Fréttablaðið - 12.01.2019, Side 25
Frækinn sigur Þorleifs
Ýmislegt annað er á seyði innan
leikhúsheimsins. Á síðustu árum
hafa markaðsdeildir stóru leikhús-
anna komið sér upp þeim afleita
sið að nota erlenda gagnrýni til að
auglýsa komandi sýningar. Leik-
sýningar á sviði eru ekki eins og
kvikmyndir, miðillinn er lifandi
og breytist eftir því hvar og hvernig
leikverkið er sýnt.
Ný sviðslistalög voru sömuleiðis
umdeild enda var fagfólk innan
sviðslistaheimsins varla með í ráðum
þegar þau voru samin. Ekki er ennþá
komin niðurstaða í það mál en von-
andi verður skýr afstaða tekin með
sviðslistafólki og fjármagn aukið
til muna þar sem ríkisafskipti af
íslenskum sviðslistum hafa staðnað
á síðustu misserum. Kynningarmið-
stöð fyrir íslenskar sviðslistir er fyrir
löngu orðin tímabær.
Íslenskt sviðslistafólk hefur líka
verið að hasla sér völl erlendis. Þar
ber helst að nefna frækinn sigur Þor-
leifs Arnar Arnarssonar á Goethe-
verðlaununum en hann var valinn
besti leikstjóri Þýskalands fyrir
vinnu sína við Die Edda eftir Mikael
Torfason.
Norræna danshátíðin Ice Hot,
vettvangur fyrir norræna dans-
menningu, var haldin í Tjarnarbíó
og leidd af Ásu Richardsdóttur sem
nýlega var ráðin aðalframkvæmda-
stjóri IETM, alþjóðlegra tengslasam-
taka fyrir samtímasviðslistir. Einnig
var Ragnheiður Skúladóttir ráðin
sem listrænn stjórnandi Artic Arts
Festival í Noregi.
Leiklestur Borgarleikhússins á
samtali og sumbli þingmannanna á
Klaustri var umdeildur en leikhús á
að vera ögrandi og beintengt í sam-
tímann. Greinilegt var á fjöldanum
sem mætti á viðburðinn að áhug-
inn var fyrir hendi og varð jafnvel
til þess að einstaklingar sem stunda
ekki leikhús reglulega létu sjá sig.
Minna hefur farið fyrir NT Live
sýningum í Bíó Paradís síðustu
mánuði en oft áður. Vonandi hverfa
þessir viðburðir ekki af sjónar-
sviðinu enda mikilvæg viðbót við
flóruna.
Bestu sýningar síðustu mánaða
(jólasýningarnar verða ræddar
seinna í pistlinum) voru Allt sem er
frábært í Borgarleikhúsinu, Ronja
ræningjadóttir í Þjóðleikhúsinu og
Leitin að tilgangi lífsins í boði 16
elskenda staðsett á gömlu Lækna-
vaktinni við Smáratorg. Þessar
sýningar eru kannski ólíkar en eiga
það sameiginlegt að vera einlægar
og virkilega vel skrifaðar.
Öllu tjaldað til
Fyrri helmingur leikársins endaði
eins og hann byrjaði, með tveimur
afar ólíkum sýningum í Þjóðleik-
húsinu og Borgarleikhúsinu. Jóla-
sýningarnar voru að þessu sinni
Einræðisherrann eftir snillinginn
Charlie Chaplin í nýrri danskri
uppfærslu Nikolajs Cederholm og
Ríkharður III eftir William Shake-
speare í leikstjórn Brynhildar Guð-
jónsdóttur. Öllu var tjaldað til hvað
varðar leikhópa og uppsetningu.
Einræðisherrann er hressileg
blanda af ærslafullum gamanleik
og hádramatískum boðskap þar sem
Sigurður Sigurjónsson sýnir hvers
hann er megnugur sem leikari. Er
ekki kominn tími til að hann fái að
spreyta sig á bitastæðri dramatískri
rullu?
Engar efasemdir eru um að Rík-
harður III er langbesta sýning
síðustu mánaða þar sem ótrúlegur
texti Shakespeares var framreiddur
af skynsemi og skýrleika. Hjörtur
Jóhann Jónsson hefur verið áber-
andi í smærri hlutverkum síðustu
ár og fékk loksins að uppskera eftir
alla þá vinnu sem hann hefur lagt til
í gegnum tíðina. Túlkun hans á Rík-
harði er hreint út sagt stórkostleg.
En er þessum stóru sýningum
gefið of mikið pláss þannig að þær
yfirþyrmi aðrar í húsunum? Ekki
svo að segja að sýningar á borð við
Einræðisherrann og Ríkharð III eigi
ekki sinn stað í íslensku leikhúsi,
þvert á móti, enda eru báðar mjög
eftirminnilegar. Spurningin er hvort
þær komi niður á smærri sýningum
í stóru húsunum.
Drottning sjálfstæða sviðsins
Hvað einstaka leikara varðar í
öðrum sýningum þá er Sólveig
Guðmundsdóttir ókrýnd drottning
sjálfstæða sviðsins en hún bar af í
sýningum á borð við Svartlyng og
Rejúníón. Í þessu samhengi er einn-
ig vert að nefna Val Frey Einarsson
sem virðist ekki geta skrikað fótur á
leiksviðinu og kvenaldan í Ríkharði
III er óviðjafnanleg. Þar ber sérstak-
lega að nefna endurkomu Krist-
bjargar Kjeld og er kærkomið að sjá
leikara af eldri kynslóðinni sýna að
þeir hafa engu gleymt.
