Fréttablaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 28.12.2018, Blaðsíða 31
blöðin og heyra hvernig þeir hugsa. Eftir kaupin heimsótti ég lífeyris­ sjóði og aðra hluthafa, og fór yfir stöðuna með þeim. Ég sagði þeim frá fyrirætlunum mínum og því að ég vildi að félagið væri áfram skráð í Kauphöllina. En ef þeir hefðu viljað selja þá hefðu þeir bara selt.“ Hefði ekki verið vandamál fyrir þig ef stórir hluthafar hefðu viljað ganga að yfirtökutilboðinu? „Nei, þá hefði ég bara fengið nýja fjárfesta með mér og ég hefði fundið þá eins og skot. Það vilja margir eiga í sjávarútvegi og erlendir aðilar mega eiga fjórðungshlut. Þetta hefði alltaf gengið upp, aðeins katastróf­ ískur atburður hefði getað komið í veg fyrir þessi viðskipti.“ Hefði viljað að Grandi keypti allt Kaup Guðmundar á hlutnum í HB Granda voru upphaflega fjármögn­ uð með láni frá Landsbankanum og námu skuldir Brims við Landsbank­ ann yfir 20 prósentum af eiginfjár­ grunni bankans eftir það. Á næstu mánuðum seldi Brim Ögurvík til HB Granda á 12,3 milljarða króna og eignarhlut sinn í Vinnslustöðinni til FISK­Seafood fyrir 9,4 milljarða. Saman námu sölutekjurnar 21,7 milljörðum króna sem jafngildir kaupverðinu á eignarhlutnum í HB Granda. Þá var frystitogarinn Brimnes seldur, frystitogarinn Guð­ mundur í Nesi settur í söluferli og grænlenskt hlutdeildarfélag Brims seldi einnig skip og greiddi upp lán frá Brimi. Guðmundur segir að búið sé að gera upp lánið frá Landsbank­ anum og vel það. „Brim er búið að selja fyrir miklu hærri upphæð en það fjárfesti fyrir í HB Granda þannig að Brim skuldar minni upphæð í lok þessa árs en upphafi þess. Ég hafði tvo valkosti. Annars vegar að fá aukið hlutafé inn í Brim en ég sá fram á að það yrði tímafrekt og hins vegar selja verðmætar eignir og fá bankann til að brúa bilið í millitíðinni. Ég vissi að það voru margir sem vildu kaupa þessar eignir. Helst vildi ég hafa selt allt inn í Granda en það var ekki vilji fyrir því,“ segir Guð­ mundur. Spurður sérstaklega hvort hann hefði viljað selja HB Granda hlutinn í Vinnslustöðinni svarar hann játandi og ítrekar: „Ég hefði viljað að Grandi keypti þetta allt.“ Kaup HB Granda á Ögurvík gengu þó ekki snurðulaust fyrir sig. Þrátt fyrir að kaupin hefðu verið sam­ þykkt af stjórn HB Granda lagði líf­ eyrissjóðurinn Gildi til á hluthafa­ fundi að fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka yrði fengin til að meta þau. Tillagan var samþykkt og Kvika skil­ aði mati í lok október. Það leiddi í ljós að kaupin væru hagfelld og að kaupverðið væri lægra en markaðs­ virði eigna Ögurvíkur. Þá væri áætl­ aður ávinningur HB Granda allt að fimm milljarðar króna. „Þegar við vorum að kaupa Ögur­ vík, þá tóku lífeyrissjóðirnir völdin í félaginu þegar þeir heimtuðu enn eitt matið og ég var ósáttur við það. Aðalfundur kýs stjórn til að vinna eftir stefnu félagsins á milli aðal­ funda og stjórnin ræður forstjóra sem sér um daglegan rekstur. Svo vil ég kaupa eign en þar sem ég má ekki skuldbinda félagið, þá fer málið fyrir stjórn. Ef þetta er stór upphæð við tengdan aðila, þá getur stjórn ekki heldur skuldbundið félagið og málið fer fyrir hluthafa­ fund sem getur aðeins sagt já eða nei,“ segir Guðmundur og hann heldur áfram: „Ef það liggur fyrir mat á eigninni getur hluthafafundur óskað eftir úttekt á matinu en hann getur ekki tekið yfir og farið fram á sitt eigið mat til þess að skera úr um hvort viðskiptin séu góð eða slæm. Þá verður bara að reka stjórn og for­ stjóra vegna þess að við berum ábyrgð á því að viðskiptin séu góður kostur fyrir félagið. Þannig á kerfið að virka.