Fréttablaðið - 28.12.2018, Qupperneq 46
Þegar litið er yfir stöðu listdans á Íslandi árið 2018 sést skýrt að íslenskur dans-heimur hvílir á herðum kvenna. Nánast allir
okkar stærstu danshöfundar eru
konur. Stjórnendur þeirra stofnana
og hátíða sem hafa með listdans
að gera eru nánast undantekn-
ingarlaust kvenkyns og konur eru í
meirihluta þeirra dansara sem sjást
á sviði, nema í launuðum störfum
dansara við Íslenska dansflokkinn
en þar eru karlar hálfdrættingar á
við þær.
Það hefur lengi verið þekkt stað-
reynd að nemendur í listdansi eru
nánast eingöngu stúlkur. Það virðist
vera stúlkum eiginlegt að tjá sig með
líkama sínum bæði í hreyfingu og í
listsköpun. Á undanförnum árum
hafa nokkrir íslenskir kvendanshöf-
undar náð að skapa sér nafn bæði
hér heima og erlendis. Á árinu 2018
var hægt að sjá verk eftir flesta þessa
danshöfunda ýmist frumsýnd eða
endursýnd.
Sjálfstæða senan
Þeir höfundar sem frumsýndu
á árinu voru Melkorka Sigríður
Magnúsdóttir með verkið Vakúm
og Katrín Gunnarsdóttir með verkið
Cresc endo. Katrín frumsýndi einn-
ig hér á landi verkið Að flytja fjöll
ásamt leikhópnum Marmarabörn
en það verk hefur lifað góðu lífi á
erlendri grund um nokkurt skeið.
Melkorka og Katrín hafa báðar
þroskað með sér sterkan persónu-
legan stíl í danssköpun sinni og því
alltaf tilhlökkunarefni að sjá hvað
þær bjóða upp á.
Ásrún Magnúsdóttir frumsýndi
Hlustunarpartý og Anna Kolfinna
Kuran Allar mínar systur á RDF
Únglingurinn í Reykjavík en þar er
áhersla á danssköpun með og fyrir
unglinga. Ásrún, oft í samstarfi við
Alexander Roberts, hefur skapað
sér einstakan stíl í vinnu sinni með
unglinga. Fegurðin sem hún nær
fram hjá þeim er einstök. Anna Kol-
finna hefur ekki samið mikið en það
verður áhugavert að fylgjast með
henni í framtíðinni.
Steinunn Ketilsdóttir og Svein-
björg Þórhallsdóttir, margreyndar
í bransanum, frumsýndu síðan í
samvinnu við myndlistarkonuna
Jóní Jónsdóttur dans- og myndlista-
verkið Atómstjarna í tengslum við
Listahátíð í Reykjavík. Það verk er
gott dæmi um hvernig listdansinn
tekur á sig ýmsar myndir en verkið
var sýnt í Ásmundarsal eða réttara
sagt öllu því húsi og laut ekki síður
lögmálum myndlistarinnar en hins
hefðbundna listdansforms.
Íslenski dansflokkurinn
Íslenski dansflokkurinn með dans-
sköpun Ernu Ómarsdóttur, listræns
stjórnanda flokksins, og Valdimars
Jóhannssonar, samstarfsmanns
hennar, í fararbroddi setti mikinn
svip á dansárið 2018. Það má segja
Listræn tjáning kvenna
Sesselja G. Magnúsdóttir skrifar um listdansárið 2018 en margar afar áhugaverðar
sýningar voru á dagkrá. Hún segir íslenskan dansheim hvíla á herðum kvenna.
Á UNDANFÖRNUM
ÁRUM HAFA NOKKRIR
ÍSLENSKIR KVENDANSHÖF-
UNDAR NÁÐ AÐ SKAPA SÉR
NAFN BÆÐI HÉR HEIMA OG
ERLENDIS. Á ÁRINU 2018 VAR
HÆGT AÐ SJÁ VERK EFTIR
FLESTA ÞESSA DANSHÖFUNDA
ÝMIST FRUMSÝND EÐA ENDUR-
SÝND.
Úr dans- og sirkusverkinu Fjaðrafok sem er samvinnuverkefni Tinnu Grétarsdóttur og sviðslistahóps og írska sirkushópsins Fidget Feet. MYND/STEVE LORENZ
2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R22 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING
2
8
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:2
3
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
1
E
9
-4
B
F
4
2
1
E
9
-4
A
B
8
2
1
E
9
-4
9
7
C
2
1
E
9
-4
8
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
2
7
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K