Fréttablaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 26
Þegar við Kristján áttum viðskiptin vorum við bara fjórir. Ég með m i n n l ö g f r æ ð i n g , hann með sinn og ég lét engan annan vita. Þetta var bara rissað upp á einu A4- blaði,“ segir Guðmundur Kristjáns- son, forstjóri HB Granda, í viðtali við Markaðinn en hann var valinn viðskiptamaður ársins 2018 af dóm- nefnd blaðsins. Guðmundur, sem er oftast kennd- ur við útgerðarfélagið sem áður hét Brim, keypti 34,1 prósents eignar- hlut Vogunar, sem Kristján Loftsson fer fyrir, í HB Granda um miðjan apríl og nam kaupverðið 21,7 millj- örðum króna. Guðmundur var síðan ráðinn forstjóri HB Granda í sumar. Hann rekur ástæðuna fyrir kaupunum aftur til ársins 2012 þegar veiðigjöldin voru hækkuð „upp úr öllu valdi“. Þá hafi verið töluverð framlegð í sjávarútvegi en reikniformúlan á bak við veiði- gjöldin hafi ekki tekið tillit til verð- mætasköpunar af fisktegundum sem frystitogarar veiða og vinna úti á sjó. „Veiðigjöldin mismuna útgerðar- munstrum. Ef þú ert með útgerð sem skapar aukin verðmæti úti á sjó þar sem fiskurinn er flakaður og honum pakkað í neytendapakkn- ingar, þá lenda fisktegundirnar í hærra gjaldi en ef þeim er landað til vinnslu. Af þeim 20 milljörðum sem er búið að taka út úr sjávarút- veginum í veiðigjöldum á tveimur árum koma 17 milljarðar frá bol- fisktegundum og þrír milljarðar frá uppsjávartegundum af því að arðurinn af uppsjávartegundum er allur myndaður í landi,“ segir Guð- mundur. „Þess vegna er mikil sam- þjöppun í bolfiskútgerðinni og þar sem Brim var einungis með frysti- togara áttum við engan séns.“ Brim, sem nú heitir Útgerðarfélag Reykjavíkur, sótti fyrir nokkrum árum um lóð á Reykjavíkurhöfn fyrir landvinnslu en enga var að fá. „Þá fór ég hugsa að ég yrði að kaupa mig inn í fyrirtæki sem væri með landvinnslu og að sjálfsögðu horfði ég til HB Granda sem er vel rekið fyrirtæki með langa sögu að baki. Ég talaði við Kristján í vetur og það leiddi til þess að við áttum viðskipti. Við vorum ekki lengi að þessu.“ Voruð þið ekki lengi að komast að niðurstöðu um verðið? „Nei, það er oft þannig að sá sem er eldri ræður verðinu.“ Hvernig tók Kristján í hugmynd- ina? „Hann var hugsi en það var félag- inu fyrir bestu að fá kjölfestufjárfesti úr sjávarútvegi. Ég held að hann hafi haft það í huga, og að það verði ekki mikið rask á starfseminni.“ Finnst þér að þetta hafi verið þannig að eins og þú ákvaðst að kaupa í HB Granda hafi Kristján valið þig til að kaupa hlut sinn? „Já, það slær mig stundum þann- ig.“ Hluthafar í Brimi samþykktu í sumar að breyta nafni félags- ins í Útgerðarfélag Reykjavíkur. Ákvörðunin tengist kaupunum á HB Granda með beinum hætti að sögn Guðmundar. „Ég kaupi Útgerðarfélag Akur- eyrar árið 2004 af Brimi sem var stofnað af Eimskipafélagi Íslands sem sjávarútvegsfyrirtæki og átti að verða í almenningseigu á hluta- bréfamarkaði. Ég fæ svo nafnið Brim í kaupbæti frá Eimskip árið 2005. Mér hefur alltaf þótt það fallegt, gott íslenskt nafn á sjávarútvegsfyrirtæki og ég hef oft hugsað um að Brim yrði sterkt almenningshlutafélag á hlutabréfamarkaði.“ Munt þú leggja til að nafni HB Granda verði breytt í Brim? „Ég persónulega myndi vilja það en það krefst auðvitað sam- þykki annarra hluthafa og kannski munum við ræða það á næsta ári. HB Grandi er samsett nafn úr tveim- ur félögum og nú þegar við erum að horfa fram á við þurfum við að huga að því hvað sé best fyrir félagið á næstu árum. Brim er sterkt nafn hér á landi og á erlendum mörkuðum.“ Kaupin á eignarhlut Kristjáns virkjuðu yfirtökuskyldu en í henni fólst að Guðmundur þurfti að bjóð- ast til að kaupa aðra hluthafa í HB Granda út á sama verði, þar á meðal lífeyrissjóðina sem eiga meirihluta í útgerðinni. Aðspurður segist Guð- mundur hafa vitað fyrir viðskiptin að yfirtökuskyldan myndi virkjast. „Þetta var algjörlega meðvituð ákvörðun og rökin mín voru þau að ég vissi að lífeyrissjóðirnir vildu eiga í sjávarútvegsfyrirtækjum og að þeir væru í vandræðum með að finna fjárfestingarkosti. Ég taldi því ólíklegt að þeir vildu selja sig út úr HB Granda.“ Varstu búinn að hlera þá fyrir kaupin? „Nei, ég var bara búinn að lesa Hefði viljað selja allt inn í HB Granda Guðmundur Kristjánsson er viðskiptamaður ársins að mati dómnefndar Markaðarins. Hann keypti meira en þriðjungshlut í HB Granda í vor fyrir 21,7 milljarða króna og fjármagnaði kaupin með umfangsmikilli eignasölu. Vill breyta nafni HB Granda í Brim. Guðmundur segist vilja leggja fram tillögu um að nafni HB Granda verði breytt í Brim. Hann hafi oft hugsað um að Brim verði sterkt almenningshlutafélag á verðbréfamarkaði. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Þegar við vorum að kaupa Ögurvík þá tóku lífeyrissjóðirnir völdin í félaginu þegar þeir heimtuðu enn eitt matið og ég var ósáttur við það. Guðmundur Kristjánsson Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@frettabladid.is 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R10 MARKAÐURINN 2 8 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 E 9 -5 0 E 4 2 1 E 9 -4 F A 8 2 1 E 9 -4 E 6 C 2 1 E 9 -4 D 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.