Fréttablaðið - 12.01.2019, Side 38

Fréttablaðið - 12.01.2019, Side 38
Magnús Frið­ bergsson mælir með sæbjúgna­ hylkjum frá Arctic Star en hann finnur mun á sér eftir að hann fór að nota þau. Sæ­ bjúgu innihalda fimmtíu tegund­ ir af næringar­ efnum. Í Kína eru sæbjúgu þekkt sem heilsubótarfæði og notuð til bóta við hinum ýmsu meinum. Kínverjar kalla sæbjúgu gjarnan „ginseng hafsins“ og til eru sagnir um notkun sæbjúgna þar fyrir meira en þúsund árum. Arctic Star sæbjúgnahylk- in innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum sem geta haft jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi mannslíkamans, til dæmis er mikið kollagen í þeim en það er eitt helsta uppbygg- ingarprótein líkamans. Finnur mikinn mun á sér Á síðustu árum hefur Arctic Star sérhæft sig í þróun á fæðubótarefnum, svo sem framleiðslu, markaðs- setningu og sölu á hágæða sæbjúgnahylkjum. Hylkin eru framleidd úr íslenskum, hágæða, villtum sæbjúgum sem eru veidd í Atlantshafinu. Magnús Friðbergsson, verkefna- stjóri hjá Landspítala, hefur tekið sæbjúgnahylkin frá Arctic Star undanfarin tvö ár. „Vinur minn kynnti mig fyrir sæbjúgnahylkjun- um og þar sem ég hafði lengi verið slæmur í hnjám, með liðverki og lítið getað beitt mér, ákvað ég að prófa. Tveimur til þremur vikum seinna fann ég mikinn mun. Nú hef ég tekið sæbjúgnahylkin í tvö ár og fer allra minna ferða án óþæginda. Það er algjör bylting frá því sem áður var. Nú get ég gert hluti eins og að fara í langar göngu- ferðir, sem ég gat varla gert áður. Að minnsta kosti gerði ég það ekki með bros á vör og það tók mig langan tíma að jafna mig eftir álag,“ útskýrir hann. Magnús, sem er 69 ára gamall í dag, hafði fengið að heyra frá lækni að mikið slit væri í hnjám hans og ekki væri von á að það gengi til baka. „Hann sagði mér að kíkja á fæðingardaginn minn og að ég gæti ekki búist við að fara aftur í tíma. Mér fannst vont að heyra þetta og var því tilbúinn að prófa ýmislegt sem gæti mögulega lagað þetta. Sæbjúgnahylkin frá Arctic Star virka mjög vel á mig og ég mæli með að fólk prófi þau.“ Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is. Arctic Star sæbjúgnahylki fást í flestum apó­ tekum og heilsubúðum og í Hag­ kaupum. Sæbjúgnahylkin eru bylting Magnús er betri í hnjám og finnur minna fyrir liðverkjum eftir að hann fór að taka sæbjúgna hylkin. MYND/GVA Ungt fólk er ekki einungis upptekið í sím­ un um sínum og tölvum. Það hefur ekki lengur áhuga á hjónabandi og barneignum. Nú er svo komið að í sumum löndum er lítil frjósemi orðið mikið áhyggjuefni. Fólksfjölgun er minnst í Suður-Kóreu af öllum heiminum. Það er verulegt áhyggjuefni þar í landi hversu lítinn áhuga ungt fólk hefur á ástarsamböndum. Frami á vinnumarkaði þykir eftirsóknarverðastur hjá ungu kynslóðinni sem hefur ekki hug á að stofna fjölskyldu og hlaða niður börnum. Settar hafa verið af stað dýrar herferðir til að hvetja ungar konur til að eignast börn. Á meðan þjóðin fjölgar sér ekki eldist hún. Ungar konur vilja mennta sig, fá góða vinnu og vera vel stæðar peningalega. Sama vandamál hefur verið í Japan undanfarin ár sem þýðir að þjóðin eldist stöðugt. Nú er Suður-Kórea að ná Japan að þessu leyti. „Það er ákaflega erfitt ef ekki ómögulegt að byggja upp góðan starfsferil og ala upp börn á sama tíma,“ segir Chung Hyun, fyrrverandi prófessor við Seoul- háskóla og núverandi ráðherra, við blaðið Japan Times og bendir á að kvenkyns prófessorar um fimm- tugt séu allir einhleypir. Mikill hagvöxtur hefur verið í Suður-Kóreu á undanförnum árum á meðan fæðingartíðni hrapar og frjósemishlutfall er nú það lægsta sem gerist í heiminum. Aldrei hafa færri börn fæðst í landinu en árið 2017. Sérfræðingar vilja kenna um mjög háu íbúðaverði, miklum kostnaði við að ala upp börn og að konur óttist að missa vinnuna verði þær barnshafandi. Talið er að árið 2050 muni íbúatala landsins hafa hrunið. Chung segir að stjórn- völd hafi ekki tekið eftir hver hinn raunverulegu sökudólgur sé, það er kynjamismunun og ómannúðlega langir vinnudagar. Suður-Kórea hefur næstlengsta vinnutíma í OECD en engu að síður er gert ráð fyrir að konur annist börn sín, hvort sem þær vinna úti eða ekki. Mörg fyrir- tæki kjósa að segja upp ófrískum konum í stað þess að borga þeim fæðingarorlof. Þá hefur borið á að ef kona eignast barn og kemur aftur til starfa er búið að breyta starfssviði hennar. „Undir þessum kringumstæðum velja konur frekar starfsferil í stað hjónabands og barneigna,“ segir Chung. Fyrir- bærið hefur verið kallað „fæðingar- verkfall“. Ef ekki verður tekið á þessu vandamáli verður framtíð Suður-Kóreu skelfileg,“ segir hún. Í grein á vefsíðunni forskning. no er skrifað um minnkandi barneignir í Noregi. Þar í landi hafa konur úti á landi verið dug- legastar að fjölga mannkyninu en nú virðast þær einnig fækka barneignum. Fæðingartíðni lækkar jafnt og þétt í þorpum og sveitum landsins. Í Ósló hefur frjósemin verið minnst en landsbyggðin nálgast nú borgina í þeim efnum. „Fæðingartíðni hefur lækkað í öllum sýslum og sveitarfélögum,“ segir öldrunarfræðingurinn Astri Syse. „Þá hefur fæðingaraldur hækkað mikið. Skýringin er að hluta til talin liggja í aukinni menntun kvenna. „Fólk fjár- festir frekar í lengri menntun til að komast í góða vinnu. Margir seinka barneignum og það er algengara en áður hefur verið að fólk kýs að vera barnlaust. Börn passa ekki inn í nútíma lífsmynstur.“ Vilja ekki eignast börn Þau eru yndis- leg litlu krílin en svo virðist sem fólk hafi ekki tíma fyrir þau lengur. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Vilt þú geta dansað? Við getum kennt þér. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 2 . JA N ÚA R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 1 2 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 0 2 -9 1 5 0 2 2 0 2 -9 0 1 4 2 2 0 2 -8 E D 8 2 2 0 2 -8 D 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 1 1 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.