Fréttablaðið - 12.01.2019, Síða 18

Fréttablaðið - 12.01.2019, Síða 18
14.30 Rússland - Kórea A-riðill 17.15 Þýskaland - Brasilía A-riðill 19.30 Frakkland - Serbía A-riðill 14.30 Austurríki - Síle C-riðill 17.15 Noregur - Sádi-Arabía C-riðill 19.30 Danmörk - Túnis C-riðill HM í handbolta HM dagskráin í dag Hættulegustu mennirnir Mörk + stoðsendingar 14 2 Lína 2 8 3 5 Vítaköst 2 Víti Hraðaupphlaup 4 Markvarsla 10/41 Mörk úr leikstöðum 4 3Aron Pálmarsson 7+7 Elvar Örn Jónsson 5+3 Arnór Þór Gunnarsson 5+0 Bjarki Már Elísson 4+0 Ómar Ingi Magnússon 3+0 Arnar Freyr Arnarsson 2+0 Maður leiksins Aron Pálmarsson var virkilega góður í þessum leik. Hann va r m a r k a h æ s t i leikmaður íslenska liðsins með sjö mörk og skapaði einnig níu færi fyrir sam- herja sína og átti sjö stoðsendingar. ÍSLAND - KRÓATÍA 0 Arnór Þór Gunnarsson brenndi ekki af neinu skoti sínu. 5 Björgvin Páll og Ágúst Elí vörðu fimm skot hvor í þessum leik. Aron Pálmarsson kom að 14 mörkum íslenska liðsins í leiknum. 27 31 B-riðill Ísland - Króatía 27-31 Mörk Íslands (Skot): Aron Pálmarsson 7 (10), Elvar Örn Jónsson 5 (11), Arnór Þór Gunnarsson 5 (5) þar af 2 úr vítum, Bjarki Már Elísson 4 (6), Ómar Ingi Magnússon 3 (5), Arnar Freyr Arnarsson 2 (4), Ólafur Guð- mundsson 1 (2). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 5/1 (27/4, 18,5%), Ágúst Elí Björgvinsson 5 (14, 35,7%). Mörk Króatíu: Luka Stepancic 8, Luka Cindr- ic 6, Zlatko Horvat 5, Domagoj Duvnjak 4, Igor Karacic 2, Marin Zipic 2, Zeljko Musa 2, David Mandic 1, Manuel Strlek 1. Makedónía - Japan 38-29 Spánn - Barein 33-23 Stig þjóða: Makedónía 2, Króatía 2, Spánn 2, Barein 0, Ísland 0, Japan 0. A-riðill Serbía - Rússland 30-30 Frakkland - Brasilía 24-22 Stig þjóða: Þýskaland 2, Frakkland 2, Rúss- land 1, Serbía 1, Brasilía 0, Kórea 0. C-riðill Austurríki - Sádi-Arabía 29-22 Noregur - Túnis 34-24 Stig þjóða: Danmörk 2, Noregur 2, Austur- ríki 2, Sádi-Arabía 0, Túnis 0, Síle 0. D-riðill Angóla - Katar 24-23 Argentína - Ungverjaland 25-25 Svíþjóð - Egyptaland 27-24 Stig þjóða: Svíþjóð 2, Angóla 2, Argentína 1, Ungverjaland 1 Katar 0 og Egyptaland 0. Austurríki sem leikur undir stjórn Pat- reks Jóhann- e s s o n a r vann sann- færandi sjö m a r ka s i g u r þegar liðið mætti Sádi-Arabíu í C-riðli mótsins. Austurríki mætir síðan Síle í ann- arri umferð C-riðilsins á morgun. Kristján Andrésson heldur svo um stjórnartaumana hjá sænska liðinu, en Svíþjóð vann nauman þriggja marka sigur á Egyptalandi í leik liðanna í gær. Svíar og Egyptar leika í D-riðli mótsins, en ekki er leikið í þeim riðli á morgun. Svíþjóð mætir svo Argentínu á sunnudaginn kemur. Lærisveinar Dags Sigurðssonar töpuðu með níu marka mun fyrir Makedóníu og Barein sem Aron Kristjánsson stýrir laut síðan í lægra haldi fyrir Spáni með tíu marka mun. Japan og Barein eru í B-riðli mótsins líkt og Ísland. – hó HANDBOLTI Ísland laut í lægra haldi með fjórum mörkum þegar liðið mætti Króatíu í fyrstu umferð í B-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta karla í gær. Frammistaða íslenska liðsins í leiknum var heilt yfir mjög góð, en tveir slæmir kaflar í lok beggja hálfleikjanna gerðu það að verkum að Króatar fóru með sigur af hólmi í leiknum. Sóknarleikur íslenska liðsins var vel skipulagður og einkar vel útfærður lungann úr leiknum. Þar fór Aron Pálmarsson gjörsamlega á kostnum, en hann skoraði sjö mörk í leiknum og átti þar að auki sjö stoðsendingar á samherja sína. Aron gaf tóninn með fyrstu tveimur mörkum leiksins og átti sinn besta landsleik í langan tíma. Það var svo ekki að sjá að Elvar Örn Jónsson væri að spila á sínu fyrsta stórmóti, en hann var