Fréttablaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 12.01.2019, Blaðsíða 32
Júlían hefur haft áhuga á kraft­ lyftingum síðan hann var ungur strákur. Hann er alinn upp í Norðurmýrinni, foreldrar hans eru Petrína Rós Karlsdóttir kennari og Jóhann B. Jónsson, fyrrverandi ferðamálafulltrúi. Hann á þrjú hálf­ systkini. „Ég er langyngstur. Ég held það sé rangt ef ég segist hafa stefnt að því að verða kraftlyftingamaður frá unga aldri. Ég var alltaf sterk­ byggður og hef til dæmis verið í svipaðri hæð frá því ég var þrettán ára gamall. Þá var ég 90 kíló. Það voru stundum smá læti í mér, ég var orkumikill, það er alveg óhætt að segja það, en aldrei til vandræða,“ segir hann frá. „Ég hef alltaf sett kraftlyftingarnar framar öllu öðru. Líka þegar ég var í menntaskóla. Ég gekk í Menntaskól­ ann í Hamrahlíð og gekk ágætlega. Ég er ekki jafngóður nemandi og ég er í kraftlyftingum en er nú samt alveg ágætur. Áfangakerfið hentaði mér afar vel upp á æfingarnar,“ segir Júlían. Nú stundar hann nám í sagn­ fræði í Háskóla Íslands. „Ég hef lokið tveimur árum í námi. Mér hefur alltaf fundist sagnfræði skemmti­ legt fag. Móheiður systir mín er sterk hugvísindakona og mamma auðvitað líka,“ segir hann. Stundum loðir sú ímynd við kraft­ lyftingamenn að þeir hafi lítinn áhuga á öðru en að lyfta lóðum. Því fer fjarri um Júlían sem hefur gaman af bókmenntum. „Mér finnst gott að lesa. Það hefur samt aðeins minnk­ að. Ég tek svona syrpur. Tók tímabil í klassík og las skáldsögur sem mér fannst ég þurfa að lesa. Ég tók líka syrpu í rússneskum bókmenntum eftir að mamma gaf mér bók eftir rússneskan rithöfund. Og þegar ég dvaldi í Tékklandi um tíma þá las ég verk þarlendra höfunda, til að mynda eftir Havel, Kafka og Kund­ era,“ segir Júlían. Ferðu með einhverja möntru þegar þú ert að lyfta þungu? „Já, ég geri það. Því stundum þarf maður að tala til sín og hvetja. Ég hugsa í setningum sem hvetja mig áfram, það mætti kalla það möntru. Ég hugsa til dæmis eitthvað á þessa leið: Ég er óstöðvandi, ég er enda­ laus. Ég er Íslendingur.“ Er þetta karllæg íþróttagrein? Lyfti sjónvarpinu tæplega tveggja ára Petrína Rós Karlsdóttir, móðir Júlíans, segir hann alltaf hafa verið sterkan. „Hann fæddist stór og var alltaf sterklegur. Júlían leit alltaf út fyrir að vera miklu eldri en hann var. Hann borðaði alltaf mikið. Var þurfta rfrekur. Þegar hann var um sjö mánaða gamall man ég eftir því að hann hafi tryllst við að fá ekki matinn sinn þegar hann þurfti,“ segir hún og rifjar einnig upp eftirminni- legt atvik frá því að Júlían var tæp- lega tveggja ára gamall. „Hann tók sjónvarpið og lyfti því og það endaði svo á gólfinu. Þetta var á gamlársdag og við þurftum því að fara annað til að horfa á skaupið,“ segir Petrína sem segist hafa orðið furðu lostin. „Þegar hann var fjögurra ára gamall var hann orku- meiri en flest börn. Ég starfaði þá sem leiðsögu- maður á sumrin og gat tekið hann með í fjallgöng- ur. Við vorum í fjallgöngu uppi á Hverfjalli og ferða- mennirnir fylgdust agndofa með Júlían hlaupa upp fjallið. Honum fannst það ekki nóg þrekraun og lyfti þungum steinum og sagði ferðamönnunum að hann væri víkingur,“ segir Petrína. Petrína Rós, móðir Júlíans. Finnst þér hugmyndin um að vera sterkur og stór samofin hugmyndinni um karlmennsku? „Það hefur svo margt breyst. Mér verður hugsað til Ellenar, kannski sér hún þetta öðruvísi en ég. En ég held að skaðlegar hugmyndir um karlmennsku eigi síður upp á pall­ borðið í dag. Ég held að við séum meðvitaðri um hvað það er sem skiptir máli.