósætt freyðivín sem hefur þó örlítinn sætuvott. Með svokallaða miðlungs freyðingu og ferska sýru. Rauð epli, ferskja og eplakjarni í bragðinu en það er þó föllímónugrænt. Svalt og seiðandi undir lok árs. Gerist vart betra. Verð: 2.290 kr. Freixenet Cordon Negro Gran Seleccion Brut Ósætt, létt freyðing og með ferska sýru. Græn epli, vínber, sítróna og örlítil olía í bragðinu sem er dásam- legt og passar með öllum smá- réttum en einnig sem fordrykkur. Hér færðu mikið fyrir lítið. Verð: 1.990 kr. Codorníu Clasico Semi Seco Í millisætuflokki með létta freyðingu og óvænta bragðefnið perubrjóstsykur en samt blómlegt og gott. Fyrir þá sem bjóða upp á fisk um áramótin er þetta nánast hið fullkomna vín en hentar einnig sem fordrykkur. Verð: 1.999 kr. Gancia Asti Vín sem flestir byrja á og trúlega enda þúsundir tappa af þessari flösku á stofugólfinu. Hefur haldið vinsældum sínum um áramótin enda er freyðingin þétt, sýran fersk og bragðið sætt. Samanstendur af apríkósum, ferskjum og vínberjum. Hentar einnig vel með austur- lenskum mat. Verð: 1.499 kr. Platino Pink Moscato Gott byrjendavín enda aðeins sjö prósent að styrkleika. Létt fylling með hindberjum, vínberjum og plómum til bragðauka. Sætt og ferskjubleikt sem gerir það glæsi- legt í glasi til að skála fyrir árinu sem senn er á enda. Verð: 939 kr. 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R28 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 2 8 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 E 9 -4 7 0 4 2 1 E 9 -4 5 C 8 2 1 E 9 -4 4 8 C 2 1 E 9 -4 3 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.