Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Síða 8

Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Síða 8
HUGLEIÐINGAR SAFNAFOLKS Safnbúðir og minjagripir Þekkirþú tilfinninguna um að vera inni í safnbúð, umkringd áhugaverðum bókum og öðrum vörum og vita ekki hvað skal kaupa? Eitthvað smávegis, tugi bóka eða ekki neitt. Þar má auðveldlega eyðafáum krónum en mörgum klukkutímum, niðursokkin í bók eða formfræði vandaðra hluta. Því safnbúðir greina sig markvisstfrá öðrum verslunum með vöruúrvali sem er sérsniðið að umfiöllunarefni safnsins. Vörurnar vísa vonandi í safnið og geta hlutir sem láta lítið yfir sér öðlast frekari merkingu íþessu samhengi starfsemi og safneignar safnsins. Hlutir sem keyptir eru í safnbúðinni standa sem minnisvarðar inni á heimilum fólks umferð á safnið. Safnbúðin sem tekjulind, tæki til markaðssetningar og þjónusta við notendur safna Safnbúð og safn eru bæði hug- myndafræðilega og áþreifanlega ná- tengd. Þó eru þau ólík að því leyti að safnbúðin, líkt og annar verslunar- relcstur á að standa undir sér og slcila hagnaði. Starfsemin gengur því út á að sætta og sameina tvo ólíka þætti. Annars vegar mælanleg hagnaðar- sjónarmið sem liggja til grundvallar hefðbundnum verslunarrekstri og hins vegar safnahugsjónina sem grundvallast á annars konar og síður mælanlegum hagnaði. Árið 2007 var gefin út samþylckt á vegum alþjóð- legu safnasamtakanna ICOM þar sem safn er slcilgreint á eftirfarandi hátt: „Safn hefur ekki hagnað að markmiði. Það er varanleg stofnun sem starfar í þjónustu samfélagsins, vinnur að framþróun þess og er opið almenningi. Það safnar, varðveitir, rannsakar, miðlar og sýnir efnislega og óáþreifanlega arfleifð mannkyns og umhverfis, í tilgangi fræðslu, rannsókna og skemmtunar." Bæði innan og utan við þessa jöfnu gegna safnbúðir mikilvægu mið- lunar- og þjónustuhlutverki fyrir notendur safnsins. Þær kynna safnið, starfsemi þess og safneign fyrir áhugasömum. Líka þeim sem fara elcki inn á sýningar enda er safnbúðin yfirleitt staðsett fremst í safnbyggingunni og aðgengileg öllum þeim sem koma inn í hana eða inn á vefsíðu safnsins. Á tímum aðhalds í íjárveitingum hins opin- bera til menningarmála er freistandi að líta á safnbúðina fyrst og fremst sem tekjulind fyrir safnið, og leið til þess að fjármagna aðra starfsemi. En það er líka milcilvægt að líta til safn- búðarinnar í víðara samhengi. Þar gefst tækifæri til að marlcaðssetja 8

x

Safnablaðið Kvistur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.