“ Hvað er það sem skiptir máli? Hvað myndir þú til dæmis segja við ungan aðdáanda sem lítur upp til þín? „Það getur til dæmis falist í því að gera það sem maður hefur gaman af. Ég myndi hvetja alla til þess að gera það. Það þurfa ekki að vera kraftlyftingar. En það sem manni finnst skemmtilegt að gera, manni hættir nú til að gera það vel. And­ legur styrkur skiptir máli og stund­ um þarf maður að ákveða að lífið sé skemmtilegt til að láta hlutina ganga upp. Ég finn fyrir því hvað þetta er mikilvægt í kraftlyftingum. Það er einstaklingssport, þó að þú sért með alla vini þína í kringum þig þá er pressan á þér einum. Ef þú stendur þig ekki, þá getur þú ekki kennt neinum öðrum um. Er ekki lífið svolítið þannig líka?“ spyr hann og segir seigluna nauð­ synlega. „Að kunna að tapa. Að kunna að stilla af væntingar sínar. Auðvitað vilja allir standa uppi sem sigurvegarar. En oft er það ekki árangurinn sem er hægt að gera sér væntingar um. Þess vegna verður leiðin að markinu að vera skemmti­ leg,“ segir Júlían. Vildi þorramat í fimm ára afmælinu Það er sautján ára aldursmunur á Júlían og eldri hálfsystur hans, Móheiði Geirlaugsdóttur. „Ég var einkabarn fram að því, þannig að það var mikil eftirvænt- ing eftir honum. Það er svo margt hægt að segja um Júlían, hann er náttúrulega alveg einstakur. Hann var mjög skemmtilegt barn, fjörugur og ljúfur strákur. Okkur fannst hann alltaf vera gömul sál, hann myndaði sér sínar eigin skoð- anir og það var hægt að rökræða við hann um allt milli himins og jarðar mjög snemma. Hann hefur líka alltaf talað svo góða íslensku, kannski af því hann var mikið með afa og ömmu. Hann var líka svo ís- lenskur, við mæðgur búnar að búa meiripart æsku minnar í Frakklandi þannig að það var soldið skondið þegar hann heimtaði skyr út í eitt og í fimm ára afmælinu vildi hann bjóða upp á þorramat. Ég hef alltaf dáðst að bróður mínum fyrir hve hann er samkvæmur sjálfum sér (til dæmis sannaði hann fyrir mér að hann gæti talið upp á þúsund, örugglega 6-7 ára, með því að telja upp á þúsund!) og ákveðinn í að ná markmiðum sínum. Nú, svo hef ég notið góðs af því hve ein- staklega bóngóður hann er. Þegar hann var þrettán kom hann til okkar þar sem við vorum búsett í Berlín og var au pair í mánuð með eldri dóttur mína Ísold sem var þá átján mánaða. Honum var bein- línis hent í djúpu laugina beint af flugvellinum og þurfti að skipta á kúkableyju þar sem ég var lasin og Arnar var í vinnu. Hann auðvitað stóð sig eins og hetja í því hlutverki eins og öðrum.“ EF ÞÚ STENDUR ÞIG EKKI, ÞÁ GETUR ÞÚ EKKI KENNT NEINUM ÖÐRUM UM. Myndir af æfingu Júlíans er að finna á +Plús síðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er eingöngu í Fréttablaðs-appinu eða í PDF-útgáfu blaðsins sem er aðgengileg á frettabladid.is. +PLÚS 1 2 . J A N Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 2 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 0 2 -1 F C 0 2 2 0 2 -1 E 8 4 2 2 0 2 -1 D 4 8 2 2 0 2 -1 C 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 1 2 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.