“ Eru lífeyrissjóðirnir orðnir of áhrifamiklir í efnahagslífinu? „Það held ég. Eru ekki allir sam­ mála um það? Telja þeir það ekki sjálfir?“ Stofnun sem enginn þorir að tala um Þú hefur talað blátt áfram um ýmis mál. Eru það ekki viðbrigði að setjast í forstjórastól í skráðu fyrirtæki þar sem aðrar reglur gilda? „Jú, það er erfitt og mér finnst óþægilegt að geta ekki talað beint um hlutina. Þegar við keyptum Ögurvík var allt á hreinu en samt þurfti endalausar nefndir og skýrslur til að klára málið. Það er að sjálfsögðu mikilvægt að vanda alla vinnu og fara að lögum og reglum en við þurfum að passa okkur á því að láta ekki eftirlitsiðnaðinn kæfa við­ skiptalífið og mér finnst mikilvægt að íslenskar eftirlitsstofnanir fari með nærgætni og aðgát við rann­ sókn mála.“ Af meiri nærgætni og aðgát en nú? „Já, og ég skal taka einfalt dæmi,“ segir hann og vísar hér til frum­ mats Samkeppniseftirlitsins frá því í sumar, en þar kom fram að það kynni að brjóta samkeppnislög að Guðmundur tók við stjórnartaum­ unum í HB Granda. „Við fengum fjórar spurningar frá Samkeppniseftirlitinu og ein af þeim sneri að því að ég væri í stjórn Vinnslustöðvarinnar. Ég hafði hætt í stjórninni þremur mánuðum áður og það voru opin­ berar upplýsingar. Það stendur í fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra að ég sé farinn út úr stjórninni. En þrátt fyrir það var gerð athugasemd um að ég sæti í stjórn Vinnslustöðvar­ innar og í framhaldi var sent bréf til stjórnarinnar og hún beðin um álit á kaupum mínum í HB Granda. Þegar það álit Vinnslustöðvarinnar kom til Samkeppnisstofnunar var það bara rógburður um mig. Maður spyr sig hvernig standi á því að opin­ ber eftirlitsstofnun sendi svona illa undirbúna fyrirspurn og hvernig gat þessi fyrirspurn komist í gegnum innra eftirlit Samkeppniseftirlits áður en þetta bréf var sent út og það sent á fjölmiðla?“ segir Guðmundur. „Svo segja allir að ég megi ekkert segja um Samkeppniseftirlitið því annars fái ég bara allt eftirlitskerfið á mig. Það er eins og Samkeppnis­ eftirlitið sé stofnun sem enginn þorir að segja neitt um. Eins og það gangi hérna á vatni og allir pissi í buxurnar ef það kemur. Ef enginn þorir að segja barninu á heimilinu til syndanna þá yfirtekur það heim­ ilið. Þetta má ekki vera þannig að einhver kverúlant hjá eftirlitsstofn­ un segi: Æ, mér er illa við þennan, þetta er KR­ingur. Við skulum nota kerfið til að níðast á honum,“ segir Guðmundur. Heldurðu að þetta sé með þeim hætti sem þú lýsir? „Ég veit það ekki en þetta er lítið land. Ég hef stundum sagt að ég óski þess að Hæstiréttur Íslands væri í Kaupmannahöfn því þá er líklegra að eingöngu verði dæmt á laga­ legum grundvelli.