Fréttablaðið - 12.01.2019, Side 4

Fréttablaðið - 12.01.2019, Side 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálf- stæðisflokksins smíðar nú frum­ varp um opnari háskóla, þar sem reynsla úr atvinnulífinu og fjölbreytt þekking yrði metin til inngöngu. Atli Freyr Ágústsson sem er 11 ára var þangað til á síðasta ári með hár niður á rass. Hann ákvað þá að láta klippa sig og gefa hárið til samtaka sem búa til hárkollur fyrir börn sem glíma við krabbamein. Lítil bandarísk stúlka fékk kollu úr hárinu hans. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði í grein í Fréttablaðinu að félagshyggju­ flokkarnir væru ekki lengur mál­ svarar verkalýðsins á Íslandi. Þrjú í fréttum Háskólar, hárkolla og kjaramál ÁRA5ÁBYRGÐ FIAT ATVINNUBÍLAR FIAT DUCATO Verð frá 3.943.548 án vsk. 4.890.000 m/vsk. FIAT TALENTO L2H1 Verð frá 3.298.387 án vsk. 4.090.000 m/vsk. FIAT DOBLO Verð frá 2.225.806 án vsk. 2.760.000 m/vsk. FIAT FIORINO Verð frá 1.854.032 án vsk. 2.299.000 m/vsk. ÁRA5ÁBYRGÐUMBOÐSAÐILI FIAT • ÞVERHOLTI 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 • WWW.FIATPROFESSIONAL.IS WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 TÖLUR VIKUNNAR 06.01.2019 – 12.01.2019 21% fólksfjölgun hefur orðið í Árborg á síðustu fimm árum. Á síðasta ári einu fjölgaði íbúum um nærri 500 og eru þeir nú 9.486 talsins. 6 milljónir tonna á ári éta hvalir við Ís- landsstrendur að mati Haf- rannsókna- stofnunar.18.922voru íbúar Reykjanesbæjar 1. janúar. Haldist þróunin óbreytt mun Reykjanesbær að öllum líkindum verða fjórða fjölmennasta sveitarfélag landsins í lok mánaðar. 806 útköll fóru sjúkraflugvélar Mýflugs í með 882 sjúklinga á síðasta ári. Árið 2017 voru út- köllin 796 en 670 árið 2016. 10 þúsund km tæpa munu tveir hvalir ferðast frá Kína til Vestmannaeyja í vor. Flugfélagið Cargolux ætlar að kosta ferð Boeing 747 flutningavélar, svokallaðrar júmbóþotu, með hvalina. 536 einstaklingar biðu afplánun- ar um áramót- in. Rétt tæplega fjórðungur afplánunar- fanga afplánaði dóma utan fangelsa í fyrra. STJÓRNSÝSLA „Ég er ekki búinn að fá neitt. Hef ekkert bréf fengið eða neitt. Er ég bara ekki á listanum?“ segir Einar Kára son rit höfundur við frettabladid.is að spurður um við brögð sín við að hafa ekki fengið út hlutað úr launa sjóði lista manna. Kunngert var í gær hverjir fengju listamannalaun úr ríkissjóði sam­ kvæmt ákvörðunum úthlutunar­ nefnda Launasjóðs listamanna. Alls bárust 890 umsóknir um starfslaun frá einstaklingum og hópum. Starfs­ laun listamanna eru 392.498 krónur á mánuði samkvæmt fjárlögum. Meðal þjóðþekktra rithöfunda sem ekki fá listamannalaun eru Einar Kárason, Hallgrímur Helga­ son og Auður Ava Ólafsdóttir. Hall­ grímur kveðst hafa dregið umsókn sína til baka þar sem hann seldi vel fyrir jólin og Auður Ava Ólafsdóttir gerði slíkt hið sama eftir að hafa unnið til bókmenntaverðlauna Norðurlandanna. Öðru máli gegnir um Einar Kára­ son sem sækir um ár lega. Hann fékk laun til sex mánaða á síðasta ári og níu mánuði þar á undan. „Ég á ekki til orð. Hvaða djöfulsins rugl er þetta,“ segir Einar. „Þetta er bara mjög skrítið. Í rauninni finnst mér að í öllum öðrum starfs greinum hefði mönnum nú bara verið boð­ inn starfs loka samningur eða eitt­ hvað. Ég er búinn að hafa at vinnu af þessu í fjöru tíu ár, og þetta er það eina sem ég lifi á. Þetta er furðu legt,“ segir hann. Þórunn Jarla Valdimarsdóttir upplýsti á Facebook í gær að hún fengi listamannalaun í níu mánuði að þessu sinni en ekki tólf „eins og venjulega“, og veltir fyrir sér hvort verið sé að refsa henni fyrir góða sölu. Þessi niðurstaða ýti henni yfir í fræðimennsku hluta úr árinu svo hún megi sækja þá þrjá mánuði sem upp á vantar í slíka sjóði. Valur Gunnarsson fer bónleiður til búðar eina ferðina enn og sagði á Facebook: „Engin ritlaun í ár heldur. Spariféð þurrkaðist út í gengishruni haustsins. Ef LÍN bregst mér endan­ lega fer ástandið að verða ansi tví­ sýnt.“ Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, var einn­ ig dapur í bragði á Twitter þar sem hann sagðist vera í vinnu núna en ef hann efist um sjálfan sig muni allt hrynja. „Því var ekki gaman að láta synja sér um ritlaun,“ tísti hann. Það eru ekki aðeins rithöfundar sem fá listamannalaun. Þau eru einnig veitt myndlistarmönnum, tónskáldum, tónlistarflytjendum, hönnuðum og sviðslistafólki og ­hópum. Listamannalaun eru veitt frá einum mánuði upp í allt að átján í tilviki Hrafnhildar Arnardóttur myndlistarmanns. Alls voru umsækjendur 1.543 og sóttu um samtals sextán hundruð mánaðarlaun. Af þeim fengu 358 listamannalaun. Heildarlista yfir úthlutunina og nánari umfjöllun er að finna á frettabladid.is. sunnak@frettabladid.is thorarinn@frettabladid.is Einar Kárason úti í kuldanum við úthlutun listamannalauna Opinberað var í gær hverjir hljóta lista- mannalaun á þessu ári. Úthlutað var samtals 1.600 mánaðarlaunum. Umsækjendur voru 1.543 en úthlutun fá 358 listamenn. Margir sitja því eftir með sárt ennið. Einar Kárason á að baki 40 ára farsælan rithöfundarferil en fær ekki krónu í listamannalaun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ég á ekki til orð. Hvaða djöfulsins rugl er þetta? Einar Kárson rithöfundur 1 2 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 2 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 0 2 -2 E 9 0 2 2 0 2 -2 D 5 4 2 2 0 2 -2 C 1 8 2 2 0 2 -2 A D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 1 2 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.