Fréttablaðið - 28.12.2018, Side 11

Fréttablaðið - 28.12.2018, Side 11
VÍNBÚÐIN DALVEGI LOKUÐ 2.-11. JANÚAR Vínbúðin Dalvegi verður lokuð vegna framkvæmda frá miðvikudeginum 2. janúar til föstudagsins 11. janúar. Við bendum viðskiptavinum á að næstu Vínbúðir eru í Smáralind og í Kauptúni Garðabæ. Vínbúðir með lengri opnunartíma eru í Skeifunni og Skútuvogi: mán-fös 10-20, lau 11-18. Við þökkum þolinmæðina og hlökkum til að taka á móti ykkur í enn betri Vínbúð. ÞÝSKALAND Leita gæti þurft til ann- arra ríkja Evrópusambandsins til þess að manna sérfræðistöður, svo sem lækna og upplýsingatæknifræð- inga, í þýska hernum. Þetta sagði Eberhard Zorn, einn yfirmanna hersins, í viðtali við dagblöð í eigu Funke Mediengruppe gær. Sjö ár eru liðin frá því herskylda ungmenna var afnumin í Þýska- landi. Því hefur herinn þurft að aug- lýsa af miklum krafti eftir fólki. Til að mynda til þess að manna stöður í sjóhernum og flughernum. „Vegna skorts á fólki þurfum við að leita til allra átta að góðu fólki. Einn kosturinn er að leita til annarra Evrópubúa,“ sagði Zorn. Samkvæmt sömu miðlum hafa stjórnvöld í Berlín nú þegar haft samband við önnur aðildarríki Evrópusambandsins. Einkum ríki í Austur-Evrópu. Nú þegar hefur um hálf milljón ríkisborgara annarra Evrópusambandsríkja, á aldrinum átján til þrjátíu ára, búsetu í Þýska- landi og er hugsanlegt að leitað verði til þess fólks. – þea Skoða að skrá Evrópubúa í þýska herinn SÁDI-ARABÍA Salman konungur fyrir- skipaði í gær uppstokkun í ríkis- stjórn landsins. Gerði hann fyrrver- andi fjármálaráðherrann Ibrahim al-Assaf að nýjum utanríkisráðherra. Salman gerði sömuleiðis fleiri breyt- ingar á tveimur æðstu ráðum Sádi- Arabíu. Ráðin hafa umsjón með efnahagsmálum og þjóðaröryggi og stýrir Mohammed krónprins, sem sagður er raunverulegur þjóðarleið- togi vegna veikinda konungs, þeim báðum. Að því er kom fram í umfjöllun AP-fréttaveitunnar virðast breyting- arnar til þess gerðar að treysta stöðu krónprinsins. Enda eru nýir meðlim- ir ráðanna sagðir nánir bandamenn hans. Engar breytingar voru gerðar á stöðu krónprinsins. Hann er því sem fyrr bæði varaforsætisráðherra og varnarmálaráðherra. Þetta eru fyrstu stóru breytingarn- ar sem gerðar eru á stjórninni í Sádi- Arabíu frá morðinu á blaðamann- inum Jamal Khashoggi í Tyrklandi í haust. Mohammed prins hefur verið bendlaður við morðið, sagður annaðhvort hafa fyrirskipað það eða í það minnsta vitað af því. – þea Uppstokkun í ríkisstjórn Sádi-Arabíu AUSTUR-KONGÓ Lögregluþjónar og hermenn skutu upp í loft og beittu táragasi á mótmælendur í borginni Beni í Austur-Kongó í gær. Mótmæl- endur höfðu þar brennt hjólbarða og ráðist að meðferðarstöðvum við ebólu til þess að tjá óánægju með landskjörstjórn (CENI). Reuters greindi frá. Kjörstjórn tilkynnti á miðviku- dag um að íbúar í Beni og Butembo fengju ekki að greiða atkvæði í for- seta-, þing- og sveitarstjórnarkosn- ingum sem fram eiga að fara á sunnu- daginn. Ástæðan er sú að þar geisar ebólufaraldur, sá næstversti í sögu álfunnar. Að minnsta kosti 350 hafa dáið hingað til. Þá er íbúum Yumbi einnig meinað að kjósa vegna þjóð- flokkaátaka. Borgirnar eru sagðar höfuðvígi stjórnarandstöðunnar og því ólík- legar til þess að kjósa flokk Josephs Kabila forseta, PPRD, og forsetafram- bjóðanda hans, Emmanuels Ramaz- ani Shadary. Martin Fayulu, vinsæll stjórnar- andstöðuframbjóðandi, hvatti í gær samlanda sína til þess að hefja alls- herjarverkfall í dag. „Mér ofbýður. Kjörstjórn hefur farið út fyrir öll velsæmismörk,“ sagði Pierre Lumbi, kosningastjóri Fayulu, við blaða- menn. Kosningarnar verða þær fyrstu í 34 ár þar sem Kabila er ekki á kjör- seðlinum. Hann tók við eftir að faðir hans var myrtur árið 2001. Þessar kosningar áttu að fara fram árið 2016 en hefur verið frestað ítrekað. Nú ótt- ast stjórnarandstæðingar að PPRD reyni að stela kosningunum. – þea Hermenn vörpuðu táragasi á mótmælendur í Austur-Kongó Lögregla eltir mótmælendur í Austur-Kongó í gær. NORDICPHOTOS/AFP Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. NORDICPHOTOS/AFP F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11F Ö S T U D A G U R 2 8 . D E S E M B E R 2 0 1 8 2 8 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :2 3 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 E 9 -4 B F 4 2 1 E 9 -4 A B 8 2 1 E 9 -4 9 7 C 2 1 E 9 -4 8 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 2 7 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.