“ Grandi verji meiru í rannsóknir Nú þegar Guðmundur hefur lokið við að leggja kapalinn í kringum kaupin á HB Granda segist hann þurfa að setjast niður með stjórn og eigendum félagsins til þess að móta framtíðarsýn útgerðarinnar. Hann hefur áður greint frá því að hann vilji fara í samstarf með erlendum útgerðum og fjárfesta í sölu­ og markaðsfyrirtæki erlendis. „Fiskur er seldur of ódýrt frá Íslandi eins og sést þegar maður skoðar verð á eldislaxi miðað við verð á villtum tegundum. Laxinn er seldur á 8 dollara, þorskurinn á 4 og karfi, ufsi og hinar tegundirnar á 2 dollara. Næsta skref er að finna leið til að fá meira út úr hverju kílói. Annaðhvort getum við reynt að hækka verðið með markaðsstarfi eða ráðist í meiri rannsóknar­ og þróunarvinnu,“ segir Guðmundur. Að hans sögn mun HB Grandi verja meiri fjármunum í rannsóknir og þróun en áður. „Það er eðlilegt að sjávarútvegsfyrirtæki verji ákveðnu hlutfalli af tekjum í rannsóknir og þróun því annars deyjum við innan frá.“ Þarf samstillt átak íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja í markaðs- setningu til þess að hækka verðið á erlendum mörkuðum? „Það þarf helst samstillt átak sjávarútvegsfyrirtækja í Norður­Atl­ antshafinu og áherslu á villtan fisk en þá þurfum við að fá Norðmenn, Rússa, Færeyinga og Grænlendinga með okkur í lið. Ég hef hins vegar trú á því að á næstu árum muni stjórn­ endur í íslenskum sjávarútvegi vinna í meiri mæli saman að mark­ aðssetningu. Við stöndum aftarlega í þeim efnum enda er ekki búið að setja nógu mikla vinnu og áherslu í þennan málaflokk.“ Sjávarútvegurinn blóðmjólkaður Mótun framtíðarstefnu í íslenskum sjávarútvegi krefst þess að leikregl­ urnar séu skýrar og gildi til langs tíma, að sögn Guðmundar. Enda­ laus deila um kvótakerfið hafi hindrað ýmsan framgang innan greinarinnar. „Íslenskur sjávarútvegur hefur verið að dragast hratt aftur úr á síð­ ustu árum vegna þess að við erum enn að deila um það hver á veiði­ réttinn. Við erum búin að vera að rífast um kvótakerfið í 30 ár. Nú á að taka alla peningana út úr sjávar­ útveginum áður en eigandinn eða fjármagnið fær sitt og þannig er verið blóðmjólka greinina – ekkert fjármagn sett aftur inn til nauðsyn­ legra fjárfestinga. Þá munu einungis allra stærstu fyrirtækin hafa burði til að gera eitthvað af viti.“ Er umræðan um íslenskan sjávar- útveg bjöguð? „Já, það er til dæmis veruleika­ firring í samfélaginu um að það sé ofsagróði í greininni. Þetta byggir á misskilningi og það er endalaus vinna að sannfæra íslenska þjóð um það að íslenskur sjávarútvegur sé til fyrirmyndar. Allar þessar upp­ hrópanir um sjávarútvegsstefnuna hafa haft slæm áhrif. Ímyndaðu þér ef Svisslendingar væru alltaf að tala illa um úra­ eða súkkulaðigerð. Auðvitað eigum við að vera stolt af okkar sjávarútvegi og ég held að það vanti heiðarlega umræðu um greinina,“ segir Guðmundur. Hvað veldur því að umræðan er svona bjöguð? „Við í sjávarútveginum höfum ekki náð að tala við almenning og fjárfesta um hvernig greinin er rekin. Grundvöllurinn fyrir því að reka gott sjávarútvegsfyrirtæki er að hafa veiðiheimildir og löggjafinn ákvað strax 1984 og 1990 að greinin yrði sjálf að hagræða. Því fylgdu mjög sársaukafullar aðgerðir vegna þess að það var alltof mikið af fiski­ skipum og fiskvinnsluhúsum. Þegar greinin fór að þjappa þessu saman urðu bæði persónur í sjávarútvegi og greinin sjálf óvinsæl hjá lands­ mönnum. Sjávarútvegurinn varð olnbogabarn í þjóðfélaginu. Von­ andi náum við að breyta ímyndinni þannig að þetta sé spennandi grein sem fullt af menntuðu og hug­ myndaríku fólki sækir í, og vonandi fáum við fjármagn inn í greinina til að þróa hana áfram.