Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Side 6

Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Side 6
FRÉTTIR ÚR SAFNAHEIMINUM 3000 myndirfrá íslandi á vefdanska Þjóðminjasafnsins Danska Þjóðminjasafnið hefur opnað aðgang að stórum myndabrunni á netinu. 750.000 myndir verða gerðar aðgengilegar en þar af eru nú lcomnar 50.000 á vefinn, þar á meðal tæplega 3.000 myndir, teikningar og kort frá íslandi. Þær eru úr safni Daniels Bruun úr íslandsleiðöngrum hans. Innskönnun þess safns var styrkt af Augustus Fondet og var gjöf til Þjóðminjasafns íslands á 150 ára starfsafmæli safnsins. Meirihluti safnsins er til frjálsra afnota. www.samlinger.natmus.dk Eyrarbaklci Heritage Centre Þeir sem fylgst hafa með þáttum Egils Helgasonar um Vesturfarana minnast safnarans og fræðimanns- ins Nelsons Gerrard. Nelson hefur um árabil safnað slcjölum, ljósmynd- um og gripum frá löndum sínum í Kanada og Amerílcu og á orðið gott safn. Meginstarf Nelsons hefur verið bókaskrif um búsetu íslendinga á tilteknum svæðum í Kanada. Heima- síða Nelsons gefur okkur innsýn í merkilegt starf hans fyrir vestan. www.sagapublications.com Nýtt safn í Reylcjavík í Reykjavík hafa fjögur söfn verið sameinuð undir einn hatt. Það eru Árbæjarsafn, Landnámssýningin í Aðalstræti, Ljósmyndasafn Reykja- víkur og Sjóminjasafnið aulc Við- eyjar. Það heitir nú Borgarsögusafn Reykjavílcur. Ætla má að samein- ingin slcili enn betri söfnum til gagns og gleði fyrir borgarbúa og gesti borgarinnar. Meira síðar! Borgarsögusafn Reykjavíkur Getty-efnisorðalistar nú aðgengilegir Getty-stofnunin hefur nú gert Art and Architecture-efnisorðalista sína að- gengilega sem LOD (Linked Open Data). Það þýðir að hver sem hefur áhuga getur notfært sér gagnasafn þeirra sem inniheldur yfir 250.000 efnisorða- skráningar og skýringar. www.getty. edu/research/tools/vocabularies Sjónrænn menningararfur í Safhahúsinu við Hverfisgötu Verið er að vinna að nýrri grunnsýningu um sjónrænan menningararf þjóðarinnar. Sýningin verður sett upp í Safnahúsinu sem nú er kallað sínu upphaflega nafni en var í millitíðinni nefnt Landsbólcasafnið og Þjóðmenningarhúsið. Sýningin er samstarfsverkefni eftirtalinna stofnana: Þjóðminjasafns íslands, Listasafns íslands, Stofnunar Árna Magnússonar, Þjóðskjalasafns íslands, Landsbókasafns-Háskólabókasafns og Náttúru- minjasafns íslands. Markús Þór Andrésson er sýningarstjóri en sýningin verður opnuð 28. mars 2015. 6

x

Safnablaðið Kvistur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.