Fréttablaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 4
Þú færð Köku ársins á næsta flugeldamarkaði björgunarsveitanna Flugeldaveisla í einum kassa! skot 30 SEK 4 5 16 100 kg VIÐSKIPTI „Það er ekki útlit fyrir að það verði eitthvað sérstakt til skipta,“ segir Haukur Örn Birgisson, skiptastjóri þrotabús KS Productions. Hann er ekki bjartsýnn á að nokkuð fáist upp í lýstar kröfur í búið, en þar er Harpa ohf. stærsti kröfuhafinn. Eins og Fréttablaðið greindi fyrst frá í september í fyrra fékk tónleika- haldarinn Kári Sturluson og félag hans KS Productions fyrirfram- greiðslu upp á 35 milljónir króna af miðasölutekjum af tónleikum Sigur Rósar sem fóru fram í desember í fyrra. Harpa og Sigur Rós fóru fram á kyrrsetningu eigna Kára og félagsins en síðar var gjaldþrotabeiðni þeirra samþykkt og staðfest fyrir dómi í sumar. Síðan þá hefur skiptastjóri unnið að því að finna eignir upp í kröfu Hörpu og sveitarinnar. Fyrir dómi hafði komið fram að  Harpa og Sigur Rós hefðu skipt með sér tapinu á sínum tíma svo tónleikarnir gætu farið fram. Í yfir- lýsingu frá sveitinni og forstjóra Hörpu, Svanhildi Konráðsdóttur, kom fram að fjármunirnir væru ekki glataðir heldur væru vonir bundnar við endurheimtuferlið. Nú liggur fyrir að þær endurheimtur verða rýrar. „Það eru engar sérstakar eignir sem hafa fundist í búinu og óvíst hvort það komi eitthvað upp í úthlutun til þeirra krafna sem var lýst,“ segir Haukur Örn. Svanhildur Konráðsdóttir segir ekkert tilefni til að velta vöngum yfir heimtum í þrotabúi KS Productions þar sem málið sé enn í ferli og niður- staðan liggi ekki fyrir. – smj Engar eignir fundist upp í tugmilljóna tap Hörpu vegna fyrirframgreiðslu Kári Sturluson fékk fyrirframgreiðslu á miðasölu tónleika Sigur rósar í fyrra. Sá peningur hefur aldrei skilað sér aftur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR SAMGÖNGUMÁL „Ég átta mig ekki alveg á þessum 100 til 140 krónum. Hvaðan þeir í raun og veru fá þá upp- hæð,“ segir Björn Leví Gunnarsson, áheyrnarfulltrúi Pírata í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Hann hefur óskað eftir skýringum á því hvernig hugmyndir um veggjöld upp á þá fjárhæð á hverja ferð eigi að geta staðið undir tæplega 76 milljarða fjárfestingum. Í skýrslu starfshóps um fjár- mögnun framkvæmda við helstu stofnleiðir til og frá höfuðborgar- svæðinu sem kom út haustið 2017 kemur fram að nauðsynlegt meðal- gjald sé 300-600 krónur á ferð og er þá miðað við framkvæmdir upp á 90 milljarða. „Þetta er rosalega mikill munur. Það munar einhverjum 15 millj- örðum í framkvæmdum en við erum að tala um þrefalt til fjórfalt hærra gjald. Þess vegna er ég að spyrja að þessu,“ segir Björn Leví sem bendir á að á bak við tölurnar í skýrslu starfshópsins sé mjög góð greining á greiðsluflæðinu. Hann segir að nefndin hafi á síð- asta þingi fengið glærukynningu á hugmyndum um veggjald upp á 100-140 krónur. Þær hugmyndir hafi hins vegar bara miðað við stríp- aðar framkvæmdir á Vesturlands- vegi, Suðurlandsvegi og Reykjanes- braut. „Meirihlutinn virðist vera að vísa í þá upphæð á veggjöldum en þar var umfang framkvæmda mun minna en talað er um nú. Það passar ekkert saman að nota gjaldið úr þessari kynningu í umfang fram- kvæmda eins og það er í skýrslu starfshópsins. Án nánari útskýringa virðist þessi framsetning meirihlutans vera byggð á blekkingum sem búi til falskar vonir hjá fólki.“ – sar Spyr meirihlutann um forsendur veggjalda upp á 100-140 krónur Ég átta mig ekki á þessum 100 til 140 krónum. Hvaðan eru þeir í raun að fá þá upphæð. