Fréttablaðið - 12.01.2019, Side 16
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Gunnar
Kristín
Þorsteinsdóttir
kristin@frettabladid.is
Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir
Með líku lagi
liggur stór-
yrtur sósíal-
istaforingi,
sem altalað er
að hafi
stundum
snuðað
starfsfólk sitt
í fyrra lífi – lífi
atvinnurek-
andans, vel
við höggi.
Um síðustu helgi birtist aðsend grein í Morgunblaðinu eftir Hall Hallsson fjölmiðlamann sem valdið hefur fjaðrafoki. Í greininni fjallar Hallur
um meint samsæri George Soros og annarra „glóbal
ista“ gegn vestrænni siðmenningu. „Til þess að breyta
lýðsamsetningu hafa milljónir ólöglegra karla streymt
til Vesturlanda í nafni opinna landamæra,“ segir Hallur.
Sama dag og grein Halls birtist í Morgunblaðinu var
frumfluttur heimildarþáttur á útvarpsstöð BBC þar
sem meðal annars var fjallað um það sem kalla má eitt
fyrsta framlag okkar Íslendinga til hins þokukennda
samfélagsmeins sem Hallur kallar glóbalisma.
Í þættinum, „History hour“, eða Sögustund, var rifjað
upp atvik sem sagt var hafa „snúið á haus hvaða augum
við lítum færni mannsins til ferðalaga og ævintýra
mennsku“. Árið 1926 ákvað ungur Norðmaður, Helge
Ingstad að nafni, að selja lögfræðiskrifstofuna sína,
leggjast í ferðalög og skrifa bækur um það sem bar fyrir
augu. Einn daginn fékk Helge aðdáendabréf frá lesanda.
Lesandinn hét Anne Stine Moe og þau Helge gerðust
fyrst pennavinir og svo par. Anne Stine var fornleifa
fræðingur og þegar þau Helge giftu sig árið 1941 urðu
þau ekki aðeins hjón heldur líka samstarfsfélagar.
Helge hafði lengi haft áhuga á Íslendingasögunum.
Eiríks saga rauða var í sérstöku uppáhaldi, einkum
frásögnin af Leifi, syni Eiríks, sem fann land vestan við
Grænland sem hann kallaði Vínland. Marga dreymdi
um að það sem stóð í Eiríks sögu rauða væri satt, að
norrænir menn hefðu fundið Ameríku á undan Kristó
fer Kólumbusi. En enginn gat sýnt fram á það. Helge
ákvað að kanna málið.
Árið 1960 héldu Helge og Anne Stine til L’Anse aux
Meadows, sjávarþorps á norðurodda Nýfundnalands.
Þar hittu þau fyrir sjálfskipaðan forystumann þorps
búa, George Decker, sem vísaði þeim á grasi vaxnar
rústir. Anne Stine sagði tóftirnar norrænar í útliti.
Næstu átta ár gróf Anne Stine upp fornminjarnar með
dyggri aðstoð þorpsbúa. Minjarnar staðfestu loks
frásagnir um að norrænir menn fundu og fluttu til
Ameríku í kringum árið 1000.
Í útvarpsþættinum var rætt við sérfræðing sem
starfar á fornminjasvæðinu í L’Anse aux Meadows,
Lorette Decker sem einnig er barnabarn George Decker,
þess sama og kom Ingstadhjónunum á sporið. Um
ferðalög norrænna manna til Ameríku sagði Loretta:
„Það skiptir ekki máli frá hvaða landi fólk kemur, saga
mannsins snýst alltaf um sama hlutinn; að lifa, lifa af og
sjá fjölskyldu sinni farborða.“
Lokaðir pappakassar
Fólksflutningar og ferðalög með tilheyrandi útbreiðslu
hugmynda, þekkingar, tækni og menningar eiga sér
árþúsunda sögu. Eins og fornleifauppgröfturinn í L’Anse
aux Meadows sýnir hófst streymi fólks milli heimsálfa
töluvert áður en George Soros fæddist.
Hallur Hallsson virðist aðhyllast þá söguskýringu að
fyrri kynslóðir hafi alið aldur sinn í veröld sem byggð var
úr kirfilega lokuðum pappakössum þar sem hver hópur
dvaldi prúður í því boxi sem örlögin höfðu náðarsam
legast úthlutað honum; enginn fór út, enginn kom inn,
enginn kom neins staðar frá og enginn fór fet, allt var í
röð og reglu uns George Soros kom til sögunnar og fólk,
hugmyndir, fjármagn og ókunnugir menningarheimar
tóku að troða sér ofan í pappakassann hans Halls.