Gleðilegt nýtt ár og megi næstu
mánuðir bera með sér endurnýjaða
orku á íslensk leiksvið.
Sigríður Jónsdóttir
AFTUR Á MÓTI ER ENN
ÁSTÆÐA TIL AÐ MINNA
ÁHORFENDUR Á AÐ KAUPA
MIÐA OG MÆTA Á NÝ
ÍSLENSK VERK, SÉRSTAK-
LEGA EFTIR HÖFUNDA
SEM ERU AÐ STÍGA SÍN
FYRSTU SKREF. Skil á upplýsingum
vegna
skattframtals
Skila skal eftirtöldum upplýsingum vegna ársins 2018
á rafrænu formi á þjónustusíðunni skattur.is
Skilafrestur er til 20. janúar
Launa- og verktaka upplýsingar
Skilaskyldir eru allir þeir sem innt hafa af hendi
launagreiðslur, hlunnindi (þ.m.t. kaup- og
söluréttarsamningar), lífeyri, bætur, styrki,
greiðslur til verktaka fyrir þjónustu (efni og
vinnu) eða aðrar greiðslur (þ.m.t. umsýslu- eða
umboðsgreiðslur, s.s. í ferðaþjónustu o.fl.).
Einnig allir þeir sem í rekstri sínum eða annarri
starfsemi hafa látið launamönnum eða öðrum
vélknúin ökutæki í té til afnota.
Hlutafjárupplýsingar
Skilaskyld eru öll hlutafélög, einkahlutafélög,
samlagshlutafélög og sparisjóðir.
Stofnsjóðsupplýsingar
Skilaskyld eru öll samlagsfélög, sameignarfélög
og samvinnufélög, þ.m.t. kaupfélög.
Viðskipti með hlutabréf/afleiður
og önnur verðbréf
Skilaskyldir eru bankar, verðbréfafyrirtæki
og aðrir þeir aðilar sem annast kaup og sölu,
umboðsviðskipti og aðra umsýslu með
hlutabréf/afleiður og öll önnur verðbréf.
Innstæður
Skilaskyldar eru allar fjármálastofnanir
og aðrir aðilar sem taka við fjármunum til
ávöxtunar, eða hafa milligöngu um ávöxtun,
vörslu eða aðra ráðstöfun fjármuna.
Hlutabréfakaup skv. kaupréttarsamningi
Skilaskyld eru öll hlutafélög sem gert hafa
kaupréttarsamninga við starfsmenn sína
samkvæmt staðfestri kaupréttaráætlun.
Sama á við um söluréttar samninga.
Takmörkuð skattskylda
- greiðsluyfirlit
Skilaskyldir eru þeir sem innt hafa af hendi hvers
konar greiðslur til erlendra aðila og annarra, sem
bera takmarkaða skattskyldu hér á landi.
Lánaupp lýsingar
Bankalán, fasteignaveðlán, bílalán og önnur
lán. Skilaskyldar eru allar fjármálastofnanir
(bankar, sparisjóðir, lífeyrissjóðir, tryggingafélög,
fjármögnunarleigur o.s.frv.) sem hafa lánað fé til
einstakl inga og lögaðila.
Greiðslur fyrir leigu eða afnot
Skilaskyldir eru þeir sem innt hafa af hendi hvers
konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausafé,
fasteignum og fasteignaréttindum eða öðrum
réttindum. Einnig þeir sem hafa í atvinnuskyni
milligöngu um útleigu.
Fjármagnstekjur
Þeir aðilar sem innheimt hafa vexti skulu skila
upplýsingum um slíkar fjármagnstekjur og
tilgreina sundurliðun á móttakendur og þá
staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts sem haldið
hefur verið eftir. Hér er einkum um að ræða
innheimtu aðila, t.d. lögmannsstofur.
Staðfesting á tilteknum hlutabréfakaupum
(listi yfir þátttakendur)
Skilaskyld eru öll hlutafélög og einkahlutafélög
sem fengið hafa staðfestingu ríkisskattstjóra
á að þau uppfylli skilyrði fyrir því að kaup
einstaklinga á hlutum í hlutafjáraukningu
félagsins geti veitt rétt til skattfrádráttar sbr.
B-lið 1. mgr. 30. gr. laga nr. 90/2003.
2019
Nánari upplýsingar á rsk.is
442 1000
Þjónustuver opið:
Mán.-fim. 9:00-15:30
Fös. 9:00-14:00
rsk@rsk.is
Sjá nánar auglýsingu ríkisskattstjóra nr. 1146/2018 í B-deild Stjórnartíðinda.
H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 25L A U G A R D A G U R 1 2 . J A N Ú A R 2 0 1 9
1
2
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:2
6
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
0
2
-5
F
F
0
2
2
0
2
-5
E
B
4
2
2
0
2
-5
D
7
8
2
2
0
2
-5
C
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
1
1
2
s
_
1
1
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K