næst- markahæstur í íslenska liðinu með fimm mörk. Elvar Örn var bæði áræðinn og öruggur í sínum aðgerðum og gaman að sjá hversu langt hann er kominn í þróun sinni sem handboltamaður. Ísland hafði forystu, 26-25, þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum, en lokakafli leiksins fór 7-1 Króatíu í vil og því fór sem fór. Króatíska liðið skoraði sömuleiðis fimm síðustu mörk fyrri hálfleiks- ins og því voru það lokakaflar hálf- leikjanna sem urðu íslenska liðinu að falli líkt og áður sagði. Stefán Árnason, álitsgjafi Frétta- blaðsins, var virkilega ánægður með spilamennsku íslenska liðsins í leiknum, en telur að slæmur varnar- leikur og tapaðir boltar þegar mest á reyndi hafi reynst liðinu dýrkeyptir. „Mér finnst fyrst og fremst unun að sjá hversu vel undirbúið íslenska liðið mætti til leiks. Það var auð- sjáan legt að Guðmundur Þórður Guðmundsson hafði kortlagt Króat- ana gríðarlega vel og sömuleiðis sett sóknarleikinn vel upp. Það var líka frábært að sjá hversu vel Aron Pálmarsson spilaði í leiknum og það er langt síðan maður sá hann í þessum ham með landsliðinu. Það er greinilegt að Guðmundur er að ná því besta fram í Aroni,“ sagði Stefán um leikinn í gær. „Það gladdi mig svo mikið að sjá hversu vel Elvar Örn kom inn í leikinn. Hann var skynsamur í sínum aðgerðum, aðgangsharður og kláraði færin sín vel. Ég vissi vel hvað býr í honum þar sem hann hefur sýnt það áður bæði með yngri landsliðunum og Selfossi. Það var hins vegar ánægjulegt að sjá að hann gæti verulega látið til sín taka á stærsta sviðinu,“ sagði hann enn fremur. „Ómar Ingi Magnússon átti svo góða spretti í leiknum og skoraði mörk á mikilvægum augnablikum í leiknum. Ágúst Elí Björgvinsson kom með góða innkomu í markið í seinni hálfleiknum. Markvarslan heilt yfir í leiknum var hins vegar ekki nógu góð. Það verður hins vegar að taka það fram þeim til varnar að mér fannst við ekki ná okkur nægilega vel á strik í varnar- leiknum nema á stuttum köflum í hvorum hálfleik. Það var svo sem vitað að það yrði erfitt að ráða við leikmenn eins og Luka Stepancic, Luka Cindric og Domagoj Duvnjak. Við vorum ekki nógu sterkir maður á móti manni á móti þeim sem er reyndar mjög eðlilegt þar sem þetta eru leikmenn í hæsta gæðaflokki,“ sagði Stefán. „Mér fannst þessi leikur hins vegar gefa jákvæð fyrirheit fyrir framhaldið, en næsti leikur sem er gegn Spáni verður hins vegar gríðar- lega erfiður þar sem Spánverjar eru með sterkara lið en Króatía að mínu mati. Þessi leikur sýndi hins vegar hversu langt okkar lið er komið og það er ekkert langt í bestu lið heims,“ sagði hann um framhaldið hjá íslenska liðinu.  hjorvaro@frettabladid.is  Króatar sterkari á ögurstundu Frammistaða íslenska karlalandsliðsins í handbolta í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu lofaði góðu. Íslenska liðið lék heilt yfir vel í leikum, það voru smáatriði sem réðu því að Króatar höfðu að lokum betur. Elvar Örn Jónsson átti afar góðan leik þegar íslenska liðið mætti Króatíu. Hann skoraði fimm marka Íslands og gaf þrjár stoðsendingar. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Mér fannst þessi leikur gefa jávkæð fyrirheit fyrir framhaldið, en næsti leikur gegn Spáni verður hins vegar gríðarlega erfiður þar sem Spánverjar eru með sterkara lið en Króatía að mínu mati. Stefán Árnason Misjafnt gengi hjá íslensku þjálfurunum 1 2 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 1 2 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 0 2 -2 4 B 0 2 2 0 2 -2 3 7 4 2 2 0 2 -2 2 3 8 2 2 0 2 -2 0 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 1 2 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.