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata Aðstæður voru erfiðar. Ljóst er að björgunarfólk á vettvangi slyssins vann þrekvirki. FRÉTTABLAÐIÐ/ADOLF INGI Hér má sjá staðinn þar sem bíllinn steyptist út af brúnni. Vitað er að ísing var á svæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ADOLF INGI VATNAJÖKULL SKEIÐARÁRJÖKULL NÚPSVÖTN Brúin yfir Núps- vötn er lengsta einbreiða brú landsins, alls 420 metrar. SLYS Hörmulegt banaslys varð á brúnni yfir Núpsvötn í gærmorg- un. Þrjú létust, þar af eitt barn, og fjögur slösuðust alvarlega en tveir bræður, eiginkonur þeirra og börn voru í bílnum sem var af gerðinni Toyota Land Cruiser. Jeppinn fór út af brúnni, hrapaði um sex metra og hafnaði á áraurunum. Ekki liggur fyrir hver tildrög slyssins voru. T. Armstrong Changsang, sendi- herra Indlands á Íslandi, staðfesti í samtali við Fréttablaðið að fólkið í bílnum væru breskir ríkisborg- arar af indverskum uppruna. Sagði þar að auki að indverska sendi- ráðið hafi aðstoðað hið breska við að hafa samband við skyldmenni fólksins á Indlandi. Mikill viðbúnaður var á svæðinu, aðstæður erfiðar og aðkoman sögð hræðileg. Í tilkynningu frá Heil- brigðisstofnun Suðurlands sagði að tveir farþegar hafi verið fyrir utan bílinn við komu viðbragðsaðila á slysstað en aðrir rígfastir inni. Við- bragðsaðilar sem komu á vettvang ætla allir að nýta sér þá áfallahjálp sem þeim var boðin. Adolf Ingi Erlingsson leiðsögu- maður var á meðal þeirra fyrstu sem komu á vettvang í gær. Í sam- tali við Fréttablaðið sagði hann aðkomuna hræðilega. „Hún var náttúrulega hryllileg, aðkoman. Þarna lá maður með tvö lítil börn sitt hvorum megin við sig, þau voru með meðvitund en stórslösuð,“ sagði Adolf. Þau fjögur sem komust lífs af voru flutt þungt haldin undir Þrír létust í einu versta bílslysi seinni ára Þrjú létust í bílslysi sem varð á brúnni yfir Núps- vötn. Breskir ríkisborg- arar af indverskum upp- runa í bílnum. Aðkoma að slysstað sögð hræði- leg og viðbragðsaðilar þiggja áfallahjálp. læknis hendur í Reykjavík þar sem um 60 manns voru í viðbragðs- stöðu á bráðamóttöku og rann- sóknardeildum. Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri í Skaftárhreppi, segir slysið rífa upp erfiðar minningar frá rútuslysi sem átti sér stað á svip- uðum slóðum fyrir nákvæmlega ári. Tveir ferðamenn létust í því slysi. „Á þessum litlu stöðum þá er þetta yfirleitt alltaf sama fólkið sem kemur að þessum slysum,“ segir Sandra Brá. „Og það er auðvitað hrikalegt að vera að lenda í þessu ár eftir ár. […] Hugur manns er auð- vitað hjá þeim sem lenda í þessu, en ekki síður hjá björgunarfólki og lögreglu sem voru á vettvangi.“ Nokkuð hefur orðið af umferðar- óhöppum á og við brúna á undan- förnum árum. Að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, brúarverk- fræðings hjá Vegagerðinni, hefur orðið eitt alvarlegt slys á síðustu fimmtán árum. Hann sagðist þó ekki muna eftir því að keyrt hafi verið út af brúnni áður. „Það er mjög varhugavert ef menn fara að stökkva í að álykta um hver orsök slyssins hafi verið. Það er mjög mikilvægt að við kom- umst að niðurstöðu um hvað fór úrskeiðis og rannsóknarnefnd sam- gönguslysa mun væntanlega fara yfir það,“ sagði G. Pétur Matthías- son, upplýsingafulltrúi Vegagerð- arinnar, í samtali við Fréttablaðið. kjartanh@frettabladid.is thorgnyr@frettabladid.is Á þessum litlu stöðum þá er þetta yfirleitt alltaf sama fólkið sem kemur að þessum slysum. Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri í Skaftárhreppi 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 E 9 -3 8 3 4 2 1 E 9 -3 6 F 8 2 1 E 9 -3 5 B C 2 1 E 9 -3 4 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.