En veröldin hefur aldrei verið samansafn lokaðra
pappakassa. Sumir segja að íslenska lopapeysan eigi
rætur að rekja til Grænlands, aðrir til Svíþjóðar. Einu
sinni voru Íslendingar heiðnir. Íslensk tunga á rætur
sínar að rekja til frumgermönsku, sömu móðurtungu og
danska, enska, þýska og önnur germönsk mál. Fimmtán
þúsund vesturfarar fluttu frá Íslandi til Ameríku á síðari
hluta 19. aldar, eða 20 prósent þjóðarinnar.
Öll erum við einhvers staðar frá – líka Hallur Hallsson
– og enginn veit hvert leið okkar liggur á morgun. Það er
ekkert samsæri; það er bara fólk „að lifa, lifa af og sjá fjöl
skyldu sinni farborða“.
Samfélagsumræðan væri frjórri ef sum nettröllin og einstaka stjórnmálamenn temdu sér meiri auðmýkt og segðu oftar: Ég bara veit það ekki. Fólk sem dag hvern tjáir einarða afstöðu og þykist hafa allt á hreinu, er sjaldan trúverðugt. Enda fellur það æ ofan í æ á próf
inu ef rýnt er í málflutninginn.
Karl Th. Birgisson, blaðamaður og rithöfundur,
fjallaði nýlega um einstaklinga sem fylla þennan flokk.
Hann segir á Facebook:
„Kominn heim að loknum löngum degi og skrolla
yfir facebook. Að vanda skammta Gunnar Smári og
Hannes Hólmsteinn okkur hæfilegt skrum og stað
reyndavillur, annar æstari en hinn, sem hefur áratuga
langa þjálfun í orðskrúði á kostnað skattgreiðenda.
Svartsýni púkinn á hægri öxlinni segir: „Svaraðu þeim
með meitlaðri grein.“ Jákvæði púkinn á vinstri öxlinni
segir: „Þetta líður hjá. Eins og Trump. Og flensan.“ –
Reynslan segir að hyggilegast sé að sofa á þessu, en
Smári og Hannes eru samt eins og fjölónæmar bakt
eríur. Þeir hætta aldrei að valda okkur óumbeðinni
vitsmunalegri kvefpest.“
Oft tekst afkastamiklum oflátungum að eigna sér
prýðisgóðan málstað, gerast sjálfskipuð brjóstvörn
hans og vinna honum tjón frekar en gagn. Stundum
eina hugsjón í dag og aðra á morgun.
Ekki ber að lasta fólk fyrir að skipta um skoðun. En
þá þarf að kannast við fyrri skoðanir. Ekki síst þegar
sjálfsagðar gjörðir fyrra lífs verða ljótar misgjörðir eftir
skoðanaskiptin. Furðu sætir að fjöldahreyfingar, sem
lúta reglum lýðræðis og kjósa sér forystu, hirða lítið
um að hrista af sér slíka talsmenn.
Einstaklingar eru misvel í stakk búnir til að messa
yfir fólki. Fortíðin skiptir máli. Ef marga snögga bletti
er að finna á viðkomandi miðað við það sem hann
boðar getur verið betra, málstaðarins vegna, að hafa
hægt um sig. Frjálshyggjumaður sem gerir út á kerfið
í skjóli ráðamanna, sem útdeila skattfé, er skotmark.
Með líku lagi liggur stóryrtur sósíalistaforingi, sem
altalað er að hafi stundum snuðað starfsfólk sitt í fyrra
lífi – lífi atvinnurekandans, vel við höggi.
Þeir eru á báti með þingmanninum sem ekur hring
eftir hring á okkar kostnað án þess að takast að sann
færa nokkurn mann um lögmætt erindi bíltúrsins.
Hann varð sjálfkrafa skotspónn sem drepur heil
brigðri stjórnmálaumræðu á dreif. Sexmenningarnir á
barnum Klaustri eru sama marki brenndir.
Þetta snýst um réttmætar tilfinningar fólks. Í
nálægum löndum er virðing borin fyrir slíku. Fólk í
trúnaðarstörfum dregur sig í hlé þegar það verður of
umdeilt fyrir annað en málefnin sem tekist er á um. Sé
starfsfriði ógnað af þeirra völdum finnur það á eigin
skinni að það þjóni málstaðnum best að hverfa á braut
í von um að endalaust rausið fjari út. Þau skynja að þau
sjálf eru tilefnið. Með slíku raunsæi má endurvinna
traust.
Regla hópíþróttanna – enginn einstaklingur er stærri
en liðið – er góð viðmiðun. Svo má leitast við að gera
hreint fyrir sínum dyrum og stíga inn á völlinn á ný.
Endalaust raus
1 2 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
Að lifa og lifa af
1
2
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:2
6
F
B
1
1
2
s
_
P
1
1
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
0
2
-1
5
E
0
2
2
0
2
-1
4
A
4
2
2
0
2
-1
3
6
8
2
2
0
2
-1
2
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
1
2
s
_
1
1
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K