“ Galið að vega ekki inn fjár- magnskostnaðinn Þá víkur samtalinu óhjákvæmilega að veiðigjöldum en frumvarp um að breyta álagningu veiðigjalda og færa hana nær í tíma þannig að hún endurspegli afkomu útgerða var samþykkt á Alþingi í desember. Guðmundur segir að enn sé grund­ vallargalli á gjaldtökunni. „Það er einsdæmi á heimsvísu að leggja auðlindagjöld á auðlind áður en fjármagnskostnaðurinn er veg­ inn inn. Til þess að gera verðmæti úr auðlind þarftu alltaf fjármagn og fjármagnið kostar ákveðið. Ef þú ætlar ekki að virða það, þá eru allar líkur á að það verði ekki mikil verðmæti sköpuð úr auðlindinni. Þess vegna eru veiðigjöldin svona vitlaus,“ segir Guðmundur og rifjar upp heimsókn prófessora og nema frá Cornell­háskólanum í Banda­ ríkjunum. „Þau voru að stúdera íslenska fisk­ veiðistjórnunarkerfið og fannst það alveg frábært en þegar þau heyrðu að það ætti að leggja á auðlindaskatt fyrir fjármagnskostnað, þá sögðu þau að þetta gæti ekki gengið upp.“ Hvernig myndir þú vilja breyta veiðigjöldunum án þess að afnema þau? „Ég vil hafa veiðigjöldin ákveðna prósentu af útflutningsverðmæti á hverja fisktegund, burtséð frá því hvort fiskurinn sé unninn á landi eða úti á sjó. Það á ekki að skipta máli og ég vil breyta nafninu á veiði­ gjöldunum í auðlindagjöld og leggja þau á allar auðlindir. Þannig að ef þú ert að selja hellaferðir þá fara kannski 2­4 prósent af miðaverðinu í auðlindagjald. Ef fyrirtækið græðir svo pening, þá greiðir það tekju­ skatt og ef greiddur er út arður, þá greiðir eigandinn fjármagnstekju­ skatt. Það er algjörlega galin stefna að hafa auðlindagjöld í formi tekju­ skatts og reyna að finna út af hvaða tegund auðlinda gróðinn er meiri eða minni og taka síðan ekkert tillit til fjármagnsins sem þarf til að nýta auðlindina.“ Útlendingarnir koma oft með nýjungar Ríkisstjórn Færeyja ákvað fyrir fáeinum árum að fara þá leið að bjóða upp veiðiheimildir á markaði. Þessi hugmynd hefur hreiðrað um sig á Íslandi og halda nú sumir fræðimenn og alþingis- menn henni á lofti. „Það er engin fjárfesting í færeyskum sjávarútvegi eftir að þeir tóku þetta upp. Það er allt stopp og nú ætla þeir að reka út- lendingana út,“ segir Guðmundur og vísar til laga sem tóku gildi um síðustu áramót í Færeyjum sem úthýsa erlendu eignarhaldi á færeyskum útgerðum. „Við hefðum ekki byggt virkjun ef Svisslendingarnir hefðu ekki komið með peninga í álverið. Ef ameríski herinn hefði ekki byggt upp Keflavíkurflugvöll hefði Jónas frá Hriflu byggt hann í Reykholtsdal. Bretarnir byggðu Reykjavíkurflugvöll og nunnurnar spítala. Það eru oft útlendingar og viðskiptamenn sem koma með nýjungar inn í hvert land,“ segir Guðmundur. „Það væri gott fyrir mig ef enginn mætti kaupa í HB Granda nema hann byggi í Reykjavík því þá væri ég búinn að ýta tölu- verðri samkeppni frá mér en þetta er haftastefna og ein- angrun og hún leiðir til þess að samfélög veikjast innan frá.“ HB Grandi mun í framtíðinni verja meiri fjármunum í rannsóknir og þróun að sögn Guðmundar. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Það er eins og Samkeppniseftir- litið sé stofnun sem enginn þorir að segja neitt um. Eins og það gangi hérna á vatni og allir pissi í buxurnar ef það kemur. Guðmundur Kristjánsson. MARKAÐURINN 11F Ö S T U D A G U R 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 8 2 8 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 E 9 -5 0 E 4 2 1 E 9 -4 F A 8 2 1 E 9 -4 E 6 C 2 1 E 9 